Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 8

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 8
8 SKUTULL r Bindindissýning var haldin í Templarahúsinu dagana 16. til 21. þ. m. á vegum Áfengisvarnarráðs og Stórstúkunnar. Við opnun sýn- ingarinnar flutti Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, ræðu, en í sýningar- nefnd voru auk hans Arngr. Fr. Bjarnason og Guðjón Kristínsson. Umsjón með sýningunni hafði Sigurður Eyþórsson, og naut hann aðstoðar Ólafs Magnússonar við uppsetningu hennar. Sýningar- gestir hér urðu 1750. Næst verð- ur sýningin opnuð í Vestmanna- eyjum. , Afmæli. Rósa Jóhannsdóttir, Hlíðarvegi 14, varð 85 ára 18. þ. m. Karlinna Jóhannesdóttir, Fjarð- arstræti 29, varð 60 ára 7. þ. m. Pétur Pálsson, bóndi í Brautar- holti, varð sjötugur 11. þ. m. Andlát. Anna M. Guðmundsdóttir, Tangagötu 26, lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar 5. þ. m. Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna verður haldin 3. marz, og er flokks- fólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma, því vel verður til þessarar skemmtunar vandað eins og s.l. ár. Blaðið vill einnig minna á félagsvistina á sunnudaginn og aðalfund kvenfélags Alþýðuflokks- ins á þriðjudagskvöld. M.b. (iunnvör IS 270, en svo nefnist hinn nýi bátur Jóhanns Júlíussonar o. fl., var sett á flot í skipasmíðastöð M. Bernharðsson- ar h.f. í gær. Þetta er 26. báturinn, sem byggður er í stöðinni. Hann er 58 smálestir, hefir 240 h.a. G. M. vél og er búinn Simrad fisksjá og dýptarmæli. Skipstjóri verður Jón B. Jónsson og óskar blaðið honum og áhöfn bátsins og eigendum til hamingju með hið nýja skip, sem er hið vandaðasta í alla staði, eins og allir þeir bátar sem byggðir hafa verið af ísfirzkum skipasmið- um. Lúðrasveit fsafjarðar hafði ,,kabaret“-kvöld í Alþýðuhúsinu í gærkvöld, og var þar margt til skemmtunar. Skemmtun þessi verður endurtekin í kvöld. Aflabrögð. Afli línubáta mátti heita góður í desember og janúar. í janúar fengu bátar héðan frá 80—144 tonn í 15—22 róðrum. Alahæstur var m.b. Ásbjörn. í þessum mánuði hefur afli hinsvegar verið sáratreg- ur, og hafa bátar héðan og úr ná- grenninu sótt alla leið suður í Kolluál, en þær ferðir taka 2 sólar- hringa. Síðustu dagana hefir þó skánað útlitið með afla á heima- miðunum. T. d. fékk Auðbjörn í gær 6V2 tonn útaf Aðalvík, og Bol- ungavíkurbátar hafa fengið 4—7 tonn síðustu dagana vestanvert við Djúp. Brezkir togarar eru að veið- um út af Ritnum, þar á meðal hinn nafnfrægi landhelgisbrjótur Chur- chill. íslenzkir togarar veiða nú aðal- lega í Jökuldjúpi, og veiða báðir ísfirzku togararnir í salt. r Alyktun bæjarstjórnar um landhelgismál „Bæjarstjórn ísafjarðar telur, að tafarlaust beri að færa út friðunarlínuna úti fyrir Vestfjörðum, svo að vestfirzkum vélbáta- útvegi verði forðað frá algerri tortímingu. Bæjarstjórn lítur þannig á, að það sé í alla staði rangt og jafn- framt skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar að bíða eft- ir einhverju alþjóðasamkomulagi í máli, sem fyrst og fremst varðar framtíð íslendinga einna. Þá vill bæjarstjórn alveg sérstaklega víta þau óviðui’kvæmi- legu vinnubrögð, að íslenzkir togaraeigendur séu látnir semja á erlendum vettvangi við brezka stéttarbræður sína um málefni, er snerta hin viðkvæmu landhelgismál allrar þjóðarinnar." Fyrri hluti þessarar ályktunar var samþykktur með 9 atkvæð- um, siðari hlutinn, þ. e. um islenzka togaraeigendur . s. frv., var samþykktur með 5:0. Stalin afneitað á fiokksþinoi kom- múnista. Dómsmorðin játuð Þau tíðindi hafa gerst austur í Moskvu, að á flokksþingi kom- múnista hafa Mikoyan, Malenkov, Bulganin, Molotov og hvað þeir nú heita, keppst við að gagnrýna stefnu