Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 4
.4 SKUTULL Sjimannafélagið 40 ðra Framh. af 1. síðu. Isfirðinga, en það nafn hlaut fé- lagið í fyrstu og hét svo til ársins 1921, en þá var nafninu breytt á fundi 23. okt. og nefnt Sjómanna- félag Isfirðinga, eins og það heitir enn í dag. Þegar lög félagsins höfðu verið samþ. og undirrituð, var fyrsta stjórn félagsins kosin og hlutu þessir menn kosningu: Eiríkur Einarsson, form. Sigurgeir Sigurðsson, varaform., Jón Björn Elíasson, ritari, Jónas Sveinsson, gjaldkeri og Páll Hannesson, varagjaldkeri. Ég geri ráð fyrir, að sumum kynni að finnast bragðdauft að lesa sögu félagsins, eins og hún er skráð í gjörðabókunum þessa fjóra áratugi. Tíðast f jallar þessi saga um mál- efni, sem eru svo hversdagsleg og sjálfsögð frá okkar sjónarmiði í dag, að þau verða nærri því bros- leg í fljótu bragði í hugum okkar yngra fólksins a. m. k., sem ekki höfum tíma til þess að hlusta á eða lesa sögu genginna kynslóða í landi voru, af því að við erum svo upptekin af okkur sjálfum og öllu því, sem við erum að afreka. Það er varla von, að svoleiðis fólk hafi tíma til að hlusta á lit- lausa frásögn gamla fólksins um eitthvað dauðans basl fyrir sjálf- sögðum mannréttindum og ennþá sjálfsagðara brauði. En ég álít ekki réttlætanlegt á þessum tímamótum í sögu fé- lagsins, að gengið sé framhjá því umhverfi, sem fyrstu spor verka- lýðshreyfingarinnar liggja um, án þess að numið sé þar staðar ör- litla stund og skyggnzt um, slíkt væri að vanvirða frumherjana. Við skulum bregða okkur snöggvast á fund í Sjómannafélag- inu. Það er 12. febrúar 1916. — Félagið er viku gamalt og stend- ur nú í sínu fyrsta samningabasli. Það hafði verið kosin samninga- nefnd á stofnfundinum til að semja við útgerðarmenn um kjör sjó- manna. Nefndin er búin að ræða við út- gerðarmennina öðru hverju alla vikuna. Árangurinn er enginn, og nú er hún mætt á fundinn og segir sínar farir ekki sléttar. Okkur finnst það kannske bros- legt, að svo virðist, sem ein aðal- krafan hafi verið sú, að útgerðar- menn greiddu kolin á skakskipun- um að hálfu á móti skipverjum. En svona sjálfsögð og eðlileg krafa frá okkar sjónarmiði var ekki jafn sjálfsögð 12. febrúar 1916. Samninganefndin er alveg orð- in vonlaus um það, að takast megi að fá útgerðarmenn til að fallast á þessa kolakröfu. Þegar svo er komið, samþykkir fundurinn að falla frá henni, — en gegn pví — að enginn sjómað- ur sé rekinn úr skipsrúmi, án gildra ástæðna. En hér fara atburðirnir að hætta að vera broslegir. Bak við þessa orðfáu og látlausu samþykkt, hvíldi djúp alvara. Átakanlegt umkomuleysið grúf- ir yfir þessum hópi fátækra sjó- manna, sem standa upp af fundi sínum eftir slíka samþykkt og dreifast um götur bæjarins, unz þeir hverfa einn og einn inn um sínar lágu dyr í allsleysið heima. Það eru viðsjálir tímar. Það vof- ir yfir þessum mönnum að missa atvinnuna, — að vera reknir úr skiprúmi — fyrir það — í fyrsta lagi að vera búnir að stofna félag eftir kokkabókum erlendra óaldar- seggja og vera síðan fárnir að gera kröfur, — meira að segja um það, að útgerðin borgi helminginn af kolunum. Það var alvarlegt á þessum tím- um að lenda í ónáð hjá atvinnu- rekendavaldinu. Þá var ekkert að flýja. Þá var engin vinnulöggjöf, — enginn verkfallsréttur, engar almanna- tryggingar, — ekkert sjúkrasam- lag, — engin mannréttindi, — ekk- ert öryggi fyrir því að geta dreg- ið fram lífið í sér og sínum frá degi til dags. En við, — við höfum þetta allt og margt fleira. Við getum því verið horsk og djörf, — og eigum líka að vera það. , En það er hættulegt glapræði, ef við stöndum í þeirri meiningu, að mannréttindi og félagslegt öryggi nútímans séu einhverjir forngrip- ir, -— eða jafnvel að atvinnurek- enda- og peningavaldið á Islandi hafi einn góðan veðurdag komið með þetta allt saman til okkar í blómakörfu á handleggnum. Það eru frumherjar alþýðusam- takanna á íslandi, sem með fórn- fýsi, þrautseigju og þrotlausri bar- áttu lögðu grundvöllinn að lífs- kjörum og mannréttindum nútím- ans og arftakar þeirra, er héldu baráttunni áfram til sigurs. Þeirra er heiðurinn og þeirra eigum við að minnast með miklu þakklæti og mikilli virðingu við svona tækifæri. Á fyrsta ári sínu gekk Sjó- mannafélagið frá fyrstu aukalög- um sínum, er það samþykkti ákvæði um kjör sjómanna hér á ísafirði. Ekki undirrituðu útgerð- armenn þó þessi ákvæði, en samt var skráð eftir þeim, þótt hins vegar væri reynt af hálfu margra útgerðarmanna að sniðganga þau og hafa að engu, þegar tækifæri gafst. Heillaskref. Á fundi í Hásetafélaginu 5. apríl 1917 hreyfði Sigurgeir Sigurðsson einu merkilegasta máli þessa fé- lags. Lagði hann þá fram tillögu þess efnis, að félagið stofnaði styrktarsjóð með 50,00 króna framlagi úr félagssjóði. 50,00 kr. hafa þótt allhá upphæð þá, enda var tillagan felld, en samþykkt í þess stað að stofna sjóð með frjáls- um samskotum félagsmanna og síðan kosin 5 manna nefnd til þess að semja reglugerð fyrir sjóðinn. Styrktarsjóður Sjómannafélags Isfirðingar hefur síðan eflzt stöð- ugt og aukizt og eru eignir hans nú við síðustu áramót yfir 60 þús. kr. Styrkur var í fyrsta sinn veitt- ur úr honum 3. okt. 1923, þá 300,00 krónur. Milli 50 og 60 þús. krón- ur hafa nú verið veittar úr sjóðn- um frá byrjun. Það er að vísu ekki mikið á löng- um tíma, en þó mun enginn félags- maður draga það í efa, að styrkir þeir, sem veittir hafa verið úr sjóðnum, hafa oft komið inn á heimili ekkna og sjúkra sjómanna eins og ofurlítill sólargeisli í skammdegismyrkrinu, ekki hvað sízt fyrir jólin, en þá eru venju- lega aðalstyrkveitingarnar. Hika ég því ekki við að fullyrða, að með stofnun styrktarsjóðsins hafi sjómannafélagið stigið eitt af sínum mestu heilla sporum. Þungur róður. Á árunum 1918 og 1919 dofnar mjög yfir félagsstarfinu, fundir eru aðeins 3 fyrra árið og 2 hið síðara og innköllun árgjalda geng- ur mjög treglega. Árið 1920 færist svo aftur dá- lítið líf í félagið, og eru þá margir fundir haldnir og mikið rætt um kjarabætur. Snemma á því ári eru gerðar breytingar á aukalögum (kjara- ákvæðum) félagsins og þær lagð- ar fyrir útgerðarmenn, sem voru þá hinir erfiðustu viðureignar. Þegar