Skutull


Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 1
 7 1 > * iri j ¦ II j k 1 1 1 1 VESTFIRÐINGAR! ml m I 1 1 I i ¦ n Kjósið gegn íhaldinti. 11 m I 1 ¦ 1 j I j Kjósið frambjóðend- k/1 i JBski ^^b^ 1 i 11 j 1 J ur umbótaflokkanna. XXXIV. árgangur. ísafjörður, 22. júní 1956. 15.—16. tölublað. Sjúkdómur Kjartans. „Læknir, læknaðu sjálfan þig." var sagt hér áður fyrr, þegar hinir læknisfróðu þóttu blindir á eigin sjúkdóma. Þetta sama mætti í dag segja við Kjartan J. Jóhannsson, lækni og íhaldsi ramb jóðanda, en það er þó haria tilgangslítið, því sjúkdómurinn, sem hann er haldinn af, er með öllu ólæknandi. Sjúkdómseinkennin lýstu sér á framboðsfund- inum s.l. mánudag m. a. í eftirfarandi: Tækifærí ísíirzkra kjósenda. Varnarmál Frambjóðandinn taldi íhaldið og sig vilja herinn burtu, en þessi fullyrðing stangast á við afstöðu hans og íhaldsins til varnarmálanna á síðasta þingi, og vitað er, að íhaldið reynir að afla sér atkvæða út á það, að herinn verði kyrr, ef það sigri í kosning- unum. Sjúkdómseinkenni: Ósann- sögli. Landhelgismál. Frambjóðandinn taldi forsjá landhelgismálsins bezt borgið í höndum íhaldsins, þrátt fyrir fortíð þess, sem hefir að geyma „ömmu"-skeytin, barátt- una gegn aukinni landhelgisgæzlu, undirlægjuháttinn við Breta og sitt hvað fleira. Sjúkdómseinkenni: Blekkingavaðall. Heilbrigðismál. Frambjóðandinn þakkaði íhaldinu (og sjálfum sér) allar framfarir í þessum málum á siðari tímum, svipað eins og þeg- ar núverandi heilbrigðismálaráð- herra, Ingólfur Jónsson, lét Mogg- ann birta myndir af sjúkrahúsum, sér til dýrðar, sem byggð voru fyr- ir hans ráðherratíð. Sjúkdómsein- kenni: Málefnahnupl. Tryggingamál. Frambjóðandinn taldi íhaldið og sjálfan sig hafa haft forgöngu um stórfelldar lag- færingar í tryggingalöggjöfinni á síðasta þingi, talaði raunar eins og tryggingarnar hefðu alla tíð ver- ið stefnumál íhaldsins. Sjúkdóms- einkenni: Staðreyndaf ölsun og gorgeir. Baforkumál — Atvinnumál. Allt bókstaflega allt, sem gert hefir verið í þessum málum, áttu sam- kvæmt kökkabók læknisins, að hafa verið gert af íhaldinu einu og engum öðrum. Staðreyndin er hinsvegar sú, að í þessum efnum hafa samstarfsflokkar íhaldsins á liðnum árum þvingað það til átaka. Hinsvegar hefir íhaldið magnað dýrtíðina svo, að frekari raforku- framkvæmdum er stefnt í tvísýnu, og hin myndarlegu atvinnutæki okkar skortir reksturgrundvöll. Sjúkdómseinkenni: Takmarkalaus fyrirlitning á dómgreind almenn- ings. Bæjarmál. Ekki tók betra við, þegar lækn- irinn fór að ræða um málefni bæj- arins sérstaklega. Þá tvinnuðust fyrst rækilega saman öll þau sjúk- dómseinkenni, sem skýrt hefir ver- ið frá hér að framan, þannig að hver maður gat greint rotnunar- sjúkdóm læknisins. Einna mest bar á gorgeirnum og montinu, því auk umfangsmikilla læknisstarfa átti maðurinn, að sjálfs hans sögn, bókstaflega að hafa haft hönd í bagga með uppbyggingu allra fyr- irtækja í bænum, að ekki sé nú minnst á opinberar framkvæmdir! Hér er ékki rúm til að hrekja allar fyrrur læknisins, en bent skal á eftirfarandi: Skipasmíðaiðnaður- inn, vélsmiðjan, olíusamlagið, frystihúsin og fiskimjölsverk- smiðjan hafa byggzt hér