Skutull

Árgangur

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 8

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 8
8 S K U T U L L Merkileg sjóðsstofnun Á fundi bæjarstjórnar Isafjarðar hinn 17 október s.l. var samþykkt reglugerð fyrir Byggingalánasjóð Isa- f j arðarkaupstaðar. í sambandi við samþykkt fjárhagsáætlimar bæjarsjóðs ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1956, fluttu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins tillögu, sem samþykkt var, þess efnis, að bærinn stofnaði byggingalánasjóð. Hlutverk sjóðsins yrði það, að veita einstaklingum, búsettum á ísa- firði, styrk til þess að koma sér upp íbúðarhúsnæði til eigin nota. ' Stofnfé Byggingalánasjóðs Isafjarðarkaupstaðar er kr. 130.000.00, en það er sú upphæð, sem veitt var úr bæjarsjóði til sjóðsins á yfirstand- andi ári. Áformað er, að verja verulegri upphæð árlega til þessa þýðingar- mikla lánasjóðs, sem eflaust á eftir að greiða götu margra Isfirðinga. llllllllllBIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllilllllllllllillllllllllBliailBIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllBllllllllBlllllBIIBllBIIBIIIIIllllliaillllllllP ( Ákveðið að stofna útgerðarfélag \ Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Isafjarðar | | beita sér fyrir stofnun félags til kaupa á nýjurA | | togurum til bæjarins. | Hlutafé í Togaraútgerð ísafjarðar h.f. er áætl- | | að kr. 1.285.00, en heimilt að auka það í 2 milljónir | | króna. Áformað er að bæjarsjóður verði stærsti hlut- | | hafinn og leggi fram 500 þús. krónur. | Á fundi bæjarráðs 5. þ. m. var lagt fram eftirfarandi bréf, | | dags. 3. nóv. s.l. undirritað af Birgi Finnssyni og Bagnari ás- | = geirssyni: | „Undirrituðum hefir verið falið, af flokkum þeim, sem standa § 1 að meirihluta bæjarstjómar ísafjarðar, að undirbúa stofnun | | togaraútgerðarfélags hér í bænum til kaupa á nýjum togurum | 1 til bæjarins samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 18. apríl s.l. | Leggjum við til að stofnað verði hlutafélag í þessu skyni og | | eftirtöldum aðilum boðin þátttaka: | Áætlað framlag | Bæjarstjórn Isafjarðar ............... kr. 500.000.00 Hreppsnefnd Eyrarhrepps ............... — 50.000.00 Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps........... — 25,000.00 Hraðfrystihúsið h.f., Hnífsdal......... — 100.000.00 Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f......— 100.000.00 | Kaupfélag ísfirðinga ................... — 200.000.00 Ishúsfélag ísfirðinga h.f.............. — 200.000.00 Fiskiðjan h.f.......................... — 10.000.00 Einstaklingar ......................... — 100.000.00 Alls kr. 1.285.000.00 | Höfum við samið frumdrög að samþykktum fyrir Togaraút- | | gerð ísafjarðar h.f., sem við sendum öllum framangreindum að- | 1 ilum til athugunar. § Ákveðið er að stofnufundur hins nýja félags verði haldinn | | 24. þ. m. kl. 17 í skrifstofu bæjarstjóra, og er þess hér með = 1 óskað, að þér tilkynnið undirrituðum ákvörðun yðar í málinu | | fyrir þann tíma. Bæjarráðsmenn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins 1 | lögðu til í bæjarráði að bærinn gerðist hluthafi I félaginu og tæki | þátt I stofnun þess. Bæjarráðsmaður Sjálfstæðisflokksins var | | mjög andvígan stofnun þessa nýja útgerðarfélags. | Þessar merkilegu ákvarðanir bæjarstjómarmeirihlutans í at- | = vinnumálum bæjarins er í beinu framhaldi af samþykkt bæjar- | | stjórnarinnar frá 18 apríl í vor og umsókn 5. maí s.l. til ríkis- | I stjórnarinnar um kaup á nýjum togurum til bæjarins, til öflun- - | ar meira hráefnis fyrir vinnslustöðvarnar og til þess að tryggja § | jafnframt og efla atvinnumöguleika ísfirðinga. | llllllllllllllllllllIllltlll!lllllllilillllllllllll!illllllllllllllllllllllllIlllllll[llllllli:i!llllllllllllllMllIlllltlll1lllllllllllllllllllllllill!llllllll Oddur Pétursson, Grænagarði, hefir nýlega verið ráðinn bæjar- verkstjóri. Hann er tekinn við starfinu. ----o----- Olíusamlag útvegsmanna hefir fest kaup á bifreiðaskúr Þóris Bjarnasonar við Fjarðarstræti og ætlar að starfrækja þar smurstöð. Olíusamlagið hefir fengið leigt bifreiðastæði (ca. 250—300 ferm.), sem er beint á móti skúrbygging- unni, og á að nota það fyrir þær bifreiðar, sem kynnu að þurfa að bíða eftir afgreiðslu. -----o---- Þing Alþýðuflokksins, hið 25. í röðinni hefst í Reykjavík 25. þ. m. Á fundi Kvenfélags Alþýðu- flokksins á ísafirði s.l. þriðjudag voru þessar konur kjömar á þing- ið: Kristín Kristjánsdóttir, Hólm- fríður Magnúsdóttir, Ingibjörg Finnsdóttir. Varafulltrúar: Unnur Guðmundsdóttir, Mál- fríður Finnsdóttir, Guðmunda Þor- bergsdóttir. Mönnum til leiðbeiningar og fróðleiks verður hér birt í heild reglugerð Byggingalánasjóðsins. Keglugerð fyrir Byggingalána- sjóð ísafjarðarkaupstaðar. 1. gr. Sjóðurinn heitir Bygginga- lánasjóður ísafjarðarkaupstaðar. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er: Framlag úr bæjarsjóði Isafjarð- ar að upphæð 130.000.00. 3. gr. Tekjur sjóðsins eru: 1. Afborganir og vextir af veitt- um lánum. 2. Árlegt framlag bæjarins eft- ir því sem bæjarstjórn samþykkir með fjárhagsáætlun hvers árs. 4. gr. Tilgangur sjóðsins er sá að styrkja einstaklinga búsetta á ísafirði til þess að koma sér upp Atvinnnniálanefnd Málefnasamningur ríkisstjórn- arinnar kveður svo á, að afla skuli nýrra atvinnutækja til landsins, þar á meðal er fram tekið að keyptir skuii 15 togarar, sem ráð- stafað sé með það fyrir augum, að tryggja atvinnulíf þeirra byggð- arlaga — Vestur-, Norður- og Austurlands, sem við mesta at- vinnuörðugleika eiga að etja, hvort sem það yrði með ríkisútgerð skipanna eða á annan veg. Nýlega hefir ríkisstjórnin skip- að atvinnutækjanefnd, sem gera á tillögur Um öflun nýrra atvinnu- tækja og staðsetningu þeirra. 1 nefndinni eiga sæti: Gísli Guðmundsson, alþm., sem er formaður nefndarinnar. Birgir Finnsson, forseti bæjar- stjómar ísafjarðar. Tryggvi Helgason, bæjarfulltrúi, Akureyri. Nefndin er tekin til starfa og hefir m. a. sent út til sveitastjórna og bæjarfélaga ítarlegan spurn- ingarlista um atvinnuástand og aðstæður á hverjum stað. Einnig hefir nefndin samið frv. um kaup hinna 15 togara, og hef- ir frumvarpið verið lagt fram á Alþingi. íbúðarhúsnæði í kaupstaðnum til eigin nota. Skilyrði til þess að lánbeiðanda verði veitt lán eru þessi: 1. Að húsin séu gerð úr varan- legu efni, hver íbúð með eldhúsi geymslu og nútímaþægindum. Fyr- irkomulag sé einnig að öðru leyti samþykkt af stjórn sjóðsins. 2. Að umsækjandi sé fjárráður og hafi, að dómi sjóðsstjórnar, sér- staka þörf fyrir lán úr sjóðnum. 3. Sjóðurinn hefir heimild til eftirlits með framkvæmd bygging- arverka og getur gætt þess, að unnið sé og aflað til byggingar á sem hagfelldastan hátt, svo láns- féð komi lántakanda að sem beztu gagni. 5. gr. Bæjarráð fer með stjórn sjóðsins í umboði bæjarstjórnar. Bæjargjaldkeri annast um f járreið- ur sjóðsins og reikningshald. Reikningsárið er almanaksár. End- urskoðendur bæjarreikninga skulu endurskoða reikninga sjóðsins. Bæjarstjórn hefir úrskurðarvald um þá, og skulu þeir jafnan lagðir fyrir bæjarstjórnina samtímis bæjarreikningunum. 6. gr. Hámark lána, er sjóðurinn veitir, er kr. 25.000.00, á íbúð. Há- mark lánstíma er 15 ár. Vextir af lánum skulu vera 6%. Lánin skulu tryggð með veði í Framhald á 4. síðu. ---oOo----- Ofbeldi mótmælt Ríkisstjórn Islands samþ. á fundi sínum s.l. mánudag gagnorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ofbeldisaðgerðir Rússa í Ungverjalandi, svo og hern- aðarárás Englendinga og Frakka á Egyptaland. Sama dag samþ. þing- flokkar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins harð- orð mótmæli gegn þessu háttarlagi stórveldanna.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.