Skutull

Volume

Skutull - 25.02.1956, Page 1

Skutull - 25.02.1956, Page 1
XXXIV. árgangur. Isafjörður, 25. febrúar 1956 3.—4. tölublað. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK Munið félagsvistina annað kvöld, aðalfund Kvenfélags Alþýðuflokksins á þriðju- dag og árshátíð flokksfé- laganna 3. marz. Fjárhagsáætlun Bæjarsfóðs ísafjarðar fyrir árið 1956 I. Stjórn bæjarmála kr. Tekjur 45.000.00 Gjöld 479.000.00 II. Lýðtrygging og lýðhjálp .... — 353.000.00 1.270.500.00 III. Framfærslumál • — 90.000.00 274.000.00 IV. Menntamál — 517.250.00 1.731.000.00 V. fþróttir og listir — 68.000.00 VI. Heilbrigðismál — 26.000.00 435.000.00 VII. Löggæ/.la — 47.000.00 300.000.00 VIII. Eldvarnir — 148.000.00 IX. Vatnsveitan — 455.000.00 527.000.00 X. Götulýsing — 44.000.00 XI. Atvinnumál — 1.365.000.00 2.567.000.00 XII. Fasteignir — 271.200.00 226.000.00 XIII. Vextir — 19.000.00 180.000.00 XIV. Útsvör — 4.728.050.00 XV. Fasteignaskattur — 245.000.00 XVI. Vmislegt — 73.000.00 50.000.00 XVII. Afborgun og vextir v/ íshús- félags ísfirðinga _ 116.000.00 XVIII. Afborgun skulda — 104.000.00 XIX. Vegna viðgerðar á barnaskóla — 65.000.00 XX. Vegna viðgerða á Sjúkrahúsinu — 100.000.00 XXI. Framlag til byggingalánasj. — 130.000.00 XXII. Lán og framlag frá ríkissjóði v/ Sundhallar og Iþróttahúss _ 500.000.00 XXIII. Ágóðalilutur af brunatrygging- um frá Brunabótafél. fslands 25.000.00 XXIV. Atvinnuútsvör útlendinga — 55.000.00 Kr. 8.814.500.00 8.814.500.00 Sjómannafélag ísfirðinga 40 ára Sjómannafélag ísfirðinga átti 40 ára afmæli 5. febrúar s.l. Laug- ardaginn 18. febrúar minntist félagið þessara tímamóta með afmælis- hófi í Alþýðuhúsinu. Meðan setið var að kaffidrykkju voru ræður fluttar og ávörp ásamt fjölbreyttum skemmtiatriðum, en síðan var stiginn dans. Ávörp fluttu Hannival Valdimarsson, forseti A.S.Í, form. Baldurs, Björgvin Sighvatsson, forseti A.S.V. og Guðmundur Guðmundsson, form. skipstjórafélagsins Bylgjan. Félaginu barst fjöldi heillaskeyta. Hér fer á eftir ræða form. Sjómannafélagsins, Jóns H. Guðmunds- sonar. Góðir félagar og gestir! Laugardaginn 5. febrúar 1916, var stofnfundur Sjómannafélags Isfirðinga settur og haldinn á Norðpólnum hér á isafirði í svo- kallaðri billjardstofu. Þennan dag fyrir 40 árum var veður hið versta eins og oft vill vera á þorranum, aftaka norðan- bylur með frosti og fannkomu. Þannig heilsaði veðráttan þessum félagsskap ísfirzkra sjómanna er var að hefja göngu sína þennan dag. En það má líka segja, að oft hafi andað kalt um þennan fé- lagsskap, eins og um sjómann- inn á hafinu, meðan félagið var á bernzku- og þroskaárum sínum, og stundum legið nærri, að það yrði bókstaflega úti í norðanstórhríðum baráttunnar, eins og síðar vei'ður lítillega að vikið. Á þessum fundi, 5. febrúar 1916, Jón H. Guðmundsson voru mættir 75 sjómenn, sem áður höfðu komið sér saman um að mynda með sér samtök. Þarna voru svo samþykkt og undirrituð fyrstu lög Hásetafélags Framh. á 4. síðu. Fjárhagsáætlunin hér að ofan var afgreidd á fundi bæjarstjórnar hinn 15. þ. m. og voru breytingatillögur Sjálfstæðismanna við áætlun- ina að þessu sinni mjög veigalitlar, þ. e. þær af þeim, sem hægt var að taka alvarlega, og felst í þessu viðurkenning á því, að meirihluti bæj- arstjórnar hafi leitast við að semja áætlunina af fyllstu sanngirni. Á lögð útsvör voru s. 1. ár um 4 milljónir, en að þessu sinni er gert ráð fyrir að þau verði um 5 milljónir, eða hækki um 25%. — Ann- arsstaðar hafa útsvör hækkað um 25—40%, t. d. í Reykjavík og Hafn- arfirði um allt að 40%. Er ísafjörður því í flokki þeirra bæja, sem tiltölulega minnst hækka sín útsvör. Af hverju stafar þá hækkunin? Eins og allir vita hefir kaupgjald hækkað hjá bænum, eins og hjá öðrum. Nemur þessi hækkun á hreinum kaupgjaldsliðum í áætlun bæj- arins og sjúkrahússins kr. 365.950.00, og er það rúmlega 19% hækkun samanborið við sömu liði í áætlun s.l. árs. Nýir liðir í áætluninni, sem eru lögboðnir, fyi’irfram samþykktir eða taldir óhjákvæmilegir af allri bæjarstjórninni eru t. d.: Framlag til Atvinnuleysistrygginga ........kr. 180.000.00 Til Iðnskólans............................. — 10.000.00 íþróttir og listir (nýir liðir).......... ... — 13.000.00 Til kaupa á lögreglubifreið ............... — 11.000.00 Flyt kr. 214.000.00 Flutt kr. 214.000.00 Til viðgerðar á íþróttahúsi ................ — 100.000.00 Til viðgerðar á sjúkrahúsi ................. — 100.000.00 Til byggingarlánasjóðs ..................... — 130.000.00 Girðing bæjarlandsins ...................... — 15.000.00 Kr. 559.000.00 Framlag til atvinnumála hækkar um 281.500.00 (dregin frá hækkun á launum bæjarverkstjóra, sem talin var með kaupgjaldsliðunum) og framlag til Sjúkrasamlags Isafjarðar hækkar um kr. 80.000.00 (lög- boðið). Þetta sem nú hefur verið taliö, gerir samtals kr. 1.277.450.00, — en útsvarshækkunin mun nema um 1 milljón kr., eins og fyr segir. Ennþá er ekki unnt að segja, hvort hægt verður að jafna niður þeirri útsvarsupphæð, sem ráðgert er, án liækkunar á útsvarsstiga, en margt bendir til þess að svo verði, og í trausti þess, að ekki þurfi til slíkrar hækkunar að koma, ákvað meirihluti bæjarstj órnar að beina þeim til- mælum til niðurjöfnunarnefndar að persónufrádráttur í útsvari verði hækkaður úr kr. 600.00 í kr. 700.00. Einstök atriði í sambandi við afgreiðslu f járhagsáætlunarinnar verða nánar rædd á öðrum stað í blaðinu.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.