Skutull

Árgangur

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 1
XXXIV. árgangur. ísafjörður, 25. maí 1956. 9. tölublað. Baldnrsf élagar! Athugið að ný kaup- gjaldsskrá kemur út 1. júní n.k. V.l.f. BALDUR. Afrekaskrá athafnaleysisins Hræddur flokkur oo gedvondur Síðasta Vesturland ber þess glögg merki, að íhaldsforingjarn- ir eru hræddir við það að ódugn- aður þingmannsins verði þeim þungur í skauti, og að þeim svíð- ur sárt undan ádeilum Skutuls í þeim efnum Ásberg Sigurðsson er látinn svara fyrir þingmanninn, en jafn- vel silkitunga hans og málaflækj- ur lögfræðingsins megna ekki að breiða yfir hinn athafna- og svip- lausa þingmannsferil Kjartans Jó- hannssonar. Vilji Ásbergs til þess að hylja þetta eymdarástand hefir borið gáfur hans og vináttu til þing- mannsins ofurliði, því hann gleymir þeim sannindum, að oflof er bitrasta háð, en sízt vildi Á. S. verða til þess að spotta hlutaðeig- andi. Ásberg ræðir um „markvissa baráttu" Kjartans fyrir málefn- um Isafjarðar og gerir grein fyrir henni í löngu máli. Hér hefðu öll orð verið óþörf, ef unnt liefði verið að láta vcrkin tala, en mælgi hins löglærða manns, mun hrökkva skammt til þess að telja Isfirðing- um trú um dugnað og athafnir Kjartans Jóhannssonar, þar sem hvorugt er fyrir hendi. í „afrekaskrá“ þeirri, sem Ás- berg birtir, sést að nafn K. J. hef- ir staðið á 4 lagafrumvörpum og 3 þingsályktunartillögum. Þar af eru 5 málin almenns efnis, en 2 snerta að nokkru ísfirzka hags- muni, þótt þar sé sízt um aðkall- andi atvinnu- og hagsmunamál Is- firðinga að ræða. En Ásberg SigurÖsson hefir sjálfsagt ,,gleymt“ að geta þess, að ekkert af nefndum málum flutti K. J. sjálfstætt, — nokkrir flokks- menn hans, sem vildu sjálfsagt rífa hann dálítið upp úr móki at- hafnaleysisins, lofuðu honum sem sé að gerast meðflutningsmann að þessum sýndartillögum, sem alltaf eru bornar fram af íhaldinu þegar fer að líða að kosningum. Og einu afskipti K. J. af þessum málum hafa verið þau, að nafn hans hefir staðið á frumv. ásamt nöfnum nokkra annara íhaldsþingmanna. Um þau tvö mál, sem snerta ís- firzk efni, gegnir sama máli, þar stóð hann d skugga og undir vernd Sigurðar Bjarnasonar, sem sjálf- sagt vildi líka reyna dálítið að hressa upp á þennan samherja sinn, þótt sú fyrirhöfn svaraði ekki kostnaði. Og þótt ekki sé hægt að neita því, að það sé hagræði, sérstak- lega fyrir ákveðnar stéttir manna hér í bænum, að fá máske ein- hverntíman á næstu árum sjálf- virkan síma, sem opinn er allan sólarhringinn, þá eru það allt önn- ur mál, sem alþýðan í bænum, sem býr við öryggisleysi um at- vinnu og óviss lífskilyrði, óskar eftir að leyst verði af ríkisvaldinu. Fólkið, sem kaus Kjartan Jó- hannsson, vænti mikils af þing- mennsku hans, enda var því mörgu og miklu lofað. Það hefir orðið Framhald á 2. síðu. „Stóri flokkurinn1 með kosn- ingastefnuskrá geðvonzkunnar fær nú með degi hverjum verri og kvalafyllri köst. Þessi höfuðskepna hefur aldrei á öllum hérvistardögum sínum lið- ið aðrar eins þjáningar. Aðra stundina titrar hún öll frá hvirfli til ilja af óumræðilegri geð- vonzku, sem í einni svipan snýst svo upp í ofsalega hræðsluköldu. Jarðskjálftamælir íhaldsins, sem staðsettur er í Holstein, sýn- ir það látlaust svart á hvítu, að skjálftinn eigi upptök sín í brask- araklíkunni, það er í innsta kjarna flokksins, þeim hlutanum, sem öllu