Skutull


Skutull - 12.05.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 12.05.1956, Blaðsíða 1
 T 7/ M > ¦ rn 3 ¦ I 1 íl 1 í 1 1 ¦ 1 1 Mótorhjól m 1 ¦ ¦ ¦ 1 til sölu. — Upplýsingar geíur JrT^^sa^ JBSI w J 11 11 M 1 Sigurður Gunnarsson Hlíðarveg 24 - Sími 310 XXXTV. árgangur. ísafjörður, 12. maí 1956. 7. tölublað. Framboð Alþýðnflokksins i Norður- ísafjarðarsýslu Friðfinnur Ólafsson, viðskipta- fræðingur verður í kjöri fyrir Al- þýðuflokkinn í Norður-ísaf jarðar- sýslu við alþingiskosningarnar í sumar. Framsóknarmenn í sýsl- unni styðja einnig framboð Frið- finns. Friðfinnur Ólafsson er Norður- Isfirðingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur á Strandseljum í ögursveit 19. febrúar 1917. For- eldrar hans voru Ólafur heitinn Þórðarson, bóndi á Strandseljum, og kona hans, Guðríður Hafliða- dóttir frá ögri. Dvelur hún nú hjá börnum sínum í Reykjavík. Friðfinnur ólst upp á Strandselj- um, þar til útþráin greip hann, eins og títt er um unga menn og fram- sækna, enda hafði hann snemma brennandi löngun til þess að afla sér menntunar. En á kreppuárunum frá 1930 og fram að styrjaldarárunum, reynd- ist menntabrautin ærið torsótt mörgum fátækum unglingi á Is- landi, og mátti þá margur sætta sig við skorinn skammt í þeim efn- um og sitja um kyrrt, meðan fram- tíðardraumarnir leystust upp í kaldan veruleika fátæktar og harðrar lífsbaráttu. En lífsfjör og einbeitni Frið- finns kom snemma í ljós. Hann lagði ótrauður á brattann, þótt tímarnir væru erfiðir, og yrði svo þar að auki fyrir því þunga áfalli, aðeins 16 ára gamall, að missa föður sinn. Friðfinnur fór fyrst í Gagn- fræðaskólann á Isafirði og lagði síðan leið sína í Menntaskóla Ak- ureyrar, þar sem hann lauk svo stúdentsprófi 1938. Kandidatspróf í viðskiptafræði tók hann svo við Háskóla Islands 1942. Fyrstu árin eftir að Friðfinnur lauk námi, var hann kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og iðnskólann í Hafnarfirði og jafn- framt starfsmaður Viðskipta- nefndar. Forstöðumaður innflutnings- deildar Viðskiptaráðs var hann 1944—47, og í Viðskiptaráði 1947—49. Hvar eru afreksverkin? Friðf innur ölal'sson En frá 1949 hefur hann verið framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem rekið er af Háskólanum. Friðfinnur Ólafsson hefur því ágæta þekkingu og reynslu í við- skiptamálum þjóðarinnar, og þurf- um við sannarlega á slíkum mönn- um að halda, eins og öllu f jármála- og viðskiptakerfi Islendinga er nú komið. Norður-ísfirðingar munu án efa taka þessum fyrrverandi sveitunga sínum tveim höndum og,gera veg hans sem mestan í kosningunum. Þeir þekkja hann að því að vera glaðan og góðan dreng, sem ótrauður horfist í augu við torfær- ur og erfiðleika, eins og þeir sjálf- ir. Friðfinnur hefur heldur aldrei slitið sambandi sínu við sveit sína, kunningja og frændur í Djúpinu, og mun hann glaður ganga til starfa fyrir byggðarlag sitt. Hann var forgöngumaður að stofnun Djúpmannafélagsins í Reykjavík og hefur verið formaður þess frá upphafi. Friðfinnur er líka mikill félags- hyggjumaður. Hann er einlægur jafnaðarmaður, sem vill láta bræðralag og samvinnu vera hornsteina þjóðfélagsins. Sam- kvæmt þeirri hugsjón sinni gerð- ist hann einn af forvígismönnum Flestir ísfirðingar eru svo lang- minnugir, að þeir muna hvaða áróðri íhaldið beitti aðallega Kjartani lækni til framdráttar við undanfarnar alþingiskosningar. Því var haldið að mönnum, að ef Kjartan næði kosningu þá mundi renna upp nýtt tímabil athafna og framfara í bænum. Margháttuð fyrirgreiðsla