Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 22.06.1956, Qupperneq 1

Skutull - 22.06.1956, Qupperneq 1
VESTFIRÐINGAR! XXXIV. árgangur. ísafjörður, 22. júní 1956. 15.—16. tölublað. Kjósið gegn íhaldinu. Kjósið frambjóðend- ur umbótaflokkanna. Sjúkdómur Kjartans. „Læknir, læknaðu sjálfan þig.“ \ar sagt hér áður fyrr, þegar hinir læknisfróðu þóttu blindir á eigin sjúkdóma. Þetta sama mætti í dag segja við Kjartan J. Jóhannsson, lækni og íhaldsframbjóðanda, en það er þó harla tilgangslítið, því sjúkdómurinn, sem hann er haldinn af, er með öllu ólæknandi. Sjúkdómseinkennin lýstu sér á framboðsfund- inum s.l. mánudag m. a. í eftirfarandi: Varnarmál Frambjóðandinn taldi íhaldið og sig vilja herinn burtu, en þessi fullyrðing stangast á við afstöðu hans og íhaldsins til varnarmálanna á síðasta þingi, og vitað er, að íhaldið reynir að afla sér atkvæða út á það, að herinn verði kyrr, ef það sigri í kosning- unum. Sjúkdómseinkenni: Ósann- sögli. Landhelgismál. Frambjóðandinn taldi forsjá landhelgismálsins bezt borgið í höndum íhaldsins, þrátt fyrir fortíð þess, sem hefir að geyma ,,ömmu“-skeytin, barátt- una gegn aukinni landhelgisgæzlu, undirlægjuháttinn við Breta og sitt hvað fleira. Sjúkdómseinkenni: Blekkingavaðall. Heilbrigðismál. Frambjóðandinn þakkaði íhaldinu (og sjálfum sér) allar framfarir í þessum málum á síðari tímum, svipað eins og þeg- ar núverandi heilbrigðismálaráð- herra, Ingólfur Jónsson, lét Mogg- ann birta myndir af sjúkrahúsum, sér til dýrðar, sem byggð voru fyr- ir hans ráðherratíð. Sjúkdómsein- kenni: Málefnahnupl. Tryggingamál. Frambjóðandinn taldi íhaldið og sjálfan sig hafa haft forgöngu um stórfelldar lag- færingar í tryggingalöggjöfinni á síðasta þingi, talaði raunar eins og tryggingarnar hefðu alla tíð ver- iö stefnumál íhaldsins. Sjúkdóms- einkenni: Staðreyndafölsun og gorgeir. Kaforkumál — Atvinnumál. Allt bókstaflega allt, sem gert hefir verið í þessum málum, áttu sam- kvæmt kokkabók læknisins, að hafa verið gert af íhaldinu einu og engum öðrum. Staðreyndin er hinsvegar sú, að í þessum efnum hafa samstarfsflokkar íhaldsins á liðnum árum þvingað það til átaka. Hinsvegar hefir íhaldið magnað dýrtíðina svo, að frekari raforku- framkvæmdum er stefnt í tvísýnu, og hin myndarlegu atvir.nutæki okkar skortir reksturgrundvöll. Sjúkdómseinkenni: Takmarkalaus fyrirlitning á dómgreind almenn- ings. Bæjarmál. Ekki tók betra við, þegar lækn- irinn fór að ræða um málefni bæj- arins sérstaklega. Þá tvinnuðust fyrst rækilega saman öll þau sjúk- dómseinkenni, sem skýrt hefir ver- ið frá hér að framan, þannig að hver maður gat greint rotnunar- sjúkdóm læknisins. Einna mest bar á gorgeirnum og montinu, því auk umfangsmikilla læknisstarfa átti maðurinn, að sjálfs hans sögn, bókstaflega að hafa haft hönd í bagga með uppbyggingu allra fyr- irtækja í bænum, að ekki sé nú minnst á opinberar framkvæmdir! Hér er fckki rúm til að hrekja allar fyrrur læknisins, en bent skal á eftirfarandi: Skipasmíðaiðnaður- inn, vélsmiðjan, olíusamlagið, frystihúsin og fiskimjölsverk- smiðjan hafa byggzt hér upp ut- an um þá vélbátaútgerð, sem aðal- lega liefir