Skutull


Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 1
XXXIV. árgangur. ísafjörður, 1. júní 1956. 10. tölublað. VERKAFÓLK! Ný kaupgjaldsskrá er komin út. Hún er afgreidd í skrif- stofu félagsins. V.l.f. Baldur. Landhelgismál i Alþingi 1 grein eftir undirritaðan í Al þýðublaðinu 12. marz 1953 eða fyrir rúmum þremur árum, um friðunarlínureglugerðina frá 19. marz 1952 segir svo m. a.: „Friðunin er ágæt á sinn hátt og nauðsynleg, en það hefur sannazt, að hún er ekki öllum landsmönnum jafnt í hag, og hún hefur jafn vel orðið til þess að auka ásókn útlendinga að vissum miðum t. d. fyrir Vestfjörðum, þar sem sæmilega ganghraður bátur er 4—6 mínútur að sigla í gegnum það sjávarbelti, sem 4 sjómílna friðunarsvæðið jók við 3 sjómíhia landhelgina (frá 1901). En í því sambandi væri einmitt athugandi, hvort ekki væri rétt að miða landhelgis- gæzluna fyrir Vestfjörðum við 16 sjómílna landhelgi í samræmi við tilskipanir frá 13. júní 1862 og aðrar yngri samhljóða tilskip- anir, og gefa þar með þeim til- skipunum um 16 sjómílna land- helgi raunhæft gildi." 16 sjómílna landhelgi í nýjum búningi? Ábending þessi virðist hafa fengið góðan hljómgrunn á Vest- fjörðum, því eftir sameiginlegum óskum vestfirzkra sjómanna og út- gerðarmanna fluttu þeir Hannibal Valdimarsson og Eiríkur Þor- steinsson, tæpu ári eftir að fyrr- greind grein birtist, tillögu um að friðunarlínan milli Bjargtanga og Kögur skuli liggja 16 sjómílur ut- ar en grunnlína hennar eða 12 sjó- mílum utar en núverandi friðun- arlína. Þar með hafði kenningin um sögulegan rétt íslands til að minnsta kosti 16 sjómílna land- helgi, með nokkrum hætti fengið formælendur innan veggja Alþing- is. Síðar fluttu 13 aðrir alþingis- menn breytingartillögur varðandi stækkun friðunarsvæðisins, allt að 16 sjómílum fyrir Norður- og Austurlandi. Tillögur þessar hafa ekki fengizt afgreiddar heldur hafa þær dagað uppi. Virðast þar hafa valdið nokkru „hagsmunir" tiltek- inna manna innan Sjálfstæðs- flokksins, en svo sem kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með sjávarútvegsmálin í ríkis- stjórn. Þá er það alkunna, að áhrifamenn innan fyrrgreinds flokks hafa umfram allt viljað koma á sættum við Breta í lönd- unarbannsmálinu í þeim tilgangi einum, að því er virðist, að geta byrjað að flytja fiskinn óunninn á erlendan markað, að hætti ný- lenduþjóða. Frumvarp til laga um fiskveiði- landhelgi Islands sem gengur mikl- um mun lengra en fyrrgreind þingsályktunartillaga, hefur einnig verið svæfð í nefnd. Áhugalitlir alþingismenn. Það er athyglisvert við llutn- ing f ramangreindrar Þingsálykt- unartillögu, um stækkun friðun- arsvæðisins fyrir Vestfjörðum, að enginn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmunum hefur fundið köll- un hjá sér til þess að láta í ljós, beint eða óbeint stuðning við til- löguna; svo mikilvægt sem það er þó fyrir fólkið í þessum lands- hluta að eitthvað verði gert til að stemma stigu fyrir ásókn tog- ara á bátamið og að tryggja framtíð vélbátaútgerðar í þessum landshluta, en hún hefur undan- farna áratugi verið helzti bjarg- ræðisvegur þess. Réttmæt gagnrýni. 1 blaðagreinum hafði undirritað- ur m. a. gagnrýnt afmörkun grunnlínunnar frá 19. marz 1952. Sú gagnrýni reyndist síðar fylli- lega réttmæt, eins og greinargerð ríkisstjórnarinnar um landhelgis- málið, (sbr. grein mín í Alþýðubl. 