Skutull

Árgangur

Skutull - 15.06.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 15.06.1956, Blaðsíða 1
VESTFIRÐINGAR! XXXIV. árgangur. Isafjörður, 15. júní 1956. 13. tölublað. Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Landhelgismálið i Ijðsi staðreyndanna. Gunnlaugur Þórðarson Þeir, sem hafa kynnt sér land- helgismál Islendingar frá því 1901, komast fljótlega að raun um, að það var fyrst eftir að Island var orðið fullvalda ríki árið 1918, að raddir komu fram á Alþingi um að leitað yrði samkomulags um breytingu á landhelgislínunni, þannig, að hún yrði færð út, land- helgissvæðið stækkað, og að firð- ir allir og flóar skyldu teljast inn- an landhelginnar. „Lætur illa í eyrum útlendinga“. Þegar ein slík tillaga var til um- ræðu á Alþingi 1929 fórust Ólafi Thórs m. a. svo orð: „Ef við færum fram þá ósk um að friða alla firði landsins mundi það láta illa í eyrum út- lendinga, sem hlut eiga að máli, og því síður ástæða til slíkrar kröfu, sem víst er að við hefðum lítið gagn af því, þó stór svæði sem þar heyra undir yrðu friðuð, en hins vegar næsta nauðsyn að friða önnur svæði.“ (Alþt. 1926, D, 210. Þá voru Bretar það sem Banda- ríkin eru íhaldinu í dag, átrúnað- argoð, sem ekki mátti styggja, enda bersýnilegt, að með fyrr- greindum orðum er dregið úr um aðgerðir á sviði landhelgismála. fhaldið hafði ekki íorystuna. Þegar fsland var orðið lýðveldi og fór sjálft með utanríkismál sín, var þess eigi langt að bíða, að bent yrði á þá einu réttu leið til að fá landhelgina færða út. En það var vissulega ekki íhaldið, sem þar hafði forystuna. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins 1946 var samþykkt ályktun um uppsögn landhelgis- samningsins frá 1901. Síðan fluttu tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins tillögu til þingsályktunar þess efnis, á Alþingi 1947. Verndun landsgrunnsins. Á Alþingi 1948 voru samþykkt lög um vísindalega verndun land- grunnsins. Lög þessi voru að mörgu leyti óljós og ekki verður séð að ísland hafi með þeim helg- að sér lögsögn yfir landgrunninu. Hinsvegar er naumast unnt að gera friðunarráðstafanir á land- grunninu utan landhelgi án sam- þykkis annarra þjóða og því höf- uðnauðsyn að landhelgin yrði færð út. Árið 1949 var ótvíræðum vilja þings og þjóðar framfylgt með uppsögn samningsins frá 1901. Frá þeim tíma hafa einungis gömul lagaboð kveðið á um víðáttu landhelginnar, en íhaldið hefur lítt hirt um að gefa þeim lagaákvæð- um nýtt og aukið gildi né að láta kynna þann rétt, er í þeim felst, á erlendum vettvangi. Erlendir sérfræðingar lögðu á ráðin. Árið 1952 voru útlendir sérfræð- ingar fengnir til að leggja á ráðin um stærð friðunarsvæðis við Island og afmörkun þess. Margt bendir til þess, að gögn þau er hinir er- lendu sérfræðingar fengu varð- andi landhelgi íslands, hafi verið næsta ófullkomin. Þegar grunnlína friðunarsvæðis- ins hafði verið afmörkuð var á það bent, að íhaldsráðherrann hefði ekki tekið þann rétt er ísland gat með réttu talið sér. Sú gagnrýni varð síðar réttlætt af sjálfri ríkis- stjórninni. Friðunarlína. — Landhelgi. 