Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 um nýjan togara í bæinn til öflun- ar hráefnis fyrir fiskvinnslustöðv- ar. Frestað yrði ákvörðun um framlag væntanlegs hlutafélags, þar til nefndin hefir kannað undir- tektir ríkisstjórnarinnar, og þess jafnframt farið á leit við undir- búningsnefndina að stofnun fé- lagsins, að stofnfundi verði frest- að, þar til svör ríkisstjórnarinnar liggja fyrir. Með þessu vildu fulltrúar meiri- hlutans fá tækifæri til þess að ræða í góðu tómi við undirbún- ingsnefndina um þær breytingar í samþykktunum, sem nefndin sjálf viðurkenndi að þörf væri á, sbr. bókunina, en því var nú ekki að heilsa, að svo sjálfsögðum hlut fengist framgegnt. Þegar á þessum fundi lagði Matthías Bjarnason til, að án frekari athugunar, yrði lagt fram umbeðið hlutafé, og daginn eftir var svo félagið stofnað með pomp og prakt, án þátttöku bæj- arins og Ishúsfélagsins, sem vildi veita frest þann, er fultrúar meiri- hluta bæjarstjórnar fóru fram á, og hafði heldur ekki á reiðum höndum hlutafjárframlagið. Fellt var að stofnfundinum að veita frestinn, m. a. með atkvæðum Hnífsdælinganna Einars Steindórs- sonar, Ingimars Finnbjörnssonar og Helga Björnssonar. — Stjórn Hafrafells h.f. er svo þannig skip- uð: Matthías Bjarnason, formaður, Ingólfur Árnason, Einar Stein- dórsson, Þórður Sigurðsson og Eggert Halldórsson. Á stofnfundinum voru svo gerð- ar þær breytingar einar á sam- þykktum félagsins, sem íhaldinu sjálfu þóknaðist, í stað þess að leita samkomulags um þær við meirihluta bæjarstjórnar, og eftir þessa málsmeðferð eru svo enn á ný ítrekuð' tilmæli um 200 þús. kr. framlag bæjarins, sem þá er ætlað að vera gjörsamlega áhrifalausum aðila í félaginu. Þessi félagsstofnun breytir í engu ákvörðunum meirihluta bæj- arstjórnar um þá meðferð málsins, sem fram kemur í tillögu bæjar- ráðsmannanna Birgis og Bjarna í bæjarráði 10. þ. m. Meirihlutinn telur það rétta málsmeðferð, og mun framfylgja þeirri skoðun, hvernig sem íhaldið lætur. En félagsstofnunin og aðferðin við hana sýnir einnig, að fyrir íhald- inu vakir ekki það fyrst og fremst, að leysa togarakaupamálið farsæl- lega í samstarfi við aðra, heldur er þeim meira í mun að nota það i pólitísku brölti fyrir þingkosn- ingarnar, og er stofnun Hafrafells h.f. þannig hliðstæð því, þegar stofnað var h.f. Mar, sem keypti atkvæðaskipið Islending fyrir Kjartan, sællar minningar og Norðurhöf h.f., sem keypti Arnar- nesið. Ilræðsla við dóm kjósendanna. Fleira ber þarna einnig til. Ihaldið er nú tekið að óttast al- varlega dóm kjósendanna 24. júní n. k. Lýsir þessi ótti sér t. d. í því, að ráðherrar þeirra keppast nú við að ráðstafa öllum lausum stöðum til gæðinga sinna, og láta meðal annars kunna og velmetna embættismenn standa upp um ald- ur fram úr stöðum, til þess að geta notað þetta síðasta tækifæri til að ráðstafa þeim. Samskonar ótti lýs- ir sér einnig í aðgerðum íhaldsins hér í togarakaupamálinu. Það veit sem er, að eftir kosningar verður það ekki íhaldið sem ræður slík- um málum til lykta í ríkisstjóm- inni, og meðfram þess vegna er allur bægslagangurinn hafinn nú, ef vera kynni að þeim auðnaðist að tryggja sér einhverja fótfestu til áhrifa að kosningum afstöðn- um, sbr. það, að í nýja togarafé- laginu eiga þeir einir að ráða öllu. En þessi fjörbrot munu ekki duga til þess að hræra ísfirzka al- þýðu til meðaumkvunar með íhald- inu. Þann 24. júní rennur upp nýtt tímabil í íslenzkum stjórnmálum, og endir þessa máls, sem nú hefir verið rakið, mun verða sá, að það kemur í hlut Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins að leiða það til farsælla lykta í ríkisstjórn og bæjarstjórn. Aðaltnndnr togarafélagsins ísfirðingur h.f. verður haldinn í Skátaheimilinu fimmtudaginn 31. maí 1956 kl. 8,30 e. h. 1. 