Skutull

Árgangur

Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 2
2 SKUTULL Aki Jakobsson gerir npp reikningana við kommnnista. Framhald af 1. sjðu. skrumi, sem kom fram í því að bera fram vanhugsaðar kröfur, sem þeir töldu að tryggðu það, að flokkurinn yrði ekki kvaddur til þess að standa við orð sín, en hefði góða áróðursaðstöðu gegn öðrum flokkum. Þessi mál- efnaaðstaða flokksins, ásamt því ofstæki og kreddufestu, sem Brynjólfi Bjarnasyni er í blóð borin, varð þess valdandi, að Sós- íalistaflokkurinn sagði sig raun- ar úr lögum við aðra Islendinga og tók engan þátt í því að leysa vandamál íslenzku þjóðarinnar. Brynjólfi Bjarnasyni líkaði þessi þróun málanna vel, hann vildi ekki að Sósíalistaflokkurinn tæki nokk- urn þátt í lausn vandamála þjóð- félagsins, heldur héldi sig í and- stöðu við allt og alla og framar öllu forðaðist að taka á sig nokkra ábyrgð. Þessari stefnu sinni hefir Brynjólfur haldið fram með feiki- legum kraft, enda hefir ftann not- ið fulls atfylgis Einars Olgeirsson- ar, og hefir hver sá, sem lýsti sig andvígan verið stimplaður bættu- legur maður, sem hefði orðið fyr- ir borgaralegum áhrifum, eins og Brynjólfur kallaði það. Ég er á þeirri skoðun, að þessi neikvæða afstaða Brynjólfs sé, þegar öllu er á botninn hvolft, sprottin af kjark- leysi og vanmáttarkennd. Ég var sá, sem helzt andmælti stefnu Brynjólfs og vildi láta Sós- íalistaflokkin vera jákvæðari og frjálslyndari í starfi sínu, þannig að hann legði fram sinn skerf til lausnar vandamála þjóðarinnar. Þessari viðleitni minni var svarað með hinum mesta ofsa af hálfu Brynjólfs. Ég var talinn hafa ann- arleg sjónarmið og flokksfjand- samleg og vera yfirleitt hættuleg- ur maður“. Átökin 1951. Þegar á flokksþingi Sósíalista- flokksins haustið 1951 beitti Brynjólfur sér af alefli fyrir því að ég yrði settur út úr miðstjórn flokksins. Honum tókst það ekki, en eftir flokksþingið tókst þeim Brynjólfi og Einari Olgeirssyni að bola mér út úr framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins, sem er hin raunverulega miðstjóm hans. En Brynjólfi fannst ég svo háskalegur maður, að hann lét ekki hér við sitja, heldur lét hann þegar fela ÁVARP til Norður-fsfirðinga. . . Framhald af 1. síðu. heiti á ykkur til Iiðsinnis við gott málefni og hagsmuni ykkrar sjálfra. Gerið sigur umhótaaflanna sem mestan 24. júní n.k. Heilir hildar til. Friðfinnur Ólafsson. sér að tala við mig um væntanlegt framboð í Siglufirði, þó langt væri til kosninga. Stefndi Brynjólfur mér nú á sinn fund og tjáði mér að hann hefði nýlega verið í Siglu- firði og hefði orðið þess áskynja, að sósíalistar þar hefðu ekki leng- ur traust á mér til framboðs í Siglufirði. Sagði Brynjólfur að framkvæmdanefnd flokksins hefði rætt málið og væri hún Siglfirð- ingum sammála og krafðist hann nú af mér, að ég féllist á að vera ekki í framboði framar. Út af þessu urðu allsnarpar orðahnipp- ingar milli okkar Brynjólfs sem lauk með því, að hann sleit sam- talinu með þeim orðum, að hann myndi ekki tala við mig framar. Við það hefur Brynjólfur staðið. Þetta skeði haustið 1951. Átökin 1952. Á árinu 1952 urðu atburðir, sem ennþá juku ágreininginn milli mín annars vegar og þeirra Brynjólfs og Einars Olgeirssonar hins veg- ar. Má þar fyrst nefna forsetakjör- ið, er þeir Brynjólfur og Einar snerust raunverulega til stuðnings við frambjóðanda ríkisstjórnarinn- ar, en vildu binda alla flokksmenn og fylgjendur, sem ekki gátu fall- izt á það, til þess að sitja heima eða skila auðu. Þetta haust var haldinn flokks- stjómarfundur Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Brynjólfur Bjama- son var nýkominn heim frá Rúss- landi er fundurinn hófst. Mig minnir að hann hafi það sumar setið 19. þing kommúnistaflokks- ins rússneska, enda var hann í miklum bardagahug. Hann hélt á fundinum ýtarlega og hvassa ræðu um mig og hafði svo mikið við, að hann var með hana skrifaða og flutti hana af blöðum. Mér þætti vænt um að Brynjólfur vildi birta ræðu þessa, til þess að margir fyrri samherjar mínir og vinir hér í Siglufirði fengju að sjá hvemig málatilbúnaði Brynjólfs gegn mér- var háttað. Annars var innihald ræðu þessarar í stuttu máli það, að slá því föstu, að ég væri and- vígur stefnu flokksins á flest- um sviðum og væri yfirleitt bæði svikari og flugumaður í Sós- íalistaflokknum. Þó held ég að hann hafi ekki notað þessi ljótu orð, en meiningin var sú. Ræðu sinni lauk Brynjólfur með þessum orðum um mig, sem ég man orð- rétt: „Slíkum manni getur flokk- urinn ekki sýnt neinn trúnað. Slík- um manni getur flokkurinn ekki falið nein trúnaðarstörf." Að töl- uðum þessum orðum flutti Einar Olgeirsson tillögu um að kjósa Brynjólf Bjarnason í nefnd til þess að stinga upp á frambjóðendum til alþingiskosninganna 1953 og virt- ust þá örlög mín, sem frambjóð- anda Sósíalistaflokksins, ráðin. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Brynjólfur flutti ekki tillögu um að reka mig úr Sósíal- istaflokknum að lokinni ræðu sinni. Ég hef ekki getað komizt að annarri niðurstöðu en þeirri, að hann hafi brostið kjark til þess. Síðar á flokksstjórnarfundinum svaraði ég Brynjólfi,' en þá þegar reis Einar Olgeirsson á fætur og lýsti því yfir, að allt væri rétt sem Brynjólfur hefði sagt um mig. En eftir fundinn var engum blöðum um það að fletta, til hvers Brynj- ólfur var settur í uppástungu- nefndina. Þar barðist hann með hnúum og hnefum gegn því, að ég yrði í kjöri og sagði að það skyldi aldrei verða. Neitun miðstjórnar. Þannig leið tíminn, en í desem- bermánuði 1952 samþykkti Sósíal- istafélag Siglufjarðar áskorun á mig að verða í kjöri og sendi hana miðstjórn, en svar það, sem þeir Brynjólfur og Einar Olgeirsson létu senda Siglfirðingum taldi ég jafngilda neitun miðstjómar á því, að ég yrði í kjöri af hálfu Sósíal- istaflokksins. Ég sagði þeim því, að ég myndi draga mig í hlé og tilkynna siglfirzkum sósíalistum það, og myndi ekki þýða að fara fram á síðar, að ég færi í framboð, er ég hefði sent það bréf, end fór svo, sem öllum er kunnugt. Þó mun hafa verið borin upp og bók- uð í miðstjórn tillaga um að ég færi fram í Siglufirði, rétt áður en gengið var formlega frá fram- boði Gunnars Jóhannssonar, senni- lega til þess að hafa vamir á hraðbergi, ef deilt yrði á þá Brynj- ólf og Einar Olgeirsson fyrir að hrekja mig úr framboði. Sem sagt, ég dró mig í hlé og gætti þess að sýna flokknum eng- an fjandskap. Leiðir skilja. Haustið 1953 var háð flokks- þing Sósíalistaflokksins. Ég hafði lítið haft mig í frammi og forðazt deilur við Brynjólf Bjarnason, en hann var ekki af baki dottinn, því að í uppstillinganefnd til mið- stjórnar flokksins tókst honum að koma því fram, að ég var settur út úr miðstjórn hans. Andstaða mín gegn hinni neikvæðu og ein- strengingslegu stefnu Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirsson- ar hafði þá kostað það, að búið var að bola mér út úr þingi, út úr framkvæmdanefnd og öðrum starfsnefndum miðstjómar og loks út úr miðstjórn. Þá var búið að framkvæma í fyllsta máta fyrir- mæli Brynjólfs, að mér skyldi eng- inn trúnaður sýndur og engin trún- aðarstörf falin. Þegar svo var komið, auk þess, SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, lsaf. — Simi 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergölu 3. Isaíiröi. sem engin líkindi voru á því, að nokkur breyting til batnaðar yrði á stefnu flokksins og starfsaðferð- um undir forystu þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirsson- ar, ákvað ég að ganga úr flokkn- um og gerði ég það fyrstu dagana í desembermánuði 1953. Ég gat ekki fellt mig við stefnu flokks- ins og starfsaðferðir, en með því að tilraunum mínum til þess að koma fram breytingum var svar- að með ofsa, bæði í orðum og at- höfnum, þá gerði ég mér ljóst, að ég ætti ekki lengur samleið með þeim mönnum, sem marka og móta stefnu Sósíalistaflokks- ins og því ekki með flokknum. Ég vil taka það hér fram, að það var rangt sem Þjóðviljinn sagði, að ég hafi lýst mig samþykkan stefnu flokksins, er ég sagði mig úr honum. Ég gaf enga slíka yfir- lýsingu. Nafnið tómt. Af þessum sökum kom það því aldrei til greina, að ég færi í framboð fyrir Sósíalistaflokkinn aftur. Hið svokallaða Alþýðu- bandalag er ekki annað en nafn- ið tómt. Hannibal Valdimarsson treystir sér ekki til þess að fara fram aftur í sínu gamla kjör- dæmi, lsafirði, og á ekki kost á öðru kjördæmi, sem hann telur öruggt, að geti tryggt honum þingsetu. 1 þessum vandræðum sínum rekst hann I fangið á þeim Brynjólfi og Einari Olgeirssyni, sem hafa þungar áhyggjur út af afdrifum Sósíalistaflokksins í kosningunum. Þessi gagnkvæmu vandræði og ótti verða til þess, að þessum mönnum dettur í hug að reyna að hagnýta sér aðstöðu sína í Alþýðusambandi Islands til þess að fleyta sér yfir kosning- arnar. Mér finnst tiltækið barna- legt, auk þess, sem hér er um að ræða misnotkun á Alþýðusam- bandinu, sem kemur mjög í bága við fyrri stefnu Sósíalistaflokks- ins um pólitízkt óháða verkalýðs- hreyfingu. Framboð fyrir AI- þýðubandalagið kom því heldur ekki til greina af minni hálfu. Fyrirbærið Einar Olgeirsson og „kreddumeistarinn innhverfi“. Einar Olgeirsson hafði komið til Siglufjarðar og kallað Áka þar

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.