Skutull


Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 1
 J 1 j ¦ in J ¦ 'í I J ¥ !1 í 1 1 i 1 1 VERKAFÓLK! öl y ^ n i *> 1 J II j Ný kaupgjaldsskrá er komin út. Hún er afgreidd í skrif-stofu félagsins. V.l.f. líaldur. XXXIV. árgangur. ísafjörður 8. júní 1956. 11- - 12.. tölublað. Áki Jakobsson gerir upp reikninpna vifl kommúnista Nokkur orð til Norður- tsfirðinga. Þegar þess var farið á leit við mig, að ég gæfi kost á mér til framboðs í N-lsaf jarðarsýslu í kosningunum í sumar, var mér helzt í hug að hafna því boði. Ég hafði enga löngun til þess að taka beinan þátt í stjórnmálum að sinni, þó að ég hafi um alllangt skeið lát- ið mig landsmál nokkru skipta. En við nánari athugun, og eft- ir að hafa talað við f jölmarga sýsl- unga mína úr öllum stjórnmála- flokkum, akvað ég að taka boðinu og bjóða mig fram fyrir Alþýðu- flokkinn, með fullum stuðningi Framsóknarflokksins. Ástæður þær, sem lágu til grundvallar ákvörðun miiiui, voru fyrst og fremst þær, sem nú skal greina: Engin sýsla á landinu hefur ver- ið eins afskipt og N-lsafjarðar- sýsla, hvað snertir aðstoð frá rík- isvaldsins hálfu til að halda uppi viðunandi lífskjörum fólksins, at- vinnu handa þeim, sem vilja og geta unnið, bættum samgöngum og yfirleitt þeim hlutum, sem óhjá- kvæmilegir eru í nútíma þjóðfé- lagi. Mér fannst það skylda mín að leggja krafta mína fram til við- reisnar heimabyggð iniinii, þó að örlögin hafi hagað því svo, að ég hef um skeið verið búsettur f jarri átthögunum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft veg og vanda af kjördæminu s.l. fjórtán ár, hefur gersamlega brugðizt og þingmaður hans sýnt dæmalaust skeytingarleysi um velferð sýslunnar. Er þetta nú við- urkennt af fylgismönnum allra flokka, jafnt þeim, sem eru per- sónulegir vinir þingmannsins, en þeir eru margir. Það er því ekki um annað að ræða en að skipta um þingmann í kosningunum í sumar og gefa nýj- um kröftum tækifæri til þess að reyna sig í glímunni við vandamál- in í samræmi við samstillta krafta héraðsbúa sjálfrá. Æ fleirum verður það nú ljóst, að samvinna Alþýðuflokksins og Framsóknarf lokksins, er líklegasta tækifærið til þess að mynda ríkis- Friðfinnur Ólafsson. stjórn, sem vinnur með hagsmuni dreifbýlisms ekki síður en byggð- anna við Faxaflóa fyrir augum. Ég er því þeirrar skoðunar, að Norður-lsfirðingar eigi nu að stuðla að því með atkvæði sínu, að unnt verði að mynda slíka ríkis- stjórn, en það verður ekki gert á annan hátt en mér sé falið þing- mennskuumboðið í sýslunni. Ég tel ekki viðeigandi að vera hér með nein kosningaloforð, en vil þó heita kjósendum því að sofna ekki á verðinum fyrir hagsmunum þeirra og héraðsins, verði ég kos- inn á þing. Mér er Ijós nauðsyn þess, að myndarlega þarf að taka til höndunum og margvíslegar ráð- stafanir þarf að gera, ef ekki á illa að fara. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um sprengiframboð Þjóðvarn- arflokksins og kommúnista. öllum er Ijóst, að það er sama og nota atkvæðakassana fyrir bréfakörfu að kasta atkvæði á þá flokka í Norður-lsafjarðarsýslu. Baráttan stendur um það, hvort sinnuleysi íhaldsins á að ríkja áfram í sýsl- unni eða ekki, hún stendur um það, hvort meirihlutinn vill frjálslynda umbótastjórn eða íhaldsstjórn sama marki brennda og allar aðr- ar íhaldsstjórnir og þá, sem ls- lendingar hafa nú fengið sig full- sadda af. Góðir Norður-lsfirðingar. Ég Framhald á 2. síðu. I ýtarlegri og athyglisverðri grein, sem Áki Jakobsson, fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra og um langt skeið miðstjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, birti í „Neista", blaði Al- þýðuflokksins á Slglufirði, segir hann frá at- burðum þem, sem leiddu til þess að hann sagði sig úr Sósíalistaflokknum vegna einræðis og ofríkis Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Einnig gerir Áki grein fyrir því, hvers vegna hann er nú í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn í Siglufirði. Niðurstaða hans er sú, að Alþýðuflokkurinn sé betur til þess fallinn en aðrir flokkar að beita sér fyrir lausn á efnahagsmálum þjóðar- innar æsingalaust og af réttsýni. Ennfremur, að bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins sé eina alvarlega til- raunin, sem gerð hefir verið í mörg ár tJ þess að skapa mcirihiuta á Alþingi, sem sé þess umkominn að leysa vandamál þau, sem þjóðin hefir átt við að stríða á sviði atvinnu- og efnahagsmála. (Sökum rúmleysis í blaðinu er ekki unnt að birta greinina í heild og verða því aðeins birt- ir helztu hlutar hennar). Skoðanaágreiningur. 1 upphaf i greinarinnar rekur Áki Jakobsson að ýmsir eldri stuðn- ingsmenn hans í Siglufirði hafi lát- ið sér koma á óvart framboð hans fyrir Alþýðuflokkinn, og minnir á, að hann hafi ekki gert opinberlega grein fyrir því, hvers vegna hann sagði skilið við flokkinn haustið 1953. En ástæðan hafi ekki verið deila við siglfirzka sósíalista held- ur skoðanalegur ágreiningur við Brynjólf og Einar. „Samvirk stjórn" Einars og Brynjólfs. „ . . . Þeir Brynjólfur og Einar hafa einir algerlega markað stefnu Sósíalistaflokksins á undanförnum árum og töldu sig ekki þurfa að hafa samráð við aðra í því efni. VÖld þeirra í flokknum hafa mátt sín meira en flokksþing og mið- stjórn flokksins og hver sá, sem hreyfir andmælum gegn skoðun- um þeirra og vilja, er talinn and- vígur flokknum. Meðan Sigfúsar Sigurhjartarsonar naut við, sáu þeir Brynjólfur og Einar sér ekki annað fært en að taka tillit til hans skoðanalega og þorðu heldur ekki eins til við þá menn, er voru þeim ósammála. En þegar Sigfús féll frá, breyttist þetta og sneru þeir Brynjólfur og Einar sér'þá að því með oddi og egg að tryggja sér alger yfirráð í flokknum og ýta þeim til hliðar, sem kynnu að verða þeim einhver þröskuldur á þeirri braut. Ráðstafanir voru gerðar af hálfu þeirra til þess að hafa áhrif á skipun flokksþings, hverjir yrðu kosnir í flokksstjórn, miðstjórn og framkvæmdanefnd flokksins eða ráðnir við blað flokksins. Leituðust þeir Brynjólf- ur og Einar við að hafa þá menn eina í þessum störfum, sem þeir töldu sig geta treyst að fylgdu þeim að málum, ef í odda skærist". Abyrgðarleysi, ofstæki og kreddufesta. „Ég hafði lengi verið mjög óánægður með stefnu þeirra Brynj- ólfs og Einars og var raunar ekki einn um það, t. d. vorum við Sig- fús heitinn Sigurhjartarson oft sammála. Ég taldi þá marka flokknum neikvæða stefnu, sem einkenndist af óraunsæi og Framhald á 2. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.