Skutull


Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 1
XXXIV. árgangur. Isafjörður, 7. nóvember 1956 17.—18. tölublað. &"¦ !¦,« <\. WWJXLSiUMCíW *EE3 ísíirJlnpr h.f. Mður um 600 Ms. kr. bæjarábyroð Ráðherrar Alþýöu- flokksins Útgerðin og verðbólgan. 1 greinargerð með ábyrgðar- beiðni togarafélagsins segir fram- kvæmdastjóri þess, Ásberg Sig- urðsson, m. a. frá því, að s.l. ár hafi reksturshalli félagsins numið 1,5 milljón kr. án allra afskrifta. Um dagstyrkinn, sem togararnir fá, segir framkvæmdastjórinn, að bróðurparturinn af honum hverfi jafnóðum í kauphækkanir, verð- hækkanir á olíum og aðrar almenn- ar hækkanir, en þessi styrkur hef- ir verið frá s.l. áramótum kr. 5000.00 á hvern úthaldsdag togar- anna, eða kr. 1,5 millj. á skip á ári. Almennt muni afkoman hjá togurunum á þessu ári þessvegna verða stórum lakari en s.l. ár, og auk dýrtíðarinnar komi þar til aflatregða í sumar og haust. 1 þessu sambandi skulu lesend- ur minnast þess, hvaða flokkur það er, sem aðalábyrgðina ber á þessi flóðöldu dýrtíðarinnar, sem nú er að færa alla útflutningsfram- leiðslu í kaf. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkur, og hefir, síðan stjórnarskipti urðu í landinu, ham- ast gegn viðleitni nýju stjórnar- innar til þess að stöðva dýrtíðina. „Sárt eru leikinn, Sámur fóstri". Hvernig hefir þá dýrtíðarvél Ólafs Thórs, sem uppfundin er tii þess að gera þá ríku ríkari, verk- að á aðalatvinnufyrirtæki ísfirð- inga, togarafélagið, sem fyrv. bæj- arfulltrúi kommúnista fól umsjá „hrekklausra" flokksmanna Ólafs Thórs hér í bænum? ,Jú, Ásberg Sigurðsson segir, í áðurnefndri greinargerð, að lijá lsfirðingi h.f. sé nú svo komið, að ekki verði hægt að koma skipun- um út í næstu veiðiferð, ef um- beðin ábyrgð fáist ekki. Klössun- arkostnaður á ísborgu á þessu ári hafi numið 800 þúsund kr., yfir- dráttur í Landsbankaum hafi hækkað verulega, og sé sá yfir- dráttur tryggður með væntanleg- um styrkjum úr Framleiðslusjóði, sem íélagið megi þó ekki án vera vegna daglegs reksturs skipanna. Bæjarstjórn samþykkti á aukafundi 1. þ. m. að verða við erindi ísfirðings h.f. um 600 þús. kr. bæjarábyrgð til þess að gera félaginu kleift að halda út skipum sínum til ára- móta. Talið var af íorráðamönnum félagsins, að rekstur- inn mundi stöðvast, ef slík ábyrgð fengist ekki. Lausaskuldir hafi stórlega vaxið, en þó megi telja víst að kröfuhaf- ar þeirra muni ekki gera aðför að félaginu a. m. k. til áramóta, ef umbeðin bæjarábyrgð láist. Þannig er þá dýrtíðarvél „hins mikla stjórnmálamanns" Ólafs Thórs búin að leika skjólstæðinga hans hér í bæ, sem ekki kunnu sér læti, þegar örlögin höguðu því svo, að þeir fengu vald yfir tveimur togurum. Þeir glíma nú við him- inháa örðugleika verðbólgunnar, og hafa jafnvel orðið að lúta svo lágt, að leita ásjár núverandi bæj- arstjórnarmeirihluta, sem annars á ekki upp á pallborðið hjá þeim drambsömu herrum. En flokksfor- inginn mikli, ól. Th. og f jölskylda hans, hefir sitt á þurru í heild- sölubraski og hermangi, og er að- eins með í útgerð á einu skipi til málamynda, en gerði áður út 7 skip. Mænt á hjálp. Hvert mæna þá hinir dyggu þjónar .Thórsaranna hér á hjálp í neyð sinni? Þeir hafa þegar feng- ið fyrirgreiðslu bæjarstjórnar- meirihlutans, eins og um var beð- ið, og í fyrrnefndri greinargerð Ásbergs Sigurðssonar er það sagt berum orðum, að kröfuhafar lausa- skulda ísfirðings h.f. mun a. m. k. ekki gera aðför að félaginu til ára- móta, því að þá sé búist við að rík- isstjórnin skapi togaraútgerðinni rekstursgrundvöll til frambúðar, auk þess sem tekið hafi verið af velvild og góðum skilningi þeirri málaleitan togaraeigenda, að fá hjá ríkisstjórninni 300 þús. kr. á skip ti'l að grynna á skuldasúp- unni og aðrar 300 þús. kr. á skip vegna klössunar skipanna. Það er þá núverandi ríkisstjórn, sem eftir fárra mánaða setu, á að skapa útgerðinni „rekstursgrund- völl til frambúðar" og byggja upp á skömmum tíma það, sem dýr- tíðarvélin hans Ólafs Thórs hefir í mörg undanfarin ár verið að mala niður og leggja í rúst. Síðan stjórnarskiptin urðu, hafa þeir ól. Th. og Bjarni Ben. keppst við að telja þjóðinni trú um að Framhald á 3. síðu. Guðmundur t. Guömuiidsson. Gylfi Þ. Gíslason. Ný ríkisstjórn Skömmu eftir alþingiskosning- arnar hófust viðræður um myndun ríkisstjórnar milli Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins ann- arsvegar og Alþýðubandalagsins hinsvegar. Þær viðræður leiddu til þess að hinn 24. júní s.l. tók ný ríkisstjórn, undir forsæti Hermanns Jónasson- ar, form. Framsóknarflokksins, við völdum, en hún er skipuð full- trúum fyri^efndra flokka. Ríkisstjórnin gerði með sér mál- efnasamning, sem felur í sér ákvæði og fyrirheit um víðtækar umbætur í efnahagsmálum þjóðar- innar og stórhuga atvinnulegar framkvæmdir og alhliða viðreisn atvinnulífsins. Er máiefnasamningur ríkis- stjórnarinnar í öllum aðalatriðum byggður á kosningastefnuskrá um- bótaflokkanna. Hinni nýju ríkisstjóm hefir ver- ið vel tekið af öllum almenningi og nýtur hún trausts og stuðnings vinnustéttanna til lands og sjávar, eins og gleggst kom fram í sam- bandi við verðstöðvunarlögin, sem gefin voru út í sumar. En íhaldið hefir algjörlega geng- ið af göflunum við stjórnarskiptin, og hafa gengið svo langt í rógs- skrifum sínum um ríkisstjórnina, að það hefir ekki vílað fyrir sér, að gera Islendinga tortryggilega í augum erlendra stórvelda, og það í því máli, sem hlýtur að teljast eitt helzta sjálfstæðismál hverrar fullvalda þjóðar. Svo mjög gremst nú leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, sem í sautján ár hafa ráðið miklu um stjórn landsins og sem ráðið hafa mestu í fjármálum og atvinnumálum þjóðarinnar, og setið þar yfir hvers manns hlut af skipulögðu pólitísku ofbeldi, að missa þá valdaaðstöðu. Hina nýju ríkisstjórn skipa, auk Hermanns Jónassonar forsætisráð- Framhald á 3. síðu. i

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.