upp ut- an um þá vélbátaútgerð, sem aðal- lega hefir verið haldið uppi af Al- þýðuflokksmönnum, og þótt sú út- gerð hafi ekki byggt yfir eigin starfsemi, þá er tilvara framan- greindra fyrirtækja henni að þakka. Dýpkun sundanna. Einu afskipti Kjartans J. Jóhannssonar af þeirri Framhald á 3. síðu. Á þeim tímum þegar sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, frelsi hennar og hagstæld, var ógnað sökum arð- ráns og kúgunar danskra auðjöfra • og kaupsýslubraskara, sagði ís- lenzka afturhaldið. „Við erum svo fátækir og smá- ir, að við verðum að lúta forsjá Dana, án „aðstoðar" þeirra getum við ekki lifað í þessu landi." Þannig svaraði þá íhaldið þeim frumherjum sjálfstæðisbaráttunn- ar, sem vildu koma þjóðinni úr efnahagsviðjum þeim, sem dansk- ir og íslenzkir braskarar höfðu lagt á íslendinga. Nú er efnahagslífi og menningu þjóðarinnar teflt í tvísýnu vegna dvalar erlends hers í landinu. En í dag eru svör íhaldsins þau sömu og fyrr: Það segir: Við getum ekki verið án her- námsliðs Bandaríkjanna, — efna- hagskerfi þjóðarinnar er í voða statt, ef við missum blóðpeninga hersetunnar. Það er furðu djarft af þeim mönnum, sem hafa gert ævarandi setu fjölmenns erlends herliðs í landi sínu, að sínu hjartfólgnasta baráttumáli, að þeir skuli geta kennt flokk sinn við sjálfstæði þjóðarinnar. Að vísu er það rétt, að við erum fámenn þjóð og fátæk, og búum í landi, sem er harðbýlt á flestum sviðum og því aðeins byggilegt fólki, sem vill og getur unnið og sigrazt á ytri erfiðleikum, sem óblíð náttúra skapar á hverjum. tíma. En þjóðir eru ekki aðeins metn- ar eftir fólksf jöldanum einum sam- an. Þar kemur fleira til greina. Veldur því m. a. aukinn skilning- ur og nánara samstarf þjóða á milli. Islenzka þjóðin, íslenzkt alþýðu- fólk til sjávar og sveita, hefir vissulega unnið mörg afreksverk, sem vakið hafa verðskuldaða at- i hygli og virðingu annarra þjóða á Islendingum. Og tíminn mun leiða það í ljós, Dr. Gunnlaugur I"órðarson. að þjóðin okkar, þótt hún sé fá- tækari og fámennari en flestar aðrar þjóðir, mun sannarlega eiga eftir að vinna mikilsverð afrek bæði í atvinnu- og efnahagsmál- um landsins, — ef rétt er á hald- ið, og landinu stjórnað með hags- muni lands og lýðs fyrir augum. íslenzku þjóðinni eru allir vegir færir, svo framarlega, sem hún fær tækifæri til þess að neyta kraft- anna og getur hagnýtt til hins ýtr- asta þjóðarauðinn, auðinn, sem engin gengisfelling afturhaldsins getur fellt í verði, —¦ vinnuafl al- þýðustéttanna. En sá þjóðarauður er aldrei hag- nýttur til fulls fyrr en stjórnar- stefnan er mörkuð með það eitt fyrir augum, að skapa öllum, sem geta og vilja vinna, örugga vinnu og trausta, mannsæmandi afkomu. En það verður ekki gert í sam- starfi við flokk verðbólgubraskara og kaupahéðna, íhaldsflokkinn, heldur aðeins í heiðarlegu sam- starfi þeirra umbótaflokka, sem eru fulltrúar alþýðustéttanna í bæ og byggð. En til þess að auðlindir þjóðar- innar, í nútíð og framtíð, verði nýttar með almenningsheill fyrir augum, er brýn nauðsyn á, að stjórn landsins sé í nánum tengsl- Framhald á 3. síðu. X Gunnlaugur Þórðarson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.