Stalíns. Þeir viður- kenna nú, að hann hafi verið einræðisseggur, sem hafi notað dómstólana til að koma andstæðingum sínum fyrir kattarnef, og að margir af beztu mönnum byltingarinnar hafi á þann hátt tortímzt. Er þarna um að ræða játningu á einhverjum umfangs- mestu dómsmorðum, sem sagan kann frá að greina. Einnig er nú gagnrýnd efnahagsmálastefna Stalíns, og lofað meiri neyzluvöruframleiðslu og endurbótum í verzlunarháttum. Persónudýrkunin á að hverfa, og lofað er breyttri utanríkis- steínu. Tveir Islendingar, þeir Kristinn E. Andrésson og Eggert Þ'or- bjarnarson sátu þetta þing í Moskvu. Munu þeir eiga að kenna rússneska útibúiuu hér heima nýjasta línudansinn. SamvinnutnroDingar endurgreiða 2.818.000.00 króna. Samvinnutryggirigar hafa ákveð- ið að endurgreiða til hinna tryggðu 2.818,000 krónur fyrir tryggingar- árið 1955, og verður þessu fé skil- að aftur til þeirra, sem tryggðu í brunadeild og sjódeild félagsins. Þá hafa Samvinnutryggingar ákveöið, að brunatryggingar húsa hjá félaginu skuli framvegis einn- ig gilda fyrir snjóflóð án þess að iðgjald hækki, og má þannig segja að allir sem eiga hús sín tryggð hjá samvinnutryggingum fái nú ókeypis snjóflóðatryggingu. Stjórn Samvinnutrygginga tók þessar ákvarðanir á fyrsta fundi sínum á þessu ári, sem haldinn var fyrir nokkru, en Samvinnutrygg- ingar eiga 10 ára afmæli síðar á árinu. Samvinnutryggingar byrj- uðu að endurgreiða tekjuafgang sinn 1948 og hafa nú, að meðtal- inni 2,8 milljónum fyrir 1955, end- urgreitt því fólki, sem tryggir hjá félaginu, samtals 9,6 milljónir kr. Tekjuafgangurinn verður að nokkru leyti greiddur út og að nokkru lagður í stofnsjóð við- skiptamanna Samvinnutrygginga. Allir þeir, sem hafa brunatryggt á árinu, fá endurgreitt 15% af ið- gjöldum þannig, að 10% verða dregin frá endurnýjunariðgjöldum, en 5% lögð í stofnsjóð. 1 sjódeild verða endurgreidd 25% af iðgjöld- um fyrir vörur tryggðar í flutn- ingi, 10% útborguð og 15% lögð í stofnsjóð. Fyrir skipatryggingar verða endurgreidd 10%, 5% út- borguð og önnur 5% lögð í stofn- sjóð, og fyrir feröatryggingar 20% þar af 10% útborguð og 10% lögð í stofnsjóð. Því miður er enginn tekjuaf- gangur af bifreiðatryggingum í ár, og stafar það af hinni geigvænlegu aukningu umferðaslysa og árekstra auk þess sem viðgerðir og efni til bifreiðaviðgerða hafa hækkað verulega. Varð afkoma bifreiða- deildar sem næst þanníg, að ið- gjöld og tjón stóðust á, en allur tilkostnaður deildarinnar var tap félagsins. Var afkoma á kasko- tryggingum sérlega slæm. Ökeypis snjóflóðatrygging. Snjóflóð valda oft tjónum og mannskaða hér á landi, eins og al- þjóð er kunnugt. Hafa flóðin vald- ið mjög tilfinnanlegum tjónum á ýmsum stöðum á landinu, en snjó- flóðatryggingar hafa ekki verið til hér á landi fyrr, svo að ómögulegt hefur verið að forðast fjárhagslegt tjón af flóðunum. Framkvæmdastjórn Samvinnu- trygginga hefur athugað mál þetta og komizt að þeirri niðurstöðu, sem fram kemur í ákvörðun stjórn- ar trygginganna. Verða því öll hús í landinu, sem brunatryggð eru hjá Samvinnutryggingum, framvegis einnig tryggð fyrir snjóflóðum. Um bætur fyrir slík tjón verður far- ið eftir sömu reglum og um bruna- tjón. Iðgjald húsatrygginganna verður óbreytt þrátt fyrir þetta. Iðgjöld yfir 30 milljónir króna. Árið 1955 var langstærsta veltu- ár Samvinnutrygginga og jukust; iðgjöld um 8,5 milljónir á árinu eða 38%. Námu heildariðgjöld samkvæmt bráðabirgðayfirliti rösklega 30 milljónum króna. Framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga er Jón Ólafsson, en auk hans í framkvæmdastjórn félags- ins þeir Björn Vilmundarson og Jón Rafn Guðmundsson. (Fréttatilkynning)

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.