Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 12.05.1956, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Kjötkveðjuhátið braskaranna Hjúskapur. Þann 28. apríl s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- presti, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Hansína Vilhjálmsdóttir og Guðlaugur Guðjónsson frá Stykk- ishólmi. Heimili þeirra er á Urð- arvegi 15. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Helga Hermannsdóttir, verzl- unarmær, og Trausti Sigurlaugs- son, verzlunarmaður, ísafirði. Gunnjóna Jóhannsdóttir, verzl- unarmær, og Jónas Helgason, Hnífsdal. Dóra Guðbjömsdóttir, verzlun- armær, og Sigurvin Jónsson, Bolungavík. Afmæli. Þann 13. þ. m. átti Jónas Tómas- son, tónskáld, 75 ára afmæli. Jónas Tómasson hefir verið bú- settur hér í bænum frá því skömmu eftir s.l. aldamót. Jónas hefir unnið hér merkilegt menningarstarf, sem seint verður metið að verðleikum. Hann hefir verið brautryðjandi í tónlistar- og söngmálum bæjarins. Organleikari í ísafjarðarkirkju hefir hann verið í 45 ár og er það enn. Jónas Tómasson hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum í bæjar- félaginu og rækt þau öll af stakri kostgæfni og samvizkusemi. Jónas var um skeið bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins og á sæti í trúnað- arráði flokksins. Jónas kvæntist árið 1922 önnu Ingvarsdóttur, en hún andaðist 1943. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir em uppkomnir og mestu sæmdarmenn. Guðni M. Bjarnason, trésmiður, varð 75 ára 27. marz s.l. Hann hefir búið hér á ísafirði síðan 1907 og áunnið sér verðugt traust og virðingu samborgara sinna. Ingimundur Ögmundsson, Hlíð- arvegi 12, átti 75 ára afmæli 16. f. m. Hann hefir nú um skeið dvalið á heimili dóttur sinnar í Hafnarfirði. Kristján Halldórsson, bæjar- verkstjóri, átti sextugsafmæli 20. apríl s.l. Kristján er maður vel gefinn og ágætlega menntaður, þótt hann sé ekki langskólagenginn. Hann er einlægur verkalýðssinni og hefir tekið mikinn þátt í störf- um verkalýðssamtakanna og er nú heiðurfélagi Baldurs. Ódrenglleo blaða- mennska. Mánudagsblað kommúnista — Útsýn — er skrifað í Þjóðviljastíl, eins og vænta mátti. Þar skiptast á lágkúrulegar dylgjur og óhróð- ur, alveg sérstaklega um ýmsa Al- þýðuflokksmenn. Þar er mönnum m. a. gert upp orðið, eins og t. d. Gunnlaugi Þórð- arsyni, sem einhvemtíman á að hafa sagt við einhvern, að verka- menn væru svo illa upplýstir, að þeir þurfi að hafa menntaða menn til að hugsa fyrir sig. Slík blaðamennska sem þessi stendur á lægsta þrepi siðmenn- ingarinnar og hæfir kommúnistum vel, enda fann Vesturland bragðið og smjattaði á góðgætinu. Dr. Gunnlaugur er heiðarlegur maður í hvívetna og drengur hinn bezti, þess vegna geta andstæðing- arnir ekkert misjafnt um hann sagt, nema logið sé. Og Isfirðingar munu þegar hafa orðið þess varir, að Gunnlaugur Þórðarson er laus við allan menntamannahroka. Þvert á móti er hann alþýðlegur Nú er Baldur búinn að koma út, en ekki fengu menn þar að sjá svar við getraun þeirri, sem lögð var fyrir Halldór frá Gjögri í síð- asta Skutli. Verðum við því að svara fyrir barnið. Kéttarglæpirn- ir, sem lýst var í tilvitnuninni, voru framdir í Sovét-Rússlandi, og lýsingin á „hinum herfilegustu glæpaverkum" var tekin úr leiðara Þjóðviljans 7. apríl s.l. Hversvegna vill Halldór frá Gjögri ekki kannast við þessa Þjóðviljagrein, munu menn spyrja? Svarið liggur í augum uppi. Hann og kommasellan hérna eru ennþá á Stalínslínunni eins og skáldin Þórbergur Þórðarson og Jóhannes úr Kötlum. Þeir tilbiðja enn þá Stalín eins og guð sinn í bamslegri einfeldni, og gagnvart Flokkur braskaranna, sem kall- ar sig Sjálfstæðisflokk, hélt ný- lega stóra halelújasamkomu í Reykjavík. Var til hennar boðað með eins konar „visit“-kortum, er send voru helztu gæðingum flokksins víðsvegar um land, enda hafði samkoman öllu meira svipmót af veizlufagnaði en þinghaldi, og