Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 1
XXXIV. árgangur. Isafjörður, 18. maí 1956. 8. tölublað. Ihaldið ierir nanðsjnjamðl að kosningamðli. Málefnafátækt og vonleysi um sigur í kosningunum lýsir sér í aðgerðum íhaldsins í togarakaupamálinu Slæm vígstaða Ihaldsins. íhaldið á í vök að verjast fyrir þessar kosningar. Frammistaða þess við stjórn landsmálanna er með þeim hætti, að það lætur sem minnst á sér bera 1 umræðum um þau mál, hleypur nærri því í fel- ur. Þingmaður þess hér í bæ hefir staðið sig svo aumlega, að honum er tæplega leyft að sýna sig á flokkssamkomum, sbr. það að á fyrsta fundi flokksfélaga íhalds- ins, eftir að þingmaðurinn kom heim af Alþingi, var Matthías Bjarnason auglýstur framsögu- maður um stjórnmálaviðhorfið. Og enginn fyrirsvarsmaður íhaldsins hefir mætt á þeim al- mennu umræðufundum, sem hér hafa verið haldnir að undanförnu. Ástæðan? Hún er auðvitað sú, að það er erfitt að verja lélegan mál- stað. Þessvegna er flúið frá um- ræðum um málefnin, en síðustu dagana fyrir kosningar verða haldnir hinir frægu skemmtifundir með Baldri og Konna. Leitað að kosningamálum. Ekki þykir þó tjóa, að leggja svona berskjaldaður út í bardag- ann, og hér á ísafirði hefir verið unnið að því dag og nótt að undan- íörnu, að búa til kosningamál fyrir Kjartan J. Jóhannsson, sem lík- leg væru til þess að forða honum frá því mikla atkvæðahruni, sem vissulega býður hans, ef hann og flokkur hans eru metnir að verð- leikum. Fyrir valinu, sem aðal kosningamálið, hefir orðið togara- kaupamálið, sem vel flestir bæjar- búar munu hafa áhuga á, þar sem nýr togari í bæinn mundi stuðla verulega að auknu atvinnuöryggi bæjarbúa. Hvað sannar, að af hálfu íhalds- ins sé þetta fyrst og fremst kosn- ingamál, munu menn spyrja? Er ekki áhugi þeirra fyrir sjálfu mál- inu jafn einlægur og áhugi ann- arra bæjarbúa? Þessu skal nú svarað. í fyrsta lagi er þess- að geta, að ríkisstjórn sú, sem nú situr við völd í landinu, nýtur ekki stuðn- ings meirihluta þingsins, og situr aðeins sem bráðabirgðastjórn fram yfir kosningar, samkvæmt beiðni forsetans. Slík stjórn tekur engar meiriháttar ákvarðanir eins og þær, að láta ríkið ábyrgjast, eða lána 10—12 milljónir króna til togarakaupa. Afgreiðsa á málinu fæst þess vegna ekki fyr en eftir kosningar, hjá þeirri ríkisstjóm, sem þá tekur við. Var þannig eng- in ástæða til að hraða stofnun tog- arakaupafélagsins, eins og íhaldið gerði, og skýrt verður frá hér á eftir, því ekkert raunhæft er hægt að aðhafast í togarakaupamálinu, án fyrirgreiðslu ríkisins. Þess vegna er það, að hafði málefnaleg- ur áhugi eingöngu verið látinn ráða, og áhugi fyrir því að sameina sem flesta aðila um togarakaup- in, þá var rétti tíminn til félags- stofnunarinnar strax að afstöðn- um kosningum, en ekki rétt fyrir kosningar. Þá var rétta leiðin í málinu sú, að láta togarakaupa- nefnd bæjarstjórnar undirbúa mál- ið, m. a. með því að koma umsókn um togarakaupin á framfæri við ríkisstjórnina, og með því að afla upplýsinga um hentuga gerð af skipi, verð og annað í sambandi við byggingu þess. Þannig vildi meirihluti bæjar- stjórnar fara að, en ihaldið hafn- aði þessari leið, af því að því lá meira á að fá þetta mál sem bit- bein í kosningunum, heldur en að fá togarann í bæinn. Er þá komið að öðru atriðinu, sem sýnir, svo að ekki verður um villst, að málið á að nota fyrst og fremst til þess að forða falli Kjart- ans, en það er stofnun Hafrafells h.f., og með hverjum hætti hún fór fram. Enginn vilji á að skapa einingu um málið. Meirihluti bæjarstjórnar hefir fyrir löngu gert sér ljóst, að nauð- synlegt væri að tryggja hrað- frystihúsunum í bænum meira hrá- efni, og þá einkum Ishúsfélagi