16. okt. 1954), sannaði bezt. 1 stjórnarskýrslu þessari var nefni- lega viðurkennt berum orðum að grunnlínan hefði mátt liggja tölu- vert utar en gert var, milli tiltek inna grunnlínupunkta. Hins vegar var engin skýring gefin á því, hvað olli þessum ástæðulausa afslætti. Nokkru eftir að umrædd skrif birt- ust í Alþýðublaðinu, var flutt til- laga á Alþingi, um leiðréttingu á grunnlínunni, í samræmi við um- rætt álit ráðunauta ríkisstjórnar- innar, en sú tillaga dagaði einnig uppi. Affærasælast hefði verið, svo sem bent hefur verið á, að ríkis- stjórnin hefði strax í upphafi hald- ið fram hinum ýtrasta rétti Is- lands, bæði að því er varðar víð- áttu landhelginnar eða friðunar- svæðisins og afmörkun þess. Hitt er þó staðreynd, að í því efni hef- ur verið gengið eins skammt og unnt var, til tjóns fyrir málstað- inn og er ekki gott að fullyrða hverra hagsmuna hefur átt að gæta í sambandi við þau mál, en svo mikið er víst, að íslenzkir hagsmunir virðast ekki hafa set- ið þar í fyrirrúmi. Afstaða ihaldsins. Alþmgismenn Sjálfstæðisflokks- Hann þekkti hlutverkið Fimmtudaginn 24. maí s.I. kom einn af áróðursmönnum Flóttabandalagsins í heimsókn til velmetins borgara hér í bæn- um, sem er akveðinn Sjálfstæðismaður, þeirra erinda að biðja hann að gefa peninga í kosningasjóð bandalagsins. Maðurinn, sem til var leitað, neitaði um f járhagsaðstoðina með þeim ummælum, að hann hefði aldrei og mundi aldrei leggja kommunistum lið í einu né neinu. Þá sagði maðurinn þessi athyglis- og eftirtektarverðu orð, sem ísfirzk alþýða ætti að leggja sér á minnið: „Hvað er þetta maður, viltu ekki að Kjartan læknir nái kosningu og skilurðu það virkilega ekki, að við hjálpum honum bezt til þess." En það skal þessum mæta borgara sagt til verðugs hróss, að hann lét þessa íhaldshækju ganga bónleiða af fundi sínum, þrátt fyrir þessa hreinskilningslegu játningu. Dr. Gunnlaugur Þórðarson ins á Vestfjörðum hafa brugðizt í þessu máli, samt hljóta þejr að gera sér fyllilega grein fyrir því, að framtíð fólksins í þessum lands- hluta byggist á því, að vélbáta- miðin verði ekki upp urin. Þessir menn hafa fremur kosið að þjóna ímynduðum hagsmunum örfárra stórlaxa í Sjálfstæðisflokknum en þess fólks, sem veitt hefur þeim umboð til alþingissetu. Enda hef- ur Morgublaðsíhaldið sýnt mjög eftirminnilega hug sinn til þessa máls t. d. fyrir síðustu alþingis- kosningar, en þá þyrlaði það upp fádæma óhróðri og persónulegu níði, í þeim tilgangi einum að gera málsvara hins forna réttar Islands í landhelgismálum, sem tortryggi- legastan. Vafalaust tekur Morgun- blaðið upp fyrri iðju sína, nema það gefi hinum smærri íhaldsblöð um eftir þá skemmtun. Þess ber því að minnast að íhaldinu er hvorki trúandi fyrir forsjá þessa máls né annarra, velferðarmála þjóðarinnar, því þegar á herðir er ekki að vita nema íhaldið láti hags- muni íslenzku þjóðarinnar þoka fyrir hagsmunum annarra. Næsta sporið. Framsóknarf lokkurinn hefur löngum verið einarðlegur í land- helgismálinu, þannig birtist for- ystugrein í Tímanum í þann mund, er friðunarlínan var sett, en þar segir svo m. a. um friðunaraðgerð- irnar: „Það er ánægjulegt spor í rétta átt, en rangt væri þó að líta á það sem lokaspor varðandi stækkun landhelginnar. Hún þarf Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.