Skutull

Árgangur

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Hjónaband. Gefin hafa verið saman í hjóna- band: * Herdís Á. Eggertsdóttir, Bol- ungavík, og Ólafur Kristjánsson, málari, ísafirði. * Dagný Guðlaugsdóttir, Húsa- vík, og Richard Sigurbaldason, ísafirði. * Björný Björnsdóttir, hjúkrun- arkona frá Hafnarfirði og Magnús Elíasson frá Nesi í Grunnavík. Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína: * Ásthildur Árnadóttir, síma- stúlka, isafirði, og Margeir Ás- geirsson, Hnífsdal. ■ * Jakobína Jakobsdóttir, ísafirði og Rúnar G. Steindórsson, prentari frá Reykjavík. * Ása Ásbergsdóttir, hjúkrunar- nemi, ísafirði, og Pétur Helgason, Akureyri. * Jónína Einarsdóttir, ísafirði og Gísli Jón Hermannsson, isafirði. * Sigurborg Benediktsdóttir, ísa- firði og Jónas Björnsson, isafirði. * Ingibjörg Friðbertsdóttir, Súg- andafirði og Guðbjörn Krist- mannsson, isafirði. * Sigrún Sigurgeirsdóttir, ísa- firði og Sverrir Sigurðsson, sjóm. Reykjavík. * Birna G. Friðriksdóttir, Rvík, og Egill Jónsson frá isafirði. Afmseli. Kristján Friðbjörnsson, mál- arameistari, isafirði, átti fimm- tugsafmæli 26. sept. s.l. * Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupmaður, varð sjötugur 2. okt. síðastliðinn. * Hjalti Jónsson, Vinaminni, ísa- firði, varð sextugur 23. f. m. * Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, Hnifsdal, átti sjötugsafmæli 28. október s.l. Andlát. * Rósinkar Hjálinarsson, lézt í Elliheimilinu 14. ágúst s.l. 82 ára að aldri. * Sesselja Brynjólfsdóttir (Al- bertssonar), lézt af barnsburði 16. ágúst s.l. 22 ára að aldri. Hún var kona Garðars Jónssonar, sjómanns Isafirði. * Sigríður Magnúsdóttir, lézt í Elliheimilinu 10. sept. s.l. Hún var fædd 23. júní 1898. * Sölvi Andrésson, áður bóndi í Stakkadal í Sléttuhreppi andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 23. ágúst s.l. Hann var fæddur 12. júní 1889 á ísafirði, en fluttizt norður að Sléttu 10 ára að aldri og dvaldi í Sléttuhreppi mestan hluta ævinn- ar. * Kristín Halldórsdóttir, ekkja Leós Eyjólfssonar kaupm., lézt 26. sept. s.l. eftir langvinp veikindi. Hún var fædd 28. sept. 1875 að Laugabóli í Isafirði. Foreldrar hennar voru Margrét Kristjáns- dóttir og Halldór Jónsson. Árið 1898 giftist Kristín Leó Eyjólfs- syni, söðlasmið. Ungu hjónin settust að hér á ísafirði og hér bjuggu þau alla tíð síðan. Leó gerðist umfangsmikill og athafnasamur kaupmaður, og rak landskunna sérverzlun í mörg ár. Hann lézt í marz 1940. Sjö börn þeirra hjóna eru á lífi, þau: Þórhallur, Jón, Eyjólfur og Leó, sem allir eru búsettir í Rvík, og Ágúst, Kristján og Margrét, sem búa hér í bæ. Ólöf Ölafsdóttir, lézt í sjúkra- húsi í Danmörku 3. f. m. Hún hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Ólöf heitin var gift Frið- riki Guðmundssyni, bílstjóra, sem nú er búsettur í Rvík, en átti hér lengi heima. Sigríður Magnúsdóttir frá Arn- ardal, lézt í Reykjavík 16. f. m., 92 ára gömul. Guðjón Ölafsson, Hnífsdal, lézt í Sjúkrahúsi Isafjarðar 27. f. m. * Sigrún Guðmundsdóttir, ekkja Bárðar Jónssonar frá Bolungavík, lézt í sjúkrahúsinu 29. f. m. * Pétur T. Oddsson, prófastur í Hvammi í Dölum, lézt af völdum umferðarslyss s.l. sunnudag, 44. ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn. Minningagrein um Önnu Björnsdóttur, fyrrv. handavinnukennara, sem lézt 6. sept. s.l., birtist í næsta tbl. Skut- uls. ----oOo—— Áformað er að gagngerð við- gerð og endurbætur fari fram á 3. hæð herkastalans hér í bæ. Er áætlað að viðgerð þessi kost 70 þús. kr. Á bæjarstjórnarfundi 1. þ. m. var samþykkt að taka inn á fjárhagsáætlun næsta ár kr. 22.750.00, sem verður framlag bæj- arins til verksins, auk bankavaxta af 24.500 láni, sem tekið verður til yerksins. —-—o----- Bæjarstjórn hefir einnig samþ. að veita Guðm. G. Kristjánssyni, Isfirðingrur ... Framhald af 1. síðu. allt væri í stakasta lagi í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar, enginn vandi og engar hættur voru á ferð- um í þeim efnum. Saga Isfirðings h.f., sem hér hefir aðeins verið lauslega sögð, vitnar betur en margt annað gegn slíkum fullyrð- ingum íhaldsforsprakkanna, og þessvegna biðja þjónarnir dyggu, sem fengu sparkið hjá húsbónda sínum, nú áður hataða andstæð- inga, fullir auðmýktar og trúnað- artrausts, að vísa sér á útgöngu- dyr úr völundarhúsi dýrtíðarinn- ar. Er ekki að efa það, að allt verð- ur gert sem unnt er af núverandi ríkisstjórn og ráðamönnum til þess að skapa allri útflutnings- framleiðslu landsins viðunandi starfsgrundvöll, en slíkt er ekkert áhlaupaverk eins og komið er. Við- reisnarstarfið er þó hafið. Það hófst með því að koma Ólafi Thórs úr valdastóli og með þeim ráðstöf- unum, sem gerðar hafa verið til þess að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Bæjarábyrgð á 600 þús. kr. Samþykkt bæjarstjórnar um ábyrgðina Isfirðingi h.f. til handa er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Isafjarðar sam- þykkir að verða við erindi Isfirð- ings h.f. um bæjarábyrgð á kr. 600.000,00 — sexhundruð þúsund krónum — enda verði láninu þann- ig varið, að tryggt sé að skipum félagsins verði haldið úti a. m. k. til næstu áramóta. Bæjarstjóra heimilist að gefa út yfirlýsingu af hálfu bæjarins um slíka ábyrgð, þegar fyrir liggur yfirlýsing við- skiptabanka Isfirðings h.f. um það, að bankinn telji þessa fyrirgreiðslu nægilega til þess að halda skipun- um úti til áramóta að óbreyttum ástæðurn. Ábyrgðin falli burtu ef ísfirðingúr h.f. fær lán þau hjá ríkissjóði, sem um ræðir í greinar- gerð með erindi félagsins, þ. e. 300 þús. kr. á skip til lækkunar lausaskulda og/eða 300 þús. kr. á skip vegna klössunar skipanna. Einnig falli bæjarábyrgðin niður, verði slík aðstoð veitt fyrir milli- skrifstofustjóra, umboð til þess að taka lán vegna rafveitufram- kvæmdanna sem hér segir: Hjá Tryggingastofnun ríkisins allt að kr. 400.000,00. Hjá Landsbankanum allt að kr. 300.000.00. Hjá Útvegsbankanum allt að kr. 300.000.00. ----o--- Á sama fundi var samþykkt að leggja 10 þús. kr. fram, samkv. ósk Stúdentagarðanna í Reykja- vík, til húsgagnakaupa í eitt her- bergi á Garði. ——o----- göngu ríkisstjórnarinnar af öðrum aðilum en ríkissjóði. Fáist hluti af slíkri aðstoð, lækki bæjarábyrgðin, sem því nemur. Bæjarstjóra er heimilað að semja við viðskiptabanka Isfirð- ings h.f. um greiðslutíma, ef til þess kemur að bæjarfélagið þurfi að greiða þá upphæð, sem ábyrgð er tekin á.“ Frá afgreiðslu málsins í bæjar- stjórn er fátt eitt að segja annað en það, að ályktunin var endanlega samþykkt með öllum atkvæðum. iVIatthías Bjarnason revndi bó að íá það skilyrði fellt niður fyrir ábyrgðinni, að krafist væri yfir- lýsingar Landsbankans um það að þessi fyrirgreiðsia nægði til þess að halda skipunum úti til áramóta, en í erindi Isfirðings h.f. var það einmitt höfuðatriði að tryggja rekstur skipanna til þess tíma. Kom því ekki annað til mála, en að halda fast á þessu atriði, til þess að bæjarábyrgðin næði til- gangi sínum og féll Matthías að lokum frá þessari undarlegu til- lögu sinni, eftir að hafa fengið fram lítilsháttar orðalagsbreyt- ingu á tillögunni. Ekki fannst Matthíasi neitt stórfellt við þessa ábyrgð á litlum 600 þús. kr. vegna tveggja mánaða úthalds. En hvað segir þú lesandi góður, um hag þess fyrirtækis, sem auk 3 milljón kr. styrks á ári frá ríkinu, þyrfti aðrar 3 milljónir og vel það, annarsstaðar frá til daglegs reksturs? Það þarf stóra læknisaðgerð til þess að lækna slíkt mein. Ný ríkisstjórn Framhald af 1. síðu. herra, sem einnig fer mað land- búnaðar- og rafmagnsmál. Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðlierra. Hann fer m. a. einnig með póst- og símamál, flug- mál, varnarmál, Almannatrygging- ar. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra. Undir hann heyra m. a. iðnaðarmál, íþróttamál, útvarps- mál, Sementsverksmiðja ríkisins. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra. Undir hann heyra m. a. samgöngumál. Hannihal Valdimarsson, félags- málaráðherra. Undir hann heyrir m. a. húsnæðismál, heilbrigðismál, verðlagsmál. Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs- málaráðherra. Undir hann heyrir m. a. innflutningsverzlun og gjald- eyrismál. Bankamál heyra undir ríkis- stjórnina sameiginlega að því leyti, sem einstakir bankar heyra ekki undir einstaka ráðherra. Öflun nýrra atvinnutækja og dreifing þeirra um landið heyrir undir ríkisstjórnina sameiginlega.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.