1 fyrstu mátti aðeins nefna línuna frá 1952 friðunarlínu og lögð var áherzla á að ekki væri um landhlegi að ræða. Þó tókst svo til að ríkistjórnin sjálf fór að kalla aðgerðina „stækkun land- helginnar", en um þverbak keyrði, þegar skjólstæðingur Ólafs Thórs, Hans G. Andersen, lýsti því yfir í London sem trúnaðarmaður ísl. ríkisstjórnarinnar, að íslendingar hefðu tekið upp 4 sjómílna land- helgi í stað þriggja sjómílna. Löndunarbannið og íhaldið. Með löndunarbanninu hugðust Bretar kúga Islendinga til undan- halds, en þar fór á annan veg. Löndunarbannið hefur opnað augu þjóðarinnar fyrir því, hve mikil- vægt það er, að fiskurinn sé ekki fluttur út sem hráefni. Löndunarbannið hefur verið mikill þyrnir í augum íhaldsins og hefur það, með Ólaf Thors í broddi fylkingar, reynt að fá það upphafið með ýmsu móti, og hef- ur þar gætt meira kapps en for- sjár. Má í því sambandi minna á fluttning málsins fyrir Efnahags- samvinnustofnununni, svo hinar hvimleiðu viðræður íslenzkra stórútgerðarmanna á vegum henn- ar, við sjálfan höfuðpaurinn Croft Baker. Ennfremur þegar Ólafur Thors lagði deilumál íslendinga og Breta fyrir Norðurlandaráðið og „prófsfeinn var lagður á Norræna samvinnu", eins og Morgunblaðið orðaði það. Árangurinn varð þó allur annar en ráð var fyrir gert, því málinu var vísað frá og varð sú för hin verzta hneisa. Undir handleiðslu íhaldsins hafa verið gefnar út tvær hvítar bæk- ur um deilumál íslendinga og Breta, út af afskiptum Evrópu- Framhald á 3. síðu. Kjósið gegn íhaldinu. Kjósið frambjóðend- ur umhótaflokkanna. Einræðið á dánarbúínu. Sjálfstæðisflokkurinn er senni- lega einkennilegasta fyrirbæri á stjómmálasviðinu, sem finnanlegt er um gervöll Vesturlönd. Hann lætur það óspart í veðri vaka, að fólkið í flokknum ráði þar öllu, þótt hitt sé deginum ljós- ara, að það ræður álls engu. Á þessu dánarbúi Hitlers sáluga er öllum heimilisháttum vandlega við haldið, rétt eins og gamli maðurinn sé væntanlegur í heim- sókn á hverjum degi, til þess að líta eftir búrekstri þessara gömlu aðdáenda sinna. Þarna ríkir og ræður einræðis- klíkan í algleymingi. Enginn ó- breyttur liðsmaður fær þar nokkru ráðið og gagnrýni er refsiverð. Þegar ákveða skal framboð fyr- ir flokkinn, er einræðisklíkan þó fyrst verulega í essinu sínu. Þá sér hún um það, að enginn maður fái að fara í framboð fyrir íhaldið, nema að hann hafi áður svarið braskaraklíkunni trúnaðar- eið og sé þess albúinn að þjóna henni í blíðu og stríðu, bæði utan þings og innan. Kjartan læknir er ágætt dæmi slíkra handhægra verkfæra, sem nota má jöfnum höndum sem steðja, naglbít, hamar eða sög í eiginhagsmunasmiðju íhaldsins. Það kemur því úr hinni hörðustu átt, þegar þessir einræðisseggir eru að brígsla öðrum flokkum, eins og t.d. Alþýðuflokknum, um einræði í þessum efnum. „Vesturland“ getur sparað öll sín krókódílatár vegna framboðs dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hér í bænum. Þetta framboð var ákveðið eftir fyllstu lýðræðisreglum af Al- þýðuflokksfólkinu í bænum. Fyrst var það rætt á tveimur fundum í fulltrúaráði flokksins og samþykkt þar, en síðan var það rætt og samþykkt á fjölmennum sameiginlegum fundi Alþýðu- flokksfélagsins, Kvenfélags Al- þýðuflokksins og Félags ungra jafnaðarmanna. IsfirOingar! Kjósið Gunnlaug Þórðarson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.