Skutull

Árgangur

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 3
SK.UTULL 3 Skólaslit gagnfræðaskólans Forsetinn sjálfkjörinn Gagnfræðaskólanum á Isafirði var sagt upp föstudaginn 18. maí s.l. Guðjón Kristinsson, skólastjóri, bauð gesti, kennara og nemendur velkomna til skólaslitanna. Þá voru veitt verðlaun í rit- gerðasamkeppni um bindindismál, er Umdæmisstúkan nr. 6 hafði efnt til meðal nemenda í fram- haldsskólum á Vestfjörðum. Nemendur í 3. og 4. bekk Gagn- fræðaskólans á Isafirði tóku einir þátt í keppninni, og hlaut Stein- unn Gunnlaugsdóttir í 4. verk- námsdeild fyrstu verðlaun, krónur 300.00. Skólastjóri gat þess, að n. k. haust yrðu 25 ár liðin síðan skól- inn tók til starfa, og jafnframt 50 ár síðan unglingaskóli hóf starf á Isafirði. Þessara tímamóta verður minnst að hausti. Þá voru, að venju, veitt verðlaun þeim nemendum, er vel höfðu rækt hin ýmsu trúnaðarstörf og einnig þeim, er fram úr sköruðu í Hræðslumerkin Foringjar íhaldsins vita að þess bíður mikill ósigur í kosningunum í sumar. Það veit að hjá refsidómi kjósendanna getur það ekki slopp- ið að þessu sinni, svo hart hefir hin taumlausa óstjóm þess sorfið að landslýðnum, að fólkið mun ekki aftur gefa Sjálfstæðisflokkn- um tækifæri til þess að breyta góð- æri í hallæri og ofþjaka alþýðuna með drápsklyfjum skatta og dýr- tíðar. Þótt talsmenn íhaldsins beri sig mannalega og þykist ekki hræðast samfylkingu umbótaflokkanna, þá er það aðeins blekking ein, gerð til þess eins að bjarga því sem unnt verður að bjarga. Nú þegar er íhaldið sem óðast að búa sig undir það að missa öll áhrif á æðstu stjórn landsins og reynir því af alefli að hagnýta tímann fram að kosningum til þess að hreiðra um sig og gæðinga sína við kjötkatla ríkissjóðsins. Nærri því daglega birtast aug- lýsingar frá þeir ráðuneytum, sem íhaldsmenn veita forstöðu, um lausar stöður. Og alltaf er umsókn- arfresturinn óvenju stuttur, enda miðaður við það eitt, að hægt verði að veita umrædd embætti fyrir kosningar. Þessi viðbrögð íhaldsins sanna Ijóslega hversu sannfærðir for- ystumenn þess eru um ósigur- inn, sem þess bíður 24. júní n. k. og að þeir gera sér grein fyrir því, að það mim alls ekki falla í þeirra hlut að veita þessi störf né önnur eftir kosningarnar. námi. Einnig var veitt viðurkenn- ing úr sjóðnum „Aldarminning Jóns Sigurðssonar, forseta“. Síðan afhenti skólastjóri gagn- fræðingum skírteini og árnaði þeim heilla. Að þessu sinni brautskráðust 16 gagnfræðingar. Hæstu einkunn hlaut Brynjólfur Sigurðsson, 1. á- gætiseinkunn, 9,40. Er það jafn- framt hæsta einkunn í skólanum. Að lokum sungu allir undir stjóm Ragnars H. Ragnar, sálm- inn „Faðir andanna". ----oOo--- Sjómannadapr' inn 1956 Sunnudaginn 3. júní n. k. er Sjómannadagurinn og verður hans hátíðlega minnst að vanda. Mjög verður vandað til hátíðahaldanna svo sem undanfarin ár. Kl. 10 verður safnast saman við bæjarbryggjuna og gengið þaðan í fylkingu til kirkju. Kl. 10,30 hefst guðsþjónusta. Kl. 13,30 hefst skemmtun við bátahöfnina. Þar verður keppt í róðri, beitingu, vírstangi og neta- hnýtingu. Kl. 16 verða ýmsir leikir á íþróttavellinum. Kl. 20,30 hefst fjölbreytt kvöld- skemmtun í Alþýðuhúsinu. Fiskiðjan h.f. og Hrönn hf. hafa gefið fagra bikara til verðlauna fyrir sigur í beitingu og róðri skipshafna af vélbátum. Sjómannadagsráð vill beina þeim tilmælum til fólks, að það fari ekki inn á þau svæði, sem keppni fer fram á s. s. íþróttavöllinn, því það torveldar keppnir og færri en skyldi hafa þá aðstöðu til að sjá það, sem fram fer. Landhelgismál .... Framhald af 1. síðu. að vera miklu stærri, þótt ekki liafi þótt rétt að ganga lengra að sinni.“ Nú hafa Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tekið hönd- um saman og má þá telja miklar líkur til þess, að landhelgis- eða friðunarlínumálum verði betur fylgt eftir, en hingað til. Vestfirðingar gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þessara mála og er þess að vænta að þeir vinni að sem glæsilegustum sigri „hræðslubandalags“ Framsóknar- og Alþýðuflokksins hér í Vest- fjarðakjördæmunum, til þess að tryggja framgang þessa mikilvæga máls og fjölda annarra. Gunnlaugur Þórðarson. Hinn 19. þ. m. var útrunninn fram- boðsfrestur til forsetakjörs. Kosn- ing fer ekki fram, þar eð aðeins einn maður, Ásgeir Ásgeirsson, nú- verandi forseti, var boðinn fram. Hafði hann léð samþykki sitt til þess að vera í kjöri. Fullnægt var öllum skilyrðum laga um framboð- ið, og barst dómsmálaráðuneytinu í tæka tíð lögmælt tala meðmæl- enda úr hverjum landsfjórðungi, ásamt tilskyldum vottorðum yfir- kjörstjóma um að hlutaðeigandi kjósendur væru á kjörskrá. — öll gögn varðandi framboðið hafa ver- ið send hæstarétti, sem gefur út kjörbréf. Ásgeir Ásgeirsson Sparseml? ísfii’zkir íþróttamenn leggja oft í mikinn kostnað er þeir bjóða hingað íþróttaflokkum til kapp- leika. Til þess að fá eitthvað upp í- þennan kostnað, selja þeir að- gangsmerki að kappleikunum og ber vitanlega öllum, sem þangað koma til að horfa á, að kaupa þessi merki, alveg eins og þegar þeir kaupa sig inn á bíó eða aðrar skemmtanir. Merki þessi kosta venjulega 5— 10 krónur, þó eru þeir margir sem neita að kaupa þau, en horfa á leikinn eftir sem áður. Sýnir það skort á háttvísi og er vægast sagt of mikil sparsemi. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Hafdís Guðmundsdótt- ir, Hafnarfirði, og Hilmar Amórs- son, Smiðjugötu 1, ísafirði. Sextugsafmæli. Frú Hildur Matthíasdóttir, Urð- arveg 2, er sextug í dag. Mann sinn, Sigurð Sigurðsson, kennara, missti Hildur árið 1949. Þau eignuðust 7 böm, sem öll eru nú uppkomin og sérstaklega dug- leg og mannvænleg. Barnaleikvöllurinn verður opnaður í dag. Gæzlukona er frú Rannveig Her- mannsdóttir. Hjartanlegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR klæðskera. Þórdís Egilsdóttir og aðrir vandamenn. Leiðrétting í kaupgjaldsskrá þeirri, sem gildir fyrir tímabilið 1. júní 1956 til 1. september 1956 hefir misritazt eftirvinnukaup í al- mennri vinnu kvenna og unglinga 14r—16 ára. Eftirvinnukaupið á að vera kr. 21,12 á klst., en ekki kr. 21,22 eins og misritazt hefir í kaupgjaldsskránni. Hlutaðeigendur eru vinsamlegast beðnir að athuga þetta og leiðrétta. Alþýðusamband Yestfjarða. Verkalýðsfélagið Baldur. Símanúmer kosningaskrifstofu Al- þýðuflokksins er 4 0 0 ♦

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.