Skutull

Árgangur

Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 4
4 S K U TU LL Tilboð óskast. Rafveita Isafjarðar óskar eftir tilboði í flutning á dieselvél, rafal og fleiri tækjum frá hafnarbakkanum á ísafirði að rafstöð- inni í Engidal. Þyngsta stykkið er um 18 tonn. Verktaki skal sjálfur tryggja öll tækin í flutningunum. Til- boðum skal skila fyrir 15. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar gefur Rafveita Isaf jarðar. Tilkynning Nr. 14/1956. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: N iðurgreitt: óniðurgreitt: Heildsöluverð ................. kr. 5,89 kr. 10,72 Smásöluverð.................... — 6,70 — 11,70 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 8. júní 1956. V er ðgæzlust j ór inn. Tilkynnino. Iðgjöld Sjúkrasamlags Eyrarhrepps hækka frá 1. júlí n.k. úr kr. 30,00 í kr. 35,00. SJÚKRASAMLAG EYRARHREPPS. : Alþingiskosningi ísafjarðarkaupstað; fer fram sunnudaginn 24. júní n.k. og hefst kl. 10 f. h. í barnaskólanum. Kjördeildarskipting er þannig: 1. kjördeild: Grænigarður, Hraunprýði, Neðstikaupstaður, Seljaland, Sjúkrahús Isafjarðar, Sólbyrgi, Torfnes, Aðalstræti, Austurvegur, Brunngata, Engjavegur, Eyrargata, Fjarðarstræti, Grundargata, Hafnarstræti. 2. kjördeild: Hlíðarvegur, Hnífsdalsvegur, Hrannargata, Krókur, Mánagata, Mjallargata, Mjógata, Norðurvegur, Pólgata, Seljalandsvegur, Silfurgata. 3. kjördeild: Silfurtorg, Skipagata, Skógarbraut, Skólagata, Smiðju- gata, Sólgata, Sundstræti, Tangagata, Túngata, Urðar- vegur, Þvergata. Að lokinni kosningu fer talning atkvæða fram í Góðtemplara- húsinu. Yfirkjörstjórn ísafjarðarkaupstaðar, 18. júní 1956. Matthías Bjarnason. Birgir Finnsson. Jóh. Gunnar Ólafsson. Gnðgeir Jónssen frambj óðandi Alþýðubandalagsins. x Gnnnlaugur Þórðarson frambjóðandi Alþýðuflokksins. Kjartan J. Jóhannsson f rambj óðandi Sj álf stæðisflokksins. Illllllllllllllllllllllllllltll A Landslisti Alþýðuflokksins. B Landslisti Framsóknarflokksins. D Landslisti Sjálfstæðisflokksins. F Landslisti Þjóðvarnarflokks íslands. G Landslisti Alþýðubandalagsins. Pannig lítur kjörseðillinn út, þegar kjósandi í ísafjarðarkaupstað hefur greitt Gunniaugi Þórðarsyni, frambjóðanda Alþýðuflokks- ins atkvæði sitt með því að setja X fyrir framan nafn hans. Að gefnu tilefni er athygli manna vakin á þvi, að nafn frambjóðanda Alþýðnflokksins er ekki efst á kjörseðlinum, eins og verið hefnr, beldur i Þakkarorð. Ég vil hér með tjá innilegar þakkir mínar öllum vinum mínum og velunnurum, fjær og nær, sem sýndu mér hlýhug og glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 9. þ. m. Nöfnin eru of mörg, til þess að hægt sé að telja þau upp hér. Bæjarstjórn ísafjarðar vil ég þakka sérstaklega fyrir heiðurs- skjal það, sem hún og bæjarstjóri færðu mér þennan dag ásamt hlýj- um óskum og viðurkenningarorð- um. Ég vil leyfa mér að benda á það í þessu sambandi, að þetta er sama bæjarstjómin, sem varð fyrst til þess allra sveitarstjóma á landinu að veita skógræktinni verulegan og varanlegan stuðning á þann hátt, sem kom sér bezt og verða má að mestum notum. Þá vil ég þakka hjartanlega þeim fjölmörgu Isfirðingum, sem að tilhlutun stjómar Skógræktar- miðjunni. félagsins sendu mér myndarlega peningagjöf. Slíkt kemur sér vel, þegar ellin er að gera mér ókleyft að vinna lengur þau störf, sem ég hef lifað af síðustu áratugina. Ég hef margt að þakka ísfirð- ingum fyrir þá fjóra áratugi, sem ég hef átt hér heima, en þakklát- astur er ég þó fyrir þann skilning, sem bæði bæjarstjórn og fjöl- margir einstaklingar hafa sýnt á áhugamálum mínum, einkum að því, er skógræktina varðar. Það er mesta hamingja og gleði hvers hugsjónamanns að mæta skilningi og njóta góðrar aðstoðar við fram- kvæmd hugsjónanna. Þó ég sé ekki rikur af verald- legum fjármunum, tel ég mig samt vera ríkasta manninn á Isafirði, þegar alls er gætt. Það er mestur auður og beztur að eiga fölvska- lausan hlýhug samborgara sinna. Þökk sé ykkur oilum, góðir Is- firðingar. M. Simson. Á kjordag verður kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins í Alþýðnhúsinu, uppi. - Sími 400.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.