Skutull

Árgangur

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 25.05.1956, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Flóttabandalagsf undur: Hulduflokkur komniúnlsta verðnr sterkasta Ihaldshækjan f alþingiskosninounum Eitt rekur sig á annars horn. Flóttabandalag Hannibals og kommanna hélt almennan stjórn- málafund í Alþýðuhúsinu á fimmtudaginn var og voru fram- sögumenn þess Hannibal, Guðgeir Jónsson, Sólveig ólafsdóttir og Karl Guðjónsson. Þeir Hannibal og Guðgeir streittust við það að þvo kommalitinn af Guðgeiri, en með litlum árangri, því Guðgeir varð sjálfur að játa, að hann hefði tvisvar verið á lista fyrir komm- ana, eftir að hann sagði sig úr Al- þýðuflokknum fyrir 8 árum, og einnig, að hann hefði setið af náð kommanna í trúnaðarstörfum í A. S. í. mörg ár þar áður. Einn fundarmanna orðaði þetta svo, að kommarnir hefðu fyrst fengið sér smábita af Guðgeiri, en síðar gleypt hann í heilu lagi. Ekki bætti það úr skák, þegar Hannibal tók til við hreingerning- una, því hann vitnaði rækilega gegn sjálfum sér. Guðgeir hefir aldrei verið kommi, sagði Hanni- bal núna, en þegar Guðgeir var gjaldkeri A. S. I. 1948, þá sagði sami Hannibal á þessa leið: „Fyrir lítið eða ekkert starf fyr- ir verkalýðsfélögin á Vestfjörðum hefir A. S. í. hirt % af skatti fé- laganna. Alkunna er að fé þessu hefir síðan verið varið til komm- únistisks áróðurs. — Nú þykir kommúnistaforsprökkunum þetta ekki nóg. Nú vilja þeir fá allan skatt vestfirzku félaganna til sinnar flokksútbreiðslu.“ (H. V. í Skutli 18. júní 1948). Þannig lýsti Hannibal Guðgeiri og félögum hans þá, og bætti því við, að fyrir tiltækið mundu þeir ganga úr augnaköllunum. Nú á þessi sami Guðgeir að vera sann- ari og betri Alþýðuflokksmaður en jafnvel H. V. sjálfur var á þeim tíma, því nú segir Hannibal að skrif hans í Skutli frá 1948 séu gömul og marklaus! Guðgeir lýsti yfir því, að hann hefði sagt sig hreinlega og hávaða- laust úr Alþýðuflokknum, og gaf þannig tilefni til þess, að fundar- menn bæru saman viðskilnað hans og Hannibals við Alþýðuflokkinn, sem hvorki hefir gengið hreinlega fyrir sig né hávaðalaust af hendi H. V. Hefir Guðgeir, hvað þetta snertir, komið betur fram en Hannibal, enda átti þessi góðlát- legi öldungur í mestu vandræðum með að spila sig Alþýðuflokks- mann frammi fyrir Isfirðingum. Fundarmenn minntust þess, að á fyrri fundi flóttabandalagsins lýsti Hannibal því af miklum móði, að aðalhlutverk Alþýðubandalags- ins í íslenzkum stjómmálum væri það að gera þingmenn kommúnista „virka“ og koma þeim inn í vinstri stjórn eftir kosningar. Hamraði hann á því hvað eftir annað, að engin vinstri stjóm yrði mynduð án þeirra. Nú tóku menn eftir því, að Hannibal minntist ekki á þetta einu orði, en aftur á móti lét línukomminn, Karl Guð- jónsson, svo um mælt, að eftir kosningar yrðu Sósíalistar og Sjálfstæðismenn í stjórnarand- stöðu með allan þann skara af kjósendum að baki sér, sem þess- um tveim flokkum mundi fylgja. Hjálparkokkur hlýtur viðurkenningu. Þessi sameiginlega stjórnarand- staða íhalds og komma, sem Hannibal blessar nú með þögninni, er í raun og veru hafin með sam- starfi fyrir kosningar á stöðum eins og Isafirði, þar sem íhaldið \æri visst með að íalla, ef hækju- lið kommanna og Hannibals hjálp- aði því ekki. Kann íhaldið sér ekki læti af ánægju yfir ötulu starfi hækjuliðsins, og sagði Jón H. Aðalfundur V.l.f. Baldurs var haldinn 10. þ. m. Við kjör stjórnar og trúnaðar- manna félagsins kom aðeins fram einn listi. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Form. Björgvin Sighvatsson, ritari Guðmundur Eðvarðsson, gjaldkeri Sverrir Guðmundsson, íjárm. ritari Guðmundur Bjama- son og varaform. Pétur Pétursson. Á s.l. starfsári voru samtals haldnir 24 fundir innan félagsins, þar af 8 félagsfundir Á árinu vorú þessir samningar gerðir: 1. Heildarsamningur um kaup og kjör landverkafólks var gerður 31. maí s.l. Þá hækkaði kaupið um 10% að jafnaði, auk þess urðu verulegar tilfærslur til hækkunar á ýmsum kaupgjaldstöxtum Einn- ig fékkst greitt 1% álag á kaup tímavinnumanna vegna veikinda- daga. 2. Samningur var gerður vegna Dyngju, deildar saumastúlkna í Baldri um vinnu á klæðskeraverk- stæði, og er nú greitt sama kaup fyrir þá vinnu hér og gert er í Reykjavík. 