ríkisvaldsins yrði látin í té og peningar mundu renna í stríðum straumum til bæjarins og veita nýju blóði í allt athafna- líf bæjarins og gjörbreyta afkomu manna á skömmum tíma. Og svo mikið var viðhaft, að sjálfur forsætisráðherrann, Ólafur Thors, var látinn koma hingað og tilkynna Isfirðingum, að Kjartani stæði til reiðu öll sú mikla fyrir- greiðsla og aðstoð, sem Sjálfstæð- isflokkurinn gæti veitt, og að sér væri það alveg óblandin gleði að fá að hjálpa honum til þess að leysa þau mörgu framfaramál, sem hann bæri svo mjög fyrir brjósti, og sem hér þyrfti nauð- synlega að leysa. Þessi glæsti gullsöngur íhalds- ins hljómaði fagurlega í eyrum, enda höfðu þá Isfirðingar búið við erfitt atvinnuástand af völdum aflabrests um nokkur ár. Fjöl- margir trúðu því, að Kjartan Jó- hannsson, studdur af þeim flokki, sem mestu réði um stjórn lands- ins, hefði möguleika á því að greiða fram úr vandamálum at- vinnulífsins, og ekki hvað sízt, þar sem svo var að sjá, að sjálf- ur forsætisráðherrann væri hans verndardýrðlingur. Og Kjartan varð þingmaður ís- firðinga. En hafa nú fyrirheit kosninga- áróðursins rætzt? Því fer fjarri. Aldrei hefir þingmaður svo gjörsamlega brugðist vonum kjós- enda sinna eins og Kjartan Jó- hannsson hefir gert. Vonbrigðin hafa verið svo mikil og almenn, að þau ná alla leið inn í innstu raðir að stofnun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og er nú varaformaður þess. . Allir frjálslyndir Norður-lsfirð- ingar fagna framboði Friðfinns Ólafssonar og munu ótrauðir veita honum fylgi sitt í kosningunum. flokksmanna hans og hafa valdið þar vonleysi, sárindum og óá- nægju. Kjartan Jóhannsson er nú búinn að sitja á þrem þingum þetta kjör- tímabil, en samt hefir hann ekki talið ástæðu til þess að halda leið- arþing og segja kjósendum sínum frá baráttu sinni fyrir hagsmuna- málum ísafjarðar í þingsölunum. Og Vesturland, sem fengið hefir orð fyrir annað en að vera um of orðvart, þegir einnig. Af hverju stafar þessi grafar- þögn um „afrek" mannsins, sem átti að veita peningaflóði til bæj- arins og gjörbreyta atvinnulífinu ? Þessi þögn er sökum þess eins, að það er ekki frá neinu að segja nema ódugnaðinum og getuleys- inu. Hlutur ísafjarðar hefir algjör- lega verið vanræktur og fyrir borð borin á Alþingi síðan Kjartan varð þingmaður bæjarins. Þar hefir þingmaðurinn ekki háð neina bar- áttu fyrir hagsmunamálum þess fólks, sem þennan bæ byggir. En hann hefur aftur á móti verið not- aður af íhaldinu til þess að greiða atkvæði gegn umbótamálum al- þýðunnar, sem fram hafa verið borin á þinginu, en jafnframt greitt atkvæði með skattpíningar- og tollafrumvörpunum illræmdu, svo og með öllum öðrum arðráns- ráðstöfunum afturhaldsins. Slíkur þingmaður er alþýðunni á ísafirði óþarfur, en afturhaldinu nauðsynlegur þjónn. ísfirðingar þarfnast nauðsynlega þingmanns, sem hefir getu og vilja til þess að berjast fyrir aðkallandi hagsmuna- málum bæjarins, og sem stendur trúan vörð um farsæld alþýðunn- ar í landinu og vinnur, utan þings sem innan, gegn yfirráðum og ágengni íhalds og braskara. Þessvegna er sannarlega kom- inn tími til þess að binda endi á þingmennsku Kjartans Jóhanns- sonar. ísfirðingar hafa sannarlega ekki efni á því að eiga slíkan full- trúa sem Kjartan á Alþingi leng- ur en orðið er, og hefir það orðið bæjarfélaginu til mikils tjóns og baga, að hafa sent til þings mann, sem hef ir sýnt mestan dugnað við það að koma sér í hálaunaðar Framhald á 3. síðu

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.