var svo líka til ætlazt í upphafi. Þetta var með öðrum orðum kjötkveðjuhátíð braskaralýðsins og æfintýramannanna, sem hafa ránfuglinn að skjaldarmerki og reka arðráns- og braskarafyrir- tæki sitt undir nafninu Sjálfstæð- isflokkurinn. Um langt árabil hefur þessi ábyrgðarlausi og gráðugi lýður átt enn ábyrgðarlausari fulltrúa í rík- isstjórn á íslandi. Afleiðingarnar þekkja allir. Flestar fjármálastofnanir þjóð- arinnar hafa verið gerðar að kjöt- kötlum braskara og spákaup- manna. Viðskipta- og fjárhags- kerfið hefur þessi lýður fengið að mergsjúga og eta innanfrá, eins og óseðjandi mauraskari. Og atvinnuvegina hefur afætu- lýðurinn sligað svo gersamlega, að allt rambar nú á barmi hruns og gjaldþrots. Svo taumlaus er græðgi þessarra milliliðabraskara, að þeir hirða bókstaflega allan arðinn af hverri maður og hvers manns hugljúfi. Enda hefur hann kosið að nota menntun sína og starfskrafta í þágu íslenzkrar alþýðu. Er það vissulega meira en sagt verður um marga okkar mennta- menn. honum þekkja þeir aðeins fyrsta boðorðið. Sagt er, að þegar fyrstu „flugufregnir auðvaldsfréttaritar- anna“ tóku að berast um ræðu Krutschovs, og uppljóstranir hans um Stalín, þá hafi kommasellan héma sent miðstjórn flokksins í Reykjavík skorinorða aðvörun þess efnis, að taka þessar fregnir ekki trúanlegar! Hvernig væri nú, að hinn snjalli sálnahirðir sellunnar reyndi að kenna meðlimum hennar fleiri boð- orð? T. d. þessi hérna: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki mann deyða. Gæti það ekki orðið til þess að koma sellunni á rétta línu, ef hún fengi góða tilsögn í þessum boð- orðum, og reyndi að meta Stalín samkvæmt þeim? vinnandi hönd í landinu og meira þó. Þess vegna er nú svo komið fyr ir aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, — sjávarútveginum, að hann getur ekki staðið á eigin fótum, þótt all- ir sjómenn landsins ynnu kaup- laust á hafinu árið um kring. Svona gersamlega láta milliliða- braskarar Sjálfstæðisflokksins greipar sópa um gervallt efnahags- líf þjóðarinnar. En nú hefur hinn mikli Sjálf- stæðisflokkur allt í einu vaknað við vondan draum og komizt að þeirri óumflýjanlegu staðreynd, að ríki hans hefur riðað til falls og verður í rústum eftir kosningar í sumar. Þess vegna rauk hann til að halda hina miklu kjötkveðjuhátíð með pomp og prakt, —• það var ekki seinna vænna. Skálaræður voru þarna margar fluttar og óspart drukkið minni liðinna tíma, þegar allt lék í lyndi við kjötkatlana og Ólafur Thors gekk á milli og klappaði á kollinn á hinum „dugmiklu og víðsýnu athafnamönnum“!! sínum, meðan þeir rökuðu til sín skefjalausum gróða á kostnað alþýðu manna og sjálfstæðis þjóðarinnar. Hins vegar var fátt um fram- tíðina talað. Sjálfur strandkapteinninn, Ólaf- ur Thors, varð hinn versti, ef á hana var minnzt og hafði þá allt á hornum sér. Minni spámennirnir, eins og t. d. Matthías Bjarnason, skildu þessa skapvonzku Ólafs Thors á þann veg, að með henni væri kosn- ingabarátla Sjálfstæðisflokksins hafin og þannig skyldi hún háð að þessu sinni. Þess vegna varð Matthías líka vondur. Ög hann hélt áfram að vera vondur, eftir að hann kom hingað til ísafjarðar. Svoleiðis ætlar hann líka að halda áfram að vera vondur, með- an Sjálfstæðisflokkurinn er í fjör- brotunum fram til kosninga. Með öðrum orðum: Kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins að þessu sinni er geð- vonzka og meiri geðvonzka. Matthías Bjarnason fylgir þess- ari „stefnu“ flokksins mjög mynd- arlega úr hlaði í síðasta tbl. Vest- urlands undir fyrirsögninni „At- kvæðaverzlun rauðuflokkanna“ o. s. frv. Greinarkornið er eintóm geð- vonzka frá upphafi til enda, og hvergi má þar fyrir finna nokk- urn minnsta vonarneista. Þetta er vel af sér vikið svona á fyrsta sprettinum eftir kjöt- kveðjuhátíðina, enda er Matthías eindreginn fylgismaður Ólafs Thors! Getraunaspá BALDURS

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.