Is- firðinga h.f., sem bærinn á, og nú hefir verið stórlega endurbætt. S.l. ár fóru fram eftirgrennslanir um togarakaup á vegum Ishúsfé- lagsins, þótt ekki bæru þær árang- ur, og var þá aðallega athugað um kaup á þeim togurum, sem til sölu voru innanlands. I framhaldi af þessari viðleitni var svo samþykkt í s.l. mánuði í bæjarstjórn, að leggja fyrir ríkisstjórnina umsókn um togara, og nú hefir meirihluti bæjarstjórnar ákveðið að nefnd skuli kosin til að fylgja þessu máli eftir. Hjá íhaldinu skeður það í þessu máli, að haldinn er laumufundur í s.l. mánuði með fulltrúum ís- firðings h.f., Hraðfrystihúsinu Norðurtangi h.f. og Hraðfrystihús- inu h.f. í Hnífsdal. Ekki var minni- hlutanum í stjórn Isfirðings h.f. gert aðvart um þennan fund, og ekki var fulltrúi frá íshúsfélaginu boðaður á hann í upphafi. Seinna var formaður stjórnar íshúsfélags- ins boðaður á þessa ráðstefnu, og I síðasta tbl. Skutuls var lítil- iega minnst á þá ógæfu ísafjarðar að hafa átt þann fultrúa á Alþingi, Kjartan Jóhannsson, sem ekki hef- ir þar komið fram einu né öðru hagsmunamáli ' bæjarins, — og sýnt þar svo einstætt áhrifa- og áhugaleysi, að hafa ekki gert minnstu tilraun til slíks, t. d. með því að flytja frv. til úrlausnar þeim margvíslegu vandamálum, sem kjördæmi hans á við að etja. Slíkur þingmannsferill mun vera einsdæmi og er það ísfirðingum ekki aðeins til skaða að eiga svo atkvæðalítinn fulltrúa á þessum mikilsverða vettvangi, heldur bein niðurlæging, og þá ekki sízt, þeg- ar þess er gætt, að þetta þingsæti hafa lengst af skipað landskunnir athafna- og áhrifamenn. Þess vegna munu ísfirðingar hugleiða það alvarlega áður en þeir ganga að kjörborðinu 24. júní í sumar hvort þingmennska Kjart- ans hefir verið í samræmi við þau fyrirheit, loforð og vonir, sem gef- in voru fyrir síðustu kosningar, og hvort uppskeran af starfi hans var hann síðan, ásamt Ásberg Sig- urðssyni og Ingólfi Árnasyni kos- inn 1 nefnd til þess að undirbúa stofnun togarafélags. Stjórn Is- húsfélagsins samþykkti þátttöku í væntanlegu félagi, að því tilskyldu, að samkomulag næðist um stofn- un félagsins, og unnt reyndist að útvega fé til að inna af hendi hlutafjárframlag að upphæð 200 þús. kr. Á undirbúningsstigi lagði svo fulltrúi íshúsfélagsins til, að Kaupfélagi Isfirðinga yrði boðin þátttaka í félaginu, en íhaldið felldi þá tillögu, og notaði til þess atkvæði Hnífsdælinga. Undirbún- ingi félagsstofnunar var samt haldið áfram, og erindi sent bæj- arstjórn um 200 þús. kr. hluta- f járframlag og jafnframt tilkynnt, að Eyrarhreppi yrði boðið að leggja fram kr. 70 þúsund. Ekki voru drög að samþykktum félags- ins, sem þá höfðu verið samin, Framhald á 2. síðu. í þingsölunum sé sú, sem við var búizt. Ennfremur munu ísfirzkir kjós- endur gera það upp við sig, hvort hagsmunir þeirra og bæjarins megi lengur við því, að slíkur fulltrúi fari með umboð þeirra á alþingi, og hvort það sé ekki of dýru verði keypt fyrir bæinn, að senda hann aftur til þings. Þeir, sem létu ginna sig til'þess að kjósa Kjartan Jóhannsson í kosningunum 1953 eru nú biturri reynzlu og miklum vonbrigðum ríkari en áður. Þeir vita sem sé, að þrátt fyrir mjög sterka aðstöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórn lands ins, hefir hann ekki komið í fram- kvæmd einu einasta hagsmunamáli bæjarfélagsins, og ekki einu sinni gert tilraun til þess. Ávinningur kjósenda hans er því sá einn, að hafa valið fulltrúa, sem reynzt hefir kjördæmi sínu gagnslaus, svo ekki sé meira sagt, en aftur á móti verið handhægt atkvæði íhaldsins gegn aðkallandi nauð- synjamálum alþýðunnar á íslandi, Framhald á 4. síðu. Léttvægur fundinn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.