Skutull

Árgangur

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 5

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 5
S K U T IJ L L 5 Fundur vestflrzkra kennara 14. þing Alþýðusambanðs Vestf jarða 14. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á Isafirði nýlega. Á fundinum fluttu erindi: Þórleifur Bjamason, námsstjóri: Sögukennsla 1 skólum. Snorri Sigfússon, námsstjóri: Uppeldisgildi spamaðar. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri: Söngkennsla í skólum. Meðal ályktana, er fundurinn gerði voru: ★ Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða álítur, að sparifjársöfn- un skólabama, sem Snorri Sigfús- son, námsstjóri, hefir haft fmm- kvæði að og barist fyrir, sé fyrst og fremst þýðingarmikið og merki- legt uppeldismál, sem miðar að sið- gæðisþroska barna og unglinga. Þar af leiðandi ber foreldrum, kennurum og öðrum þeim, er bera umhyggju fyrir æskulýð landsins að veita máli þessu allan þann stuðning, sem auðið er. ★ Fundurinn telur, að nám fag- urra íslenzkra ljóða og sígildra sönglaga sé árangursríkasta leiðin til að vinna gegn og kveða niður ómenningu þá, sem stafar af auð- virðilegum og ómerkilegum dæg- urlögum og dægurlagatekstum, sem flestir eru af erlendum rótum runnir. Sökum þess telur fundurinn það aðkallandi menningarlega nauðsyn, að meiri alúð og rækt sé lögð við söngkennslu í barna- og unglinga- skólum landsins, og telur að því fé sé vel varið, sem til þess er veitt. ★ Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir yfir, að hann er því eindregið fylgjandi, að Ríkis- útgáfu námsbóka verði falið að hafa á hendi verzlun með öll þau lllllll IIIIII ll tf IIIIII || IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Atvinna Stúlka óskast í vist á gott heim- ili í Reykjavík. Upplýsingar gefa Ingibjörg Finnsdóttir, sími 48, og Arndís Árnadóttir, sími 13. Ill■lllillllllllllllllll■lllll■llllllllllllllllllllllllillllllllilllllllllll Tapazt hefur hálsmen (lítill bambi). Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 379. — Fundarlaun. kennslutæki, sem nauðsynleg eru talið hverju sinni fyrir skóla- skyldustigið. Jafnframt sé séð um það, að öll slík kennslutæki séu seld á sem hóflegustu verði. ★ Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir því yfir, að hann fordæmir harðlega útkomu þeirra glæpa og sorprita, sem svo mjög hefir borið á að undanfömu og stöðugt eru að fjölga. Jafnframt bendir fundurinn á, að fjölmargir ábyrgir aðilar, bæði félagssamtök og viðurkenndir menningarfrömuð- ir hafa sýnt fram á, að þau hefðu siðspillandi áhrif á æsku landsins. Fundurinn beinir því þeim til- mælum til forsvarsmanna þjóðar- innar og löggjafarvaldsins, að gerð sé tafarlaust gangskör að því að stöðva útkomu slíkra rita. í stjórn félagsins voru kjörnir: Guðni Jónsson, ísafirði formað- ur. Kristján Jónsson, Hnífsdal, gjaldkeri. Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Mosvallahreppi, ritari. ----------------o---- A. S. í. styrkir ungverska alþýðu. Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands hefir samþykkt að leggja fram 15.000,00 krónur í Ungverja- landssöfnunina, sem Rauði kross lslands gengst fyrir. Nýjar bækur í dag: RÖMM ER SU TAUG cftir GiiSrúim frá Lundi, framhald sögunnar Þar sem brimaldan brotnar. Gerpla, H. K. Laxness .... 20,00 Ormar, Jökull Jakobsson . . 20,00 Ásdís í Vík, Dagbj. Dagsd. 75,00 Sextán sögur, Halldór Stef- ánsson . . 85,00 Stofnunin, Geir Kristjánss. 72,00 Þytur um nótt, Jón Dan . . 75,00 Kvæðasafn Guðm. Böðvarss. 125,00 Sagnablöð, Örn á Steðja .. 85,00 Harna- og unglingabækur: Finnur frækni, Ravy Crockett, Rósa, aHnna, Hannaeignast hótel, Vala og Dóra, Stóri Björn og Litli Björn, Góðir gestir, Grái Úlfur, Kári litli í skólanum. J o \ /\ S A li 1 O M A .S S O Hl All 14. þing Alþýðusambands Vest- fjarða var haldið á Isafirði dagana 5. og 6. október s.l. Þingið sátu 26 fulltrúar, auk stjórnarinnar. Forseti sambandsins, Björgvin Sighvatsson, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna til starfa. Þingforseti var kosinn Sverrir Guðmundsson, Isafirði. Ritari var kosinn Högni Egils- son frá Súgandafirði. Á þinginu voru rædd fyrst og fremst verkalýðs- og atvinnumál. Fulltrúar hinna einstöku félaga fluttu skýrslur um starf félaga sinna og um atvinnumál viðkom- andi byggðarlaga. Forseti sambandsins flutti skýrslu stjómarinnar og gat um helztu viðfangsefni ASV á s.l. kjör- tímabili. Sambandið hefir opna skrifstofu á ísafirði, sem-annast hin daglegu störf þess. Sambandið hefir for- göngu um alla kjarasamninga vestfirzku verklýðssamtakanna, og er nú svo komið að sömu kjara- og kaupgjaldssamningar gilda um alla Vestfirði. Heildarsamningur um vinnu landverkafólks komst á árið 1949, en um sjómannakjörin 1942. Á þeim samningum hafa að sjálf- sögðu verið gerðar margvíslegar breytingar en reynsla samtakanna af þessum heildarsamtökum var slík, að ekkert félaganna hefir vilj- að taka sig út úr og semja sjálf- stætt. Á s.l. kjörtímabili voru þessir samningar gerðir við Vinnuveit- endafélag Vestfjarða: Samningur um kaup landverka- fólks vorið 1955. Samningur um kaup og kjör matsveina, vélstjóra og háseta á vélbátaflotanum í febrúar 1956. Auk þessa fékkst kaup kvenna hækkað án þess að til uppsagnar kæmi og gekk sú hækkun í gildi 1. maí s.l. Hækkaði þá kaupið úr kr. 7,59 á klst. -grunnkaup), í kr. 7,83, og aðrir kaupgjaldsliðir hlut- fallslega. Ennfremur var samið um varn- arliðsvinnuna, sem framkvæmd er í Aðalvík og á Straumnesfjalli. Stjórn Alþýðusambands Vest- f jarða var öll endurkosin með sam- hljóða atkvæðum, en hana skipa: Björgvin Sighvatsson, forseti, Jón H. Guðmundsson, ritari og Marías Þ. Guðmundsson, gjaldkeri. Varastjóm skipa: Páll Sól- mundsson, Bolungavík, varafor- seti. Helgi Björnsson, Hnífsdal, varagjaldkei'i og Kristinn D. Guð- mundsson, ísafirði, vararitari. Þinginu barst heillaósk frá fé- lagsmálaráðherra Hannibal Valdi- marssyni, en hann var um langt árabil forseti sambandsins og einn helzti forvígismaður vestfirzku verkalýðssamtakanna. Jón F. Hjartar, sem var meðal fulltrúa þingsins, færði Alþýðu- sambandi Vestfjarða að gjöf fjöl- breytt safn af bæklingum, blöðum og bókum um verkalýðsmál í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en Jón fór þangað á s.l. ári í verka- lýðssendinefnd, sem þangað var boðið á vegum bandarískra stjóm- arvalda. Verkalýðsfélögin á ísafirði buðu þingfulltrúum tvisvar til sameigin- legrar kaffidrykkju. ----oOo---- Áfanga náð Lokið er að steypa hið nýja véla- hús Rafveitunnar að Fossum. S.l. mánudagsmorgun var lok- ið síðasta hluta þess, þ. e. að steypa þakið. Þar með tókst að ljúka þeiin hluta framkvæmdanna, sem mest voru háðar tíðarfarinu, því unnt er að vinna alla innivinn- una, — múrhúðun og uppsetningu véla, — þótt frost sé. 25. þing Alþýðusambands Is- lands verður sett í Reykjavík 20. þ. m. V.l.f. Baldur kaus þessa fulltrúa: Björgvin Sighvatsson, Hannibal Valdimarsson, Guðmunds Bjarna- son, Pétur Pétursson. Varamenn: Sverrir Guðmundsson, Stefán Stefánsson, Einar Jóelsson, Sig- urður Jóhannsson. Fulltrúar Sjómannafélags Isfirð- inga eru: Jón H. Guðmundsson, Ásberg Kristjánsson. Varamenn: Sigurður Kristjánsson, Guðjón Jóhannesson. Fulltrúi Vélstjórafélagsins er: Kristinn D. Guðmundsson. Varamaður: Kristinn Arnbjörnsson. ----o----- Kaupsýslumenn. Jólin nálgast. Reynslan hefir sannað að það borgar sig að auglýsa. En það borgar sig bezt að auglýsa í Skutli, því hann er útbreiddasta blað Vestfjarða. 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Þökkum innilega auðsýnda samúð, við andlát GUÐJÓNS ÖLAFSSONAR. Ásgerður Jensdóttir börn og tengdabörn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.