3. I ágústmánuði s.l. var gert samkomulag, án þess að til upp- Guðmundsson eftirfarandi sögu um þetta á flóttabandalagsfund- inum: Sigurður Bjarnason, alþingis- maður, var staddur í prentsmiðj- unni Isrún h.f. fundardaginn, ásamt sjö mönnum öðrum, og bar margt á góma, og m. a. sagði Sig- urður: „Það er annars einkennileg rás viðburðanna, drengir góðir. Hérna er maður búinn að hafa Hannibal Valdimarsson á móti sér sem harð- skeyttan andstæðing í baráttunni í 10—12 ár'. En allt i einu stendur hann svo við hliðina á manni.“ Um leið og Sigurður mælti síðustu orð- in, sýndi hann með báðum hönd- um, eins og góður leikari, hvar Hannibal stóð við hliðina á hon- um, svo áheyrendur sáu þetta gjörla fyrir sér. Þar með hefir Hannibal hlotið álíka viðurkenningu sem hjálpar- kokkur ihaldsins og „glókollarn- ir“ hans Ólafs Thors í Þjóðvörn, og svo ánægður var Sigurður Bjarnason með fundahöld Hanni- bals í Norður-lsafjarðarsýslu, að hann taldi ekki ástæðu til að mæta sagnar á gildandi kaupsamningi væri að ræða um 10% hækkun á ákvæðisvinnukaupi, sem greitt er í rækjuvinnu, auk 1% álags vegna veikinda. 4. 1. maí sl. gekk í gildi sam- komulag, sem gert var milli Vinnuveitendafélags Vestf jarða og A. S. V. um hækkun á tímakaupi kvenna til samræmis við kaup það, sem greitt hefir verið á Suðurlandi síðan 1. marz s.l. Á fundinum var samþykkt sam- hljóða að hækka félagsgjöldin sem hér segir: Fyrir karlmenn úr kr. 100 í kr. 150. Fyrir konur úr kr. 60 í kr. 100. Flest félög eru fyrir löngu búin að hækka meðlimagjöld sín og er t.d. ársgjaldið í Dagsbrún kr. 200. Þess má geta, að þeir sem orðnir eru 60 ára greiða hálft félagsgjald og eru gjaldfriir eftir 65 ára ald- ur. Á fundinum var eftirfarandi til- laga samþykkt: „Aðalfundur Baldurs beinir þeim vinsamlegu tilmælum til atvinnu- rekenda á Isafirði, að þeir fallizt á, að lengja kaffitímana að nótt- inni um 5 mínútur hvern, þannig að kaffitíminn verði 20 mínútur eins og að deginum." á þeim fundum. Mun hann hafa talið, að sjálfur gæti hann varla gert betur en hjálparkokkurinn og fylgdarlið hans. Heimakommarnir faldir. Það vakti athygli á umræddum fundi, að enginn heimakommi tal- að fyrir flóttabandalagið, og átti það að vera einn liður í þeirri dæmalausu blekkingarstarfsemi Hannibals, að flóttabandalagið sé hinn rétti Alþýðuflokkur og kommúnistaflokkurinn sé dauður. Nú velta menn því fyrir sér hér, hvernig Hannibal muni tala, þegar hann fer að biðla til kjörfylgis kommanna í Reykjavík. Hætt er við að margur komminn þar eigi erfitt með að sætta sig við að vera allt í einu orðinn Alþýðuflokks- maður undir forustu Hannibals, og gera menn almennt ráð fyrir, að mikið verði um útstrikanir á Hannibal og Alfreð í Reykjavík, ef Hannibal talar þar eins og hann hefir talað hér. Þessu ráða þó kommarnir á hvern þann hátt sem þeir vilja. Þeir þurfa nú orðið ekki annað en að kippa í spotta, og þá sprellar Hannibal eins og þeim hentar bezt. Mörgum lék forvitni á að vita, hvernig frú Sólveig mundi standa sig á umræddum fundi. Hennar hlutverk í leiknum skal ekki rætt hér að öðru leiti en því, að hún vakti óskipta meðaumkvun áheyr- enda, þegar hún lýsti því yfir, hversu hjartanlega ánægð hún væri með hlutverk manns síns. Drengilegar ádeilur á íhaldið! Hannibal var víttur fyrir það á fundinum, að veitast með ódreng- skap að fyrri samherjum sínum, t. d. dr. Gunnlaugi Þórðarsyni. Þessu svaraði Hannibal með því að segja, að hann hefði deilt drengi- lega á íhaldið og enginn gæti ásak- að sig fyrir ódrengilegan málflutn- ing í þess garð. Víst er um það, að eftir þetta getur enginn efast um drengskap H. V. í garð íhaldsins, enda klapp- aði það ákaft fyrir honum nú eins og á fyrri fundinum. Gegn flóttabandalaginu töluðu Jón H. Guðmundsson, Björgvin Sighvatsson, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Marías Þ. Guð- mundsson, Birgir Finnsson, Bjarni Guðbjörnsson og Jón Á. Jóhanns- son, en einn meðmælandi Kjartans úr síðustu kosningum var nú sendur hjálparkokknum til að- stoðar. Aðalfundnr Baldurs

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.