3. 4. 5. 6. D A G S K R Á : Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári. Reikningar félagsins fyrir árið 1955, ásamt athugasemdum endurskoðenda, lagðir fram til úrskurðar. Kosning tveggja manna í stjórn félagsins og jafn margra til vara. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnar og endurskoðenda. Önnur mál. STJÓKNIN. RiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiNiiiininiimiiRiiiiiniiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiHiHiHiiiiiiiiiiMiHiuitiiNiiiiiiiHiHiiiiiiiiiiniitiiiiM ( Góð ferminaargjSf er vandaður sjálfblekungur j | Höfum mikið úrval af | | PARKER | PELIKAN og SHEAFFERS pennum. = | Ritum nafn eiganda á pennann, sé þess óskað. 1 I , iSSi' i I . ©©SyXW.lKSMM I S J O A S A R I O MAS S ONAR | 4IIIIIIIIIIIIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIUIIII llllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIHIIIIII III11111111111111111111111111111111111111111111111 IH llllll IIIIII lill IIIHIMIIIIIIINIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIUIHIII IHIIIIIIIIIIIIIfllltlUIHIUIIIIIIIItlilllllllltt 111111111111111111111111111111111III | | { Húselgnin Silfurgata 14 j | er til sölu til niðurrifs og brottflutnings. Tilboða er óskað og 1 | ber að skila þeim til undirritaðs fyrir 1. júní. Tilboð merkist: | I Silfurgata 14. Brottflutningi skal vera lokið 30. júní n.k. fi “ 1 • = 1 Isafirði, 11. maí 1956. ■ “ i - = = BÆJARSTJÖRI. i £ - llll III ■111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIKHHIII1111111111111111III lllllllll III111 lllllllll IIIIIIIUIIIIIIII llllllllll IIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIUItlltlllllllttlHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIR Þýzkar ferðarltvélar fyrirliggjandi: KOLIBRl kr. 1245,00 ERIKA kr. 1420,00 RHEINMETALL kr. 1670,00 Getum útvegað með stuttum fyrirvara Rheinmetall skrifstofu- vélar og samlagningavélar. I JOKAK <T7Tt 1TÍ||^ TÓ MAS S O MAR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillillllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllilllllllllilllllllllllll A ð v ö r u n til verkafólks á ísafirði. í 13. grein í kaupgjaldssamningi Verkalýðsfélagsins Baldurs við atvinnudekendur, segir svo: „Félagsmenn í viðkomandi verkalýðsfélagi gangi fyrir allri vinnu, þar næst hafa vinnurétt aðrir, sem sanna fyrir verkstjóra og trúnaðarmanni félagsins, félagsréttindi sín í stéttarfélagi inn- an A. S. V. eða A. S. 1., með félagsskírteini yfirstandandi árs.“ Samkvæmt þessu skulu meðlimir Baldurs ganga fyrir allri vinnu á félagssvæðinu. Þar sem ítrekaðar kvartanir hafa borizt til trúnaðarmanna fé- lagsins þess efnis, að eftir tilgreindu ákvæði samningsins sé ekki farið, skal þeim, sem vilja tryggja sér forgangsrétt til vinnu á félagssvæði Baldurs, bent á að afla sér réttinda í félaginu sem fyrst. ísafirði, 16. maí 1956. Verkalýðsfélaglð BALDUR. Frá Bókasatni tsafjarðar. Bókasafnið hefur aftur verið opnað til út- láns, eftir það hlé, sem varð vegna viðgerða. Safnið verður opið á venjulegum tímum til 30. maí n. k., en þá eiga allir sem bækur hafa að láni frá safninu, að vera búnir að skila þeim. Þeir notendur, sem bækur þarf að sækja til, greiði 5 króna heiinsóknargjald af hverri bók. BÓKAVÖRÐUR.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.