ræður, allt þykist mega og allt vill eiga, — líka sál og sannfæringu íslenzkra kjósenda. Svona hefur „stóri flokkurinn“ aldrei verið hræddur, og hann hef- ur heldur aldrei verið svona geð-' vondur. Hann er svona ógurlega hræddur við Hræðslubandalagið, — kosn- ingasamtök Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Hann er svona geðvondur af þeirri ástæðu, að þessir tveir lýð- ræðissinnuðu vinstri flokkar hafa myndað svo öflugt bandalag í þess- um kosningum, að sjálft íhaldið með alla peningana, áróðurshafur- taskið og trúðana er þegar heima- skilsmát í upphafi kosningabar- dagans. íhaldið sér nú fram á það, áð alþýðufólkið til sjávar og sveita hefur loks í fullri alvöru bundizt seuntökum um það að reka brask- arastóðið úr túninu, — þennan gráðuga afætulýð, sem nú hefur rótnagað efnahagslíf þjóðarinnar og eftir skilið landsins börnum sviðið flag fjármálaspillingar og arðráns. Nýr matseðill. En braskaraklíka Sjálfstæðis- flokksins, sem nú þjáist af ofáti, yfirgangi og frekju í viðbót við hræðsluna og geðvonzkuna, ætti bara að taka sínum refsidómi með ró og stillingu og hugga sig við það, að engir þessarra sjúkdóma eru ólæknandi. Braskararnir þurfa fyrst og fremst breytt mataræði, — það er allt og sumt. Þeir þurfa að læra að borða eins og heiðarlegt og sið- að fólk, — hvorki meira né minna. Láta sér nægja að sitja til borðs með heiðarlegu fólki, borða þar sömu réttina og aðrir, vera kurt- eisir og tillitsamir, en leggja hins vegar niður þann ósið að stelast í búrið og háma þar í sig allt, sem tönn á festir, svo að ekkert sé eft- ir, þegar bera skal á borð fyrir fólkið. Ef braskaralýður „stóra flokks- ins“ vill þannig reyna að breyta Framhald á 2. síðu. Staðreyndirnar tala Hannibal hefir oftar en einu sinni þrætt fyrir það, að hann haf lýst því yfir á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins á s.l. hausti, að hann mundi hlíta þeirri stjórnmálasamþykkt, sem þar yrði gerð. Eftirfarandi tilvitnun, sem tekin er orðrétt úr fundargerð flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins sannar ótvírætt, hvað satt og rétt er í máli þessu. Þar segir svo: Fundur 13. nóvember 1956. „Hannibal Valdimarsson ítrekaði fyrri ummæli sín um, að liann teldi eiga að stefna að samstarfi allra íhaldsandstæð- inga. Hins vegar kvaðst liann vilja taka skýrt fram, að hann mundi lilita og vinna að framgangi þeirrar stjórn- málasamþykktar, sem flokksstjórnarfundurinn mundi samþykkja.“ Þessi bókun var gerð í samráði við H. V. sjálfan. Fundargerð- in var síðan lesin upp í byrjun næsta fundar og samþykkt at- hugasemdalaust. Einnig má í þessu sambandi geta þess, að tillaga sú, sem sam- þykkt var á flokksstjórnarfundinum varðandi mál Hannibals hófst á þessum orðum: „Með skírskotun til yfirlýsingar Hannibals Valdimars- sonar á flokksstjórnarfundi 13. þ. m., er hann lofaði að íylgja fram stjórnmálaályktun fundarins.....“ Ályktunin var birt í Alþýðublaðinu á sínum tíma og hefir H. V. aldrei ger-t neina athugasemd við hana, enda túlkaði hann ályktunina sem persónulegan sigur fyrir sig Af framangreindum upplýsingum er það augljóst og fullsann- að, að H. V. hefir hlaupizt frá yfirlýsingu og samþykkt þeirri, sem hann gerði af fúsum og frjálsum vilja 13. nóv. s.l. og á móti því getur hann alls ekki mælt þótt hann feginn vildi.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.