Skutull

Árgangur

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 2
2 SKUTULL r SKUTULL Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðitakaupstað, lsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, ísaf. — Simi 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergölu 3. IsalirTíi. Sameiflinleflir haosmunir Hér á ísafirði eins og raunar í öllum öðrum kjördæmum landsins stendur kosningabaráttan ein- göngu á milli íhaldsins og kosn- ingabandalags umbótaflokkanna. Þáttur kommúnistanna og Þjóð- varnar í þeim átökum er sá einn, að vera varalið og lífvörður íhalds- ins, og þess vegna alþýðunni hættulegri óvinir. ísfirzka íhaldið stendur nú höll- um fæti í kosningunum. Því veld- ur æðimargt. Má þar til nefna lán- lausa þjóðmálaforustu Sjálfstæð- isflokksins á undangengnum árum, en fyrst og fremst hinn einstæði ódugnaður og framtaksleysi Kjart- ans Jóhannssonar á Alþingi, sem hefir svipt hann öllu persónufylgi og valdið óánægju og vonleysi sem nær inn í innstu raðir flokksmanna hans í bænum, sem fegnir hefðu viljað bjóða vænlegri mann fram, en þorðu ekki að losa sig við Kjartan af skiljanlegum ástæðum, þótt ærin ástæða væri til þess að veita honum hvíldina. Ihaldið vonar, að Alþýðubanda- lagið verði bjarghringur Kjartans í kosningunum, þ. e., að hann fljóti inn í salarkynni Alþingis sökum þess, að ísfirzk alþýða láti rækt- arsemi og tryggð sína við ákveð- inn mann ráða meiru um afstöðu sína en málefnið sjálft. Þegar þess er gætt, að íhaldið býst við þessum liðsauka úr hópi þeirra alþýðumanna, sem marg- ir hverjir hafa barizt gegn íhald- inu og kommúnistum alla ævi sína, þá er það fullvíst að þessi óskadraumur íhaldsins mun ekki rætast, því þótt takizt að villa um fyrir slíkum mönnum um sinn, þá átta þeir sig áður en það er um seinan, þ. e. áður en þeir eru búnir að leggja íhaldinu lið með atkvæði sínu. Isfirzk alþýða veit og skilur, að það er ekki hægt að vinna gegn íhaldinu með því að gerast bandamenn þess og vopnabræður, heldur aðeins með því að efla þau samtök alþýðunnar, sem íhaldið óttast og hatar. ísfirðingar vita það líka, að hver íhaldsþingmaður, sem fellur hverfur af Alþingi, og að íhaldið kemur ekkert til með að fá neinn uppbótarmann þótt það tapi 4—5 þingmönnum. I staðinn fyrir hvern íhaldsþingmann, sem fellur, kem- ur því þingmaður úr röðum vinstri flokkanna. Þess vegna er það í raun og veru sameiginlegt hags- muna- og áhugcimád allra vinstri flokkanna að fella Kjartan Jó- hannsson frá þingmennsku. Verði Kjartan kjörinn þingmaður Is- firðinga, getur kjör hans þýtt það, að ekki verði unnt að mynda hina langþráðu vinstri stjórn, því svo glöggt geta málin vissulega stað- ið eftir kosningamar. Falli Kjartan aftur á móti fyr- ir dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, þá er einum ihaldsþingmanni færra á Alþingi, þingstyrkur Alþýðu- flokksins verður þó sá sami, því annars hefði flokkurinn fengið einum uppbótarþingmanni fleira, en I stað Kjartans Jóhannssonar kemur þá að öllum líkindum upp- bótarþingmaður frá Alþýðu- bandalaginu. Ef kjósendur Alþýðubanda- lagsins hér í bæ, verða til þess að fleyta Kjartani inn á Alþingi þá eru þeir þar með að öllum lík- indum að sparka einum uppbót- arþingmanni Alþýðubandalagsins út úr þinginu. Á framansögðu er ljóst, að hagsmunir og metnaður allra vinstri manna em þeir, að Kjartan Jóhannsson falli fyrir dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, því fall hans er ómótmælanlegur ávinn- ingur allra vinstri flokkanna. Þess vegna er það skylda allra hugsandi vinstri manna að stuðla að falli Kjartans með því að kjósa dr. Gunnlaug Þórðarson. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins og stuðningsmanna dr. Gunnlaugs Þórðarson- ar er í húsi Kaupfélagsins, Austurvegi 2, efstu hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 á há- degi og frá kl. l’/>—7 og kl. 8y2—10 s.d. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Hafið náið samband við skrifstofuna og gefið upplýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördag, svo og um annað, sem að gagni má koma. KOSNIN GANEFNDIN. Frá Barnaverndarfélafli tsafjarðar Ef næg þátttaka fæst, hefur Barnaverndarfélagið ákveðið að reka dagheimili fyrir böm á aldr- inum 3 til 7 ára um þriggja mán- aða tíma í sumar. Heimilið verður í barnaskóla Skutulsfjarðar og verða börnin flutt þangað á morgnana og skil- að í bæinn á kvöldin. Dvalartíminn verður alla virka daga frá kl. 9 á morgnana tii kl. 6 s.d. og verður bömunum séð fyrir mat, drykk og annari að- hlynningu, einnig verður þeirra gætt utan húss. Þau börn ganga fyrir, sem sækja um dvöl allan tímann eða mest af honum. Dvalargjald verður kr. 350,00 á mánuði fyrir hvert bam, eða 20,00 á dag, ef um stuttan tíma er að ræða. Margrét Bjarnadóttir, Hlíðar- vegi 3, veitir heimilinu forstöðu og tekur hún á móti umsóknum — sími 283 — eða Una Thoroddsen — sími 316. Æskilegt er að umsóknir berist sem fyrst. Barnaverndarfél. ísafjaröar. Afrekaskrá .... Framhald af 1. síðu. fyrir miklum vonbrigðum, því öll fyrirheitin hafa brugðizt hrapa- lega. Þetta vonsvikna fólk, sem vænti hagstæðari tíma ef K. J. næði kosningu, lætur sér ekki nægja Vesturlandssannleik um ímyndaðar athafnir þingmannsins. Það óskar aðeins eftir sýnilegum árangri af starfi hans, árangri, sem gerir því lífsbaráttuna í þessu bæjarfélagi auðveldari viðfangs. Sá árangur á að koma fram í auk- inni atvinnu, í traustara atvinnu- og efnahagslífi bæjarfélagsins, en ekki í einskisnýtum sýndartillög- um atvinnustjórnmálanna, sem vita sig á ný þurfa að sækjast eft- ir atkvæðum þeirrar alþýðu, sem þeir hafa alltaf svikið, og muna aldrei eftir fyrr en kemur að kosn- ingum. Ásberg Sigurðssyni skal bent á það í allri vinsemd, að þótt Drottni hafi tekizt á sínum tíma að skapa jörðina úr engu, þá er það ofvaxið getu Ásbergs að skapa eitthvað úr engu, þess vegna getur hann aldrei skapað afrekasögu úr þing- mannsferli Kjartans, því þar er frá engu að segja nema eymdinni. KvenarmbandsAr hefur fundizt í Sundhöllinni. Réttur eigandi vitji þess til Gísla Kristjánssonar. Dr beimaböflum Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum Þórdís Þorleifsdóttir, Isafirði, og Héðinn Kristinsson, Hnífsdal. Ennfremur Lára Samúelsdóttir, Bjargi, Isafirði, og Stefán Þórar- insson, Laugarvatni. Hjónaeíni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Þorleif Skarphéðinsdóttir, Kirkjubóli, Skutulsfirði og Kon- ráð Jakobsson, skrifstofumaður, Hraunprýði. Soffía Skarphéðinsdóttir, Kirkju- bóli og Gísli Jónsson, Seljalands- veg 46. Þórdís Tryggvadóttir, Akureyri og Guðmundur Ketilsson, Aðal- stræti 10. Elísabet Guðmundsdóttir, Felli, Norðurfirði, Strandasýslu og Marías Björnsson, Tangagötu 10. Herdís Gissursdóttir, Súgandaf., og Júlíus Arnórsson, Smiðjug. 1. Enika Kristjánsdóttir, Skálavík og Pétur Ingvarsson, Stakkanesi. ísíirðingar sigursælir. Knattspyrnulið úr Hafnarfirði, sem hinn kunni knattspyrnumaður Albert Guðmundsson hefir þjálf- að að undanförnu, háði hér í bæn- um yfir hvítasunnuna tvo kapp- leiki við ísfirðinga, en bæði liðin keppa í II. deild. Fyrri leiknum lauk með jafn- tefli 1:1, en seinni 'leiknum lauk með glæsilegum sigri ísfirðinga, 5:1 og mega ísfirzkir knattspymu- menn sannarlega vera hreyknir af þessum prýðilega árangri, sem spáir góðu um gengi þeirra á knattspyrnuvellinum í sumar. Hræddur flokkur . . . Framhald af 1. síðu. um mataræði og borðsiði, mun heilsan strax fara batnandi og verða því lík, sem hún er hjá heið- arlegu og siðuðu fólki. Það kann að taka sinn tíma að venja sig við svo breytta lifnað- arhætti. En það mun vissulega takast. Alþýðan til sjávar og sveita, sem nú fylkir sér um bandalag Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins, semur hinn nýja matseðil með mikilli ánægju við kjörborðið þann 24. júní í sumar. Að afstöðnum kosningum verður svo þessari samstilltu og sigri hrósandi alþýðu ekkert að van- búnaði. Hún mun þá strax byrja að kenna yfirtroðsluseggjunum átið. Ekkert að óttast, herrar mínir, — framundan eru bara borðsiðir og matseðill heiðarlegs alþýðu- fólks. Gerið þið svo vel! I

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.