Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L V.U. Baldur mótmælir verðbólgu- stefnu ríkisstjórnarinnar Samþykktir um landhelgis- og friðunarmál. S K U T U L L Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Dirgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjamason Alþýðuhúsinu, ísaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. IsaíirtU. „Aldrei að víkjau Þann 9. þ. m. birti Morgunblað- ið frétt um viðræður íslenzkra og brezkra togaraeigenda, sem fóru fram í París um þær mundir, á veg- um efnahagssamvinnustofnunar Evrópu. í fréttinni er það haft eft- ir Croft Baker, formanni félags brezkra togaraeigenda, að sá ár- angur hafi náðst af þessum viðræð- um, að nánari vinátta og aukinn skilningur hafi skapazt á milli deiluaðilanna og gæfi það góða von. Síðan segir orðrétt í Morg- unblaðsfréttinni: „1 Var. Kjartan Thors sagði, að sættir í deilunni mundu gera Islendingum kleift að flytja fisk beina leið af miðunum við Island til brezkra hafna, eins og áður var gert. 1 gær sagði Baker í viðtali við fréttamenn, að íslendingar væru nú að undirbúa nauðsynlegar breytingar þess efnis, að framvegis yrði brezkum togurum heimilt að leita vars við strendur íslands í slæmu veðri — með óbúlkuð veið- arfæri — gegn þvi að togararnir tilkynntu íslenzku yfirvöldunum það áður í skeyti.“ Við þessa frétt sló óhug1 á þjóð- ina, og þó reynt hafi verið af yf- irvöldum og samningamönnum þeim, sem af Islands hálfu sátu í París, að bera frétt þessa til baka, þá hefur mótmælum rignt yfir rík- isstjórnina víðsvegar að, og birtast hér á öðrum stað í blaðinu mót- mæli bæjarstjórnar ísafjarðar og V.l.f. Baldurs. Kröftug mótmæli hafa einnig komið frá Farmanna- og fiskimannasambandi islands, og hafa mótmæli öll verið á þann veg, að í deilunni við Breta eigi að fara eftir kjörorði forsetans: Aldrei að víkja. Bretar hafa með ofbeldisaðgerð, löndunarbanninu, reynt að hindra það, að íslenzk lög væru fram- kvæmd, þ. e. a. s. Lög um vísinda- lega verndun fiskimiða land: grunnsins frá 1948. Þessi lög voru sett af bráðri nauðsyn til þess að koma í veg fyrir það að aðal auðs- uppspretía þjóðarinnar yrði þur- ausin. Fengin reynsla af þeirri frið- un, sem 'ra akvæmd hefir verið á grundvel 1 r ssara laga, hefir sýnt og sannað í vissum landshlutum, að friðunin er réttmæt. Hún eykur aflann og eflir atvinnulíf byggðar- laganna, sem njóta hennar. ‘Aðrir landshlutar, eins og Vestfirðir og Austfirðir eiga eftir að verða að- njótandi þess aukna afla og at- vinnuöryggis, sem friðunin gefur. Þessu getur atvinnumálaráðherra komið til leiðar með því að setja reglugerð á grundvelli gildandi laga um stækkun friðunarsvæða hér og við Austurland. En við þessu er daufheyrst. 1 þess stað eru ísl. togaraeigendur látnir setj- ast að samningum við brezka stéttarbræður sína, að því er sagt er eingöngu til þess að ræða um löndunarbannið. En ber þar ekki fleira á góma? Jú, vissulega. Við vitum hvað brezku togaraeigend- urnir tala um. Þeir birtu s.l. sum- ar margar heilsíðu auglýsingar í stórblöðum Bretlands, og það sem þar kom fram er þungamiðjan i þeirra málflutningi. Var þar minnst á löndunarbannið ? Nei, ekki einu orði. Þar var m. a. rugl- að saman hugtökunum siglinga- frelsi og frelsi til athafna við fisk- veiðar, til þess að blekkja brezkan almenning. Þar var fjargviðrast út af fiskveiðatakmörkunum við Nor- eg, ísland, Chile, Perú og Rúss- land. Þar var sagt að fiskarnir í sjónum syntu ekki um með íslenzk eða rússnesk flögg á sporðinum og Bretar hefðu því engu siður rétt til að veiða þá en aðrar þjóðir. Þar var samningur Dana, f. h. Færey- inga, talinn til fyrirmyndar, og nið- urlagsorð þessa plaggs voru á þessa leið: lOngin miliiríkjaskipti í skjóli íallbyssubáta. Við biðjum ekki stjórn okkar að senda fallbyssubáta eða sprengju- flugvélar til Islands, en við biðjum stjórnina að tala um hlutina við Norðmenn, Islendinga, Chilebúa, Perúbúa og Rússana, og okkur þætti vænt um að fá að vera við- staddir umræðurnar (be at the talks). Við viljum að þjóðir heims komi sér saman um fiskveiðitak- mörk, verndun fiskistofna og svo- nefnda ,,landhelgi“. Við viljum ekki að eigingirni annarra landa geri störf fiskimanna okkar erfið- ari og hættulegri en þau eru nú sem stendur. Brezkir togarar í Hull, Grymsby, Fleetwood. Félag brezkra togaraeigenda. Þetta vitum við að er þunga- miðjan i málflutningi brezku tog- araeigendanna, og þar með þá einnig brezku ihaldsstjórnarinnar, sem bersýnilega hefur gert meira en að leyfa togaraeigendum að vera viðstaddir umræðurnar, og fal- ið þeim málið algjörlega í hendur. Islenzku samningamennirnir hafa því með engu móti komist hjá því að taka á móti sjónarmiðum hinna brezku stéttarbræðra sinna, Á fjölmennum Baldursfundi s. 1. sunnudag gerði forseti A.S.