svo út séð var, að samkomu lag myndi ekki nást, var samþykkt á félagsfundi 30. apríl að gera alls- herjarverkfall þá þegar. Fóru svo félagsmenn grunnreifir af fundi og staðráðnir í því að standa vel sam- an um hagsmuni sína. Daginn eftir, eða þann 1. maí, er aftur haldinn félagsfundur vegna þess, að þau tíðindi höfðu gerzt þegar á fyrsta degi verkfalls- ins, að útgerðarmenn höfðu gert tvær tilraunir til þess að svara með líkamlegu ofbeldi í stað þess að reyna samningaleiðina. Að undirlagi útgerðarmanna hafði sem sé einn sjómaður verið fluttur með lögregluvaldi um borð í skiprúm sitt. Annan sjómann hafði einnig átt að leika á sama hátt, en hann átti hreysti sinni og fótum fjör að launa og slapp. Atvik þessi stöppuðu stálinu í félagsmenn þarna á fundinum um að standa vel saman um kröfur sínar og koma í veg fyrir ofbeldis- verk útgerðarmanna. En daginn eftir, 2. maí, kom það áberandi í ljós, að félagsskapurinn var enn ungur og félagsþroskinn því eðlilega ónógur, því á fundi í félaginu þann dag kom í ljós, að félagsmenn höfðu allir gugnað á verkfallinu utan 4 menn, sem greiddu atkvæði gegn því, að hætt væri við það. Þessir 4 menn voru Kristján Kristjánsson, Magnús Stefánsson, Guðni Jóhannesson og Jóhann H. Sigurðsson. Útgerðarmenn höfðu þá með for- tölum sínum slökkt á svipstundu allan eldmóðinn og fleygað í sund- ur eininguna. 1 þessu sambandi verðum við að hafa í huga alla þá mörgu byrjun- arörðugleika, sem alþýðusamtökin áttu í höggi við í upphafi. Nú á tímum hefði þetta verkfall ekki fengið svona sviplegan endi að lítt athuguðu máli. Eftir þennan ósigur leggst fé- lagsstarfið aftur í hálfgerðan dvala og segja eldri félagar, að á þess- um árum um 1920 hafi það ein- göngu verið styrktarsjóðurinn, sem hélt líftórunni í félagsskapnum og kom í veg fyrir, að hann lognaðist alveg útaf. Á árinu 1922 munu þó hafa ver- ið gerðar einhverjar tilraunir til þess að þoka kjörum sjómanna í réttlátara horf, en allt án árang- urs. Félagið var ennþá utan Al- þýðusambands íslands, enda þótt upptaka þess í sambandið væri þá fyrir nokkru komin til umræðna í félaginu, meðal annars fyrir at- beina Finns heitins Jónssonar fyrrv. dómsmálaráðherra, sem mætti á sjómannafélagsfundi 23. apríl 1921 og talaði fyrir því máli. Á þessum árum náði félagið heldur ekki til allra starfandi sjó- manna hér í bæ, og hefir það auð- vitað fyrst og fremst torveldað að- stöðu þess gagnvart útgerðarmönn- um. Enda er svo komið árið 1922, að félagið leggur beinlínis árar í bát í bili á fundi í félaginu 14. nóv. með ályktun þess efnis, að allar tilraunir til kjarabóta séu gjörsam- lega þýðingarlausar sökum þess, hve samtökin séu veik. Aftur á móti ályktaði fundurinn að stefna bæri að því að efla félagið á allan hátt, safna sem flestum sjómönn- um og helzt öllum undir merki þess, gera fundi þess fjölbreytta og skemmtilega o. s. frv. I beinu framhaldi af þessu var meðal annars gefið út handritað fé- lagsblað árið 1925 og lesið upp á fundum, en það lognaðist þó útaf að vörmu spori, því miður.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.