Skutull

Volume

Skutull - 19.06.1956, Page 1

Skutull - 19.06.1956, Page 1
VESTFIRÐINGAR! XXXIV. árgangur. Isafjörður, 19. júní 1956. 14. tölublað. Kjósið gegn íhaldinu. Kjósið frambjóðend- ur umbótaflokkanna. Agætt tækifæri Guðgeir sautjáudi Isfirðingar hafa á sunnudaginn ágætt tækifæri til þess að -styðja kröfur okkar um stækkun landhelginnar. Kosning Gunnlaugs Þörðar- sonar væri viljayfirlýsing lsfirðinga í því stóra framtíðarmáli, sem enga bið þolir lengur. Engin þjóð er jafn alger fisk- veiðaþjóð sem við íslendingar. Yfir 90% af útflutningsverðmæt- um okkar eru sjávarafurðir. Allt okkar efnahagslíf og áfram- haldandi uppbygging við sjó og í sveitum hlýtur því um ófyrirsjá- anlega framtíð að hvíla að mestu leyti á sjávarútveginum. Góð aflabrögð íslenzka fiski- skipaflotans þýða framar öllu öðru mikla atvinnu, aukna velmegun og meiri getu til þess að ráðast í nýj- ar og stórar framkvæmdir í okkar lítt numda landi. En minnkandi afli og langvar- andi aflaleysi eru þjóðarvoði, sem fljótlega færir atvinnuleysi og ör- birgð að dyrum sérhverrar al- þýðufjölskyldu í landinu. Fiskimiðin umhverfis strendur landsins eru því óumdeilanlega okkar efnahagslega fjöregg, sem íslendingum ber að vernda og verja, þótt við ofurefli væri að etja. Landhelgismálið er þar af leið- andi langstærsta og þýðingarmesta vandamálið, er nú bíður úrlausnar þeirra manna, sem í þessum kosn- ingum verða til þess valdir að taka sæti á Alþingi. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hef- ur einn íslenzkra menntamanna helgað landhelgismálinu nám sitt og starf. Fyrir það ætti hann skil- ið virðingu og þakklæti allrar þjóð- arinnar. Það er lofsvert og spáir ætíð góðu, þegar ungir menn, strax á námsárum sínum, velja sér hið illa launaða hlutskipti brautryðjand- ans fyrir þjóð sína, í stað þess að stefna að kjötkötlum eiginhagsmun- anna og kæra sig kollótta um heill og framtíð þeirrar þjóðar, sem hef- ur alið þá og fóstrað og stutt til mennta. Gunnlaugur Þórðarson hefði vissulega getað átt þess kost að gerast fasteignasali í Reykjavík og græða gilda sjóði á því að selja fátækum og ríkum íbúðarhús, lóð- ir og aðrar fasteignir. Hann hefði líka áreiðanlega get- að fengið feitt embætti sem lög- fræðingur braskaranna í Reykja- vík, eins og sumir frambjóðendur íhaldsins í þessum kosningum. En Gunnlaugur hefur ekki val- ið það lilutskipti. Hann hefur val- ið sér hlutskipti hugsjónamaims- ins, — hlutskipti brautryðjand- ans og baráttumannsins. Hann hefur gerzt lögfræðing- ur alþýðunnar, — allrar íslenzku þjóðarinnar — í okkar stærsta velferðarmáli, — landhelgismál- inu. Góðir Isfirðingar! Það er tví- mælalaust sigur fyrir landhelgis- málið að senda Gunnlaug Þórðar- son á þing. Notið tækifærið, — leggið ykkar lóð á vogarskál landhelg- is málsins og kjósið Gunnlaug Þórðarson, fram- bjóðanda Alþýðuflokksins. Mannafátækt Flóttabandalags- ins er landskunn. Hún kom m. a. fram í vandræðum þess við að fá þá menn til framboðs, sem ekki bæru brennimark kommúnista- klíkunnar. 1 þeim tveimur kjördæmum, — Norður-Isafjarðarsýslu og Isa- firði, þar sem helzt voru líkindi til, að persónuleg áhrif Hannibals Valdimarssonar gætu tælt Alþýðu- flokksfólk til fylgilags við komm- únista, var því lofað statt og stöð- ugt og allt kapp á það lagt, að frambjóðandinn yrði kunnur Al- þýðuflokksmaður, því jafnvel þar var kommúnistaframboð talið til- gangslaust. En jafnvel þessir smámunir, að finna aðeins tvo réttláta í hinni pólitísku Sódómu kommún- istaflokksins, voru óframkvæm- anlegir. Gengið var á milli manna dag eftir dag, viku eftir viku. Þeir voru grátbeðnir um aðstoð. Þeim var lofað ýmsu fögru, bara ef þeir vildu leysa nauð hinna bágstöddu leiðtoga, — en allir sögðu nei, — nei. í Norður-ísafjarðarsýslu var vandinn að síðustu leystur á þann einstæða hátt, sem vakti undrun um land allt. En af eðlilegum ástæðum var ekki unnt að ráða fram úr vand- anum á ísafirði á sama veg. Þess vegna fór foringi Alþýðu- bandalagsins því í göngur um upp- rekstrarlönd kommúnistaflokksins í von um að finna þar nothæfan frambjóðanda, helzt af öllu ein- hvern, sem Brynjólfur bóndi Bjarnason hefði gleymt að blóð- marka. Hann fór í fyrstu, aðrar og þriðju leitir, en alltaf án árangurs. Loksins gafst kappinn upp, sár og mæddur, enda búinn að þreyta hlaup við sextán menn, þótt hann næði engum þeirra. Nú var engra góðra kosta völ. Þrátt fyrir loforðin til ísfirzkra stuðningsmanna, varð Hannibal að sætta sig við þá niðurlægingu að velja frambjóðandann úr hjörð spökustu heimalninganna á búi kommúnistaflokksins. Brynki karlinn glotti við tönn, þegar H.V. leiddi „heimalninginn" úr hlaði, og taldi nú Bleik illa brugðið, þegar Hannibal lyti svo lágt, að senda ísfirðingum komm- únistann Guðgeir Jónsson. lsfirzk alþýða! Minnstu þess, að sextán menn neituðu að gerast íhaldshækja Alþýðubandalagsins hér á lsa- firði. Sá sautjándi, kommúnistinn Guðgeir Jónsson, var strax fús til starfsins — enda pólitískur heimalningur kommúnistaflokks- ins og trúr húsbændum sínum. Slíkan mann kýs ísfirzk al- þýða ekki. Hún kýs gegn í- haldi og íhaldshækju. X Gunnlaugur Þórðarson ----oOo—— Stuðningsmenn Gunnlaugs Þórðarsonar, munið að hafa samband við kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins, þessa síðustu daga fyrir kjör- dag. íhaldinu réít lýst. „Vesturland" segir á sinn alkpnna og hógværa(!) hátt, að það sé móðgun við ísfirðinga að hafa hér í framboði dr. Gunn- laug Þórðarson! En hvað þessi yfirlýsing „Vesturlands" lýsir íhaldinu dásam- lega vel. Þarna endurspeglast sannarlega hugur íhaldsins til landhelgis- málsins, — mannanna, sem staðið hafa fyrir skálaræðum við brezka íhalds- og ofstopamanninn, Croft Baker, •— mannanna, sem tekið hafa í mál að ræða tilslakanir af íslendinga hálfu til þess að greiða fyrir lausn á löndunarbanninu í Bretlandi, svo að íslenzkir togaraeigendur geti aftur hafið siglingar á brezkan markað og þar með innleitt stórfellt atvinnuleysi hér heima fyrir. Það heitir ,,móðgun“ á máli íhaldsins að bjóða fram í kosning- um til Alþingis Islendinga ungan menntamann, sem helgað hef- ur brýnasta velferðarmáli þjóðarinnar nám sitt og starf! Þessi yfirlýsing „Vesturlands" er ekki einasta móðgun við heiðarlega og heilbrigða dómgreind, heldur er hún jafnframt fruntalegt asnaspark beint í andlit ísfirzkra kjósenda. En svona er nú íhaldið um þessar mundir, — það getur hvovki leynt hræðslunni né geðvonzkunni. Matthías Bjarnason hefur sparkað mörgum atkvæðum írá Kjartani lækni með þessu asnasparki sínu í „Vesturlandi“.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.