Í., Hannibal Valdimarsson, grein fyr- ir aðdraganda vinnudeilunnar s.l. vor, og sýndi fram á, að sú full- yrðing núverandi stjórnarflokka að kauphækkanir verkalýðsins séu að- alorsök dýrtíðarinnar, fær ekki staðizt. Fyrst eftir að sýnt var, að og þar á meðal kröfunni um það að brezkir togarar megi leita hér vars með óbúlkuð veiðarfæri, aðeins ef þeir tilkynna það áður ísl. yfirvöld- um í skeyti! En hverju svöruðu ísl. nefndarmennirnir þessu? Þeir þegja um það, en Croft Baker seg- ir, að íslendingar séu nú „að undir- búa nauðsynlegar breytingar þess efnis“ að þetta verði framkvæman- legt. Hvað þýðir þá þessi krafa Breta? Hún jafngildir því, að opna íslenzka landhelgi, ekki aðeins fyr- ir brezka togara, heldur einnig fyr- ir aðra erlenda togara og íslenzka togara. Hún þýðir það, að land- helgisgæzlunni mundi verða gert illkleift að gæta landhelginnar. Er ísl. togaraeigendum manna bezt treystandi til þess að standa gegn slíkri kröfu? Vissulega ekki. Þeir eiga hvergi að koma nærri þessu máli, og yfirhöfuð á ekkert að ræða við Breta, fyr en þeir hafa aflétt löndunarbanninu, og þá á ekki að ræða við þá á öðrum grundvelli en þeim, sem samræm- ist ísl. lögum og þjóðarhagsmun- um. Og að endingu þetta: Krafan, sem Morgunblaðið kallar „f var“ er ástæðulaus og móðgandi, því öllum skipum er og hefir verið heimilt að leita skjóls við strend- ur Islands, séu þau í hættu stödd. Um það mál þarf enga samninga. En kjarninn í kröfu Breta er sá, að mega fara innfyrir fiskveiðitak- mörkin með óbúlkuð veiðarfæri, til þess þeir geti réttlætt landhelgis- brot sín með sjávarháskanum. Að þeir ætli sér þannig að hafa sjáv- arháskann að yfirvarpi, sézt bezt af því, að enginn óvitlaus skipstjóri siglir í roki og sjóróti með óbúlk- uð veiðarfæri, þar eð það eykur á hættu skipsins en dregur ekki úr henni. Með hliðsjón af þessu ber stjórn- arvöldum landsins að banna ísl. togaraeigendum frekari viðræður við Breta, þar til þeir síðarnefndu hafa aflétt löndunarbanninu, því þá fyrst, og fyr ekki, er orðið tíma- bært að ræða um fyrirkomulag fisklandana á brezkum markaði, og það eitt, og ekkert annað, er það, sem togaraeigendur okkar eiga að koma nærri. ríkisstjórnin vildi ekkert gera til þess að halda verðlaginu í skefjum, og eftir að hún hafði hækkað laun verkfræðinga og opinberra starfs- manna, var lagt út í vinnudeilurn- ar. Og enn þá hefir ríkisstjórnin forustuna í dýrtiðarkapphlaupinu með aðgeröarleysi í verðlagsmál- um og með því að gera sjálf ráð- stafanir til að stórauka dýrtíðina. — Ennfremur gerði H. V. grein fyrir hinum breyttu viðhorfum í stjórnmálum, sem hann kvað mundu skírast nánar að afstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins í næsta mánuði. — Samþykktir fundarins fara hér á eftir: Mótmæli gegn verðbólgustefnu. Fundur í Verkalýðsfélaginu Baldri, haldinn 19. febrúar 1956, mótmælir eindregið margendur- teknum árásum ríkisstjórnarinnar á afkomuöryggi og lífskjör alþýðu- stéttanna, en þær árásir hafa fyrst og fremst komið fram í stórfelld- um hækkunum neyzluskatta. Fundurinn telur að með hinum síðustu skatta- og tollaálögum rík- isstjórnarinnar hafi verið gerð svo hatröm árás á lífskjör alþýðunnar, að verkalýðssamtökin geti ekki látið það afskiptalaust, — og þá ekki hvað sízt sökum þess, að aug- ljóst er, að þessar ráðstafanir, sem mestmegnis eru framkvæmdar á kostnað almennings, á sama tima og stórgróði milliliða og auðfélaga er látinn vera óskertur, — ráða á engan hátt bót á erfiðleikum þeirra atvinnuvega, sem bjarga á, nema síður sé. Fundurinn vill alveg sérstaklega benda á þá ómótmælanlegu stað- reynd, að sú 11% kauphækkun, sem verkamenn íengu á s.l. vori var aðeins nokkur hluti þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir höfðu orðið fyrir af völdum verðbólgu- stefnu ríkisstjórnarinnar Af framansögðu er það augljóst hversu fráleitt það er að skella skuldinni af verðþenslu- og skatt- píningarstefnu núverandi ríkis- stjórnar yfir á verkalýðssamtökin. Að endingu vill fundurinn vekja athygli allra launþega á þeim sann- indum, að stefna ríkisstjórnarinnar í verðlags- og atvinnummálum svo og síendurteknar árásir hennar á kaupmátt launanna, og þar af leið- andi á lífskjör alþýðustéttanna, hefir ótvírætt sannað það, að rík- isstjórn, fjandsamleg verkalýðs- samtökunum, getur hvenær sem er með lagasetningu gert að engu sig- ursæla kaupgjaldsbaráttu stéttar- félaganna. Sökum þessa skorar fundurinn á Framh. á 6. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.