verið haldið uppi af AI- þýðuflokksmönnum, og þótt sú út- gerð hafi ekki byggt yfir eigin starfsemi, þá er tilvara framan- greindra fyrirtækja henni að þakka. Dýpkun sundanna. Einu afskipti Kjartans J. Jóhannssonar af þeiri'i Framhald á 3. síðu. Tækifæri ísfirzkra kjósenda. A þeim tímum þegar sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, frelsi hennar og hagstæld, var ógnað sökum arð- ráns og kúgunar danskra auðjöfra og kaupsýslubraskara, sagði ís- lenzka afturhaldið. „Við erum svo fátækir og smá- ir, að við verðum að lúta forsjá Dana, án „aðstoðar" þeirra getum við ekki lifað í þessu landi.“ Þannig svaraði þá íhaldið þeim frumherjum sjálfstæðisbaráttunn- ar, sem vildu koma þjóðinni úr efnahagsviðjum þeim, sem dansk- ir og íslenzkir braskarar höfðu lagt á íslendinga. Nú er efnahagslífi og menningu þjóðarinnar teflt í tvísýnu vegna dvalar erlends hers í landinu. En í dag eru svör íhaldsins þau sömu og fyrr: Það segir: Við getum ekki verið án her- námsliðs Bandaríkjanna, — efna- hagskerfi þjóðarinnar er í voða statt, ef við missum blóðpeninga hersetunnar. Það er furðu djarft af þeim mönnum, sem hafa gert ævarandi setu fjölmenns erlends herliðs í landi sínu, að sínu hjartfólgnasta baráttumáli, að þeir skuli geta kennt flokk sinn við sjálfstæði þjóðarinnar. Að vísu er það rétt, að við erum fámenn þjóð og fátæk, og búum í landi, sem er harðbýlt á flestum sviðum og því aðeins byggilegt fólki, sem vill og getur unnið og sigrazt á ytri erfiðleikum, sem óblíð náttúra skapar á hverjum tíma. En þjóðir eru ekki aðeins metn- ar eftir fólksf jöldanum einum sam- an. Þar kemur fleira til greina. Veldur því m. a. aukinn skilning- ur og nánara samstarf þjóða á milli. Islenzka þjóðin, íslenzkt alþýðu- fólk til sjávar og sveita, hefir vissulega unnið mörg afreksverk, sem vakið hafa verðskuldaða at- % hygli og virðingu annarra þjóða á Islendingum. Og tíminn mun leiða það í ljós, Dr. Gunnlaugur Þórðarson. að þjóðin okkar, þótt hún sé fá- tækari og fámennari en flestar aðrar þjóðir, mun sannarlega eiga eftir að vinna mikilsverð afrek bæði í atvinnu- og efnahagsmál- um landsins, — ef rétt er á hald- ið, og landinu stjórnað með hags- muni lands og lýðs fyrir augum. Islenzku þjóðinni eru allir vegir færir, svo framarlega, sem hún fær tækifæri til þess að neyta kraft- anna og getur hagnýtt til hins ýtr- asta þjóðarauðinn, auðinn, sem engin gengisfelling afturhaldsins getur fellt í verði, — vinnuafl al- þýðustéttanna. En sá þjóðarauður er aldrei hag- nýttur til fulls fyrr en stjórnar- stefnan er mörkuð með það eitt fyrir augum, að skapa öllum, sem geta og vilja vinna, örugga vinnu og trausta, mannsæmandi afkomu. En það verður ekki gert í sam- starfi við flokk verðbólgubraskara og kaupahéðna, íhaldsflokkinn, heldur aðeins í heiðarlegu sam- starfi þeirra umbótaflokka, sem eru fulltrúar alþýöustéttanna í bæ og byggð. En til þess að auðlindir þjóðar- innar, í nútíð og framtíð, verði nýttar með almenningsheill fyrir augum, er brýn nauðsyn á, að stjórn landsins sé í nánum tengsl- Framhald á 3. síðu. X Gunnlaugur Þórðarson.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.