Skutull

Árgangur

Skutull - 19.06.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 19.06.1956, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Til umhugsunar: Hvað bíðnr beirra? Ýmsir aðdáendur og vinir Hanni- bals Valdimarssonar hafa borið þann ugg í brjósti, að hlutur hans og áhrif innan kommúnistaflokks- ins verði næsta smá, þótt komm- arnir hampi honum nú hátt og lofsyngi hann hástöfum, vitandi það, að tiltrú sú og álit það, sem hann hefur skapað sér fyrir aldar- fjórðungs harðskeytta baráttu gegn íhaldi og kommúnisma, er nú sú eina spjör, sem skýlir nekt þeirra og veitir þeim ofurlítið af- drep fyrir þeim helköldu vindum andúðar og fyrirlitningar, sem nú næða svo biturt um þessa mis- heppnuðu stjórnmálamenn. Hannibal, sem manna bezt skil- ur nú orðið í hvaða tvísýnu hann stefnir pólitískri framtíð sinni, með því að ánetjast flokksviðjum þeirra Brynjólfs og Einars, reynir að telja kjark í liðsmenn sína eftir föngum. Hann sagði þeim þess vegna og segir raunar enn, að það sé hann, en ekki kommamir, sem ráði stefnu og starfi Flóttabanda- lagsins. En Brynki karlinn*kann vel til verks á vettvangi stjórnmálabar- áttunnar. Hann vissi vel um þess- ar og aðrar fullyrðingar H.V., þess vegna vildi hann sýna flokks- bræðrum sínum, sem sumir hverj- ir óttuðust um of mikil áhrif lýð- ræðisjafnaðarmanna innan Al- þýðubandalagsins, hvor það væri, sem héldi úm stjórnvölinn á hans gömlu en nýmáluðu og nýskírðu kommúnistaskútu, — hann eða Hannibal. Bæði H.V. og Alfreð Gíslason, læknir, höfðu marglýst því yfir í margra manna áheyrn, að fjögur efstu sætin á framboðslistanum í Reykjavík yrðu þannig skipuð: 1. Hannibal Valdimarsson, for- maður Alþýðubandalagsins. 2. Einar Olgeirsson, formaður kommúnistaflokksins. 3. Alfreð Gíslason, læknir. 4. Eðvarð Sigurðsson, skrifstofu- stjóri. Hér í bænum og einnig 1 nágranna- þorpunum margendurtók H.V. þá fullyrðingu sína, að þannig yrði listinn skipaður, það væri útgert mál, sem ekki yrði haggað. Sumir létu í ljósi tortryggni um orðheldni kommúnistanna í þessu, en H.V. sagði slíka tortryggni ó- maklega og óþarfar getsakir, og brást reiður við. í Reykjavík lýsti Alfreð Gísla- son því sama yfir, og sagði, að ef svo yrði ekki, þá væri hann far- inn úr samstarfinu. En Brynjólfur Bjarnason glotti við tönn og lofaði tvímenningun- um að tala og fullyrða, því hann er maður athafna frekar en orða, og hefur auk þess í sinni styrku hendi öll úrslitavöld I Alþýðu- bandalaginu, — alveg eins og hann hefur alltaf ráðið öllu í kommún- istaflokknum, hvaða nafni, sem hann hefur talið nauðsynlegt að skreyta sig með í það og það skiptið. „Miðstjóm" Alþýðubandalags- ins, — hinir sjálfskipuðu stjórn- málaforingjar, — létu það eftir H.V. að ganga frá framboðslistum eins og honum hafði verið lofað í upphafi, enda vissi meirihluti ,,miðstjórnarinnar“, að sú sam- þykkt væri aðeins snuð, sem H.V. fengi skamma stund að njóta, því hin stranga og agandi „föðuhönd“ Brynjólfs mundi brátt venja hann af slíkum munaði. Nú var framboðslistanum vísað til „héraðsnefndarinnar" til stað- festingar. Þá risu skjaldsveinar Brynjólfs upp til andmæla, segj- andi: Einar Olgeirsson verður í leiðtogasæti listans. Eðvarð Sig- urðsson verður í 3. sæti. Hálauna- embættismaðurinn Alfreð Gísla- son skal víkja fyrir manni þeim, — eða segir ekki Hannibal að úti- loka eigi áhrif menntamanna á st jórnmálasviðinu ? Lýðræðissinnarnir vöknuðu við vondan draum, og töldu sig illa svikna í tryggðum. Sumir höfðu á orði, hverjar yrðu nú efndimar á loforðum kommúnista eftir kosn- ingarnar, þegar slík vinnubrögð og svik voru viðhöfð í upphafi bar- áttunnar. En hér fékkst engu um þokað. Lýðræðissinnarnir urðu að beygja sig fyrir ofríki og yfirgangi Brynj- ólfs, því að hann hafði látið flugu- menn sína sjá svo um, að band- ingjar kommúnistanna brytu allar brýr að baki sér strax í upphafi skollaleiksins, svo hann hefði allt þeirra ráð í hendi sinni. Atkvæðagreiðsla var látin fara fram innan „héraðsnefndarinnar" um málið, og auðvitað vann kommúnistaklíkan frægan sigur, svo Hannibal og Alfreð áttu engra kosta völ, og urðu að sætta sig við þetta kaldrifjaöa gerræði hinna nýju samherja sinna. Hannibal var rekinn úr leiðtoga- Þei, þei Hafið þið ekki tekið eftir því, góðir ísfirðingar, hvað aumingja mennimir, sem skrifa „Vestur- land“, eiga bágt um þessar mund- ir? Þeir em að burðast við að gefa blaðið út vikulega, af því að kosn- ingar eru fram undan, en þeir vita sæti listans, en Einar Olgeirsson var leiddur í öndvegið. Alfreð fékk að sitja áfram, því baráttu Brynjólfs var fyrst og fremst stefnt gegn Hannibal. En Alfreðs hlutur er enn eftir, því honum skal fórnað á kosningadaginn, með skipulögðum útstrikunum, sem eiga að tryggja Eðvarð uppbótar- þingsæti það, sem Alfreð bar að hreppa. Tilgangi Brynjólfs var náð til fulls. Þess vegna er nú gamli komm- únistafáninn borinn fyrir fylkingu Flóttabandalagsins í Reykjavík. Merkisberinn er sá sami og áður, — Einar Olgeirsson, formaður kommúnistaflokksins, en Hannibal og Alfreð fá aðeins að þeyta áróð- urslúðrana. Þessi merkisberi Flóttabandalagsins og sérstakur fulltrúi Brynjólfs, hefur verið handhægasti og auðmjúkasti þjónn Moskvaklíkunnar á liðnum ámm, — maður, sem Brynjólfur svínbeygði svo í duftið á sínum tíma, að frægt er orðið, þegar hann lét Einar játa á sig hinar þyngstu sakir og svik við íslenzka verkalýðinn og margháttaða auð- valdsþjónustu. Og svo vesall gerð- ist Einar Olgeirsson, að hann kom knékrjúpandi að veldisstóli Brynj- ólfs til að biðja um miskunn og fyrirgefningu. Fyrir slíkum mönnum verður Hannibal Valdimarsson að þoka, — og það mánuði fyrir kosning- ar. Hvert verður þá hlutskipti hans og annara lýðræðissinna eftir kosningarnar, þegar þeir búa við svona kröpp og niður- lægjandi kjör nú þegar? ----oOo----- Afmæli. 14. þ. m. átti Sigurður Jónasson, bóndi í Svansvík í Reykjafjarðar- hreppi sjötugsafmæli. Kona hans er Bergþóra Jónsdóttir. og ró, ró bókstaflega ekkert, um hvað þeir eiga að skrifa. Þeir geta ekkert skrifað um Kjartan lækni eða þingmennsku hans, því þar hafa þeir frá engu að segja nema eymdinni. Ekki geta þeir heldur skrifað um stefnumál Sjálfstæðisflokksins af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru engin til. Við ætlum bara að græða, segja höfuðpaurar íhaldsins. Það er okkar stefna. Við ætlum að græða milljón á milljón ofan á hersetu framandi þjóðar og á fjármála- öngþveiti og gjaldþrotaástandi ís- lenzkra atvinnuvega. Við höfum grætt ágætlega á bátagjaldeyrin- um og hersetunni og líka þénað ljómandi vel á bílainnflutningnum, og svoleiðis ætlum við okkur að halda áfram að græða! Og hvað eigum við svo að gera með stefnu- mál?! Nei, það er líka satt, hugsar Matthías, svona stefnu þýðir ekki að ræða við ísfirzka kjósendur. En mundu Isfirðingar ekki taka því vel, ef Vesturland birti nokkr- ar ádeilugreinar um braskarana og fjárplógsmennina, sem leika laus- um hala og hirða meðal annars árlega í milliliðagróða mörg hundruð þúsund af togarafélaginu ísfirðingur, svo að félagið á í enda- lausri fjárþröng, þrátt fyrir ríkis- styrkina? Jú, ísfirðingar mundu vissulega virða það við „Vesturland". En þá færi nú líka skörin að færast upp í bekkinn. Þá væri „Vesturland“ heldur ekki stuðn- ingsblað Sjálfstæðisflokksins og ráðamenn þess ekki lengur bak- verðir braskaraklíkunnar í Reykja- vík. Ekki má því heldur skrifa um slíkt efni í þetta vesæla blað, sem vikulega kemur út á götur bæjar- ins eins og reyttur hani, sem hvorki getur galað né staðið á öðrum fæti. En sú var tíðin, að „Vesturland“ gat bæði galað og staðið á öðrum fæti. Það var bara áður en Kjartan komst á þing. Þá var nú glatt á hjalla í „Vesturlandi“. Þá var sungið allan vorlangan daginn: „Þegar Kjartan kemst á þing, hó, hó og hæ, — flæðir gull í stríð- um straumum yfir þennan bæ!“ Og Kjartan komst á þing. Hann hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann. Frá honum heyrðist hvorki stuni né hósti upp frá þeim degi, — og álfagullið hefur heldur ekki sézt! Á síðkvöldum, þegar „Vestur- landið“ er á leið í „pressuna", má nú tíðum heyra dapurlegt raul á ritstjórnarskrifstofunni: „Ekkert hæ, — ekkert hó! Bara þei, þei og ró, ró“! 1 AlþýDuflokksfóik «g aðrir stuðningsmeim 1 fiunnlaugs Þórðarsonar! j i Styrkið kosningasjóðinn. Komið með framlög ykk- i I ar á kosningaskrlfstofuna. Verum öll samtaka. I | Margt smátt gerir eitt stórt. | | Fjársöfnunarnefndin. |

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.