Skutull


Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 1
 íi 1 \ 7 I > « n • ¦ j ¦ f y %I 1 1 1 i 1 1 B. S. A. «^l ¦ m I I ¦ ¦ 1 ¦ mótorhjól til sölu. 1 1 I m 1 B ¦ ¦ 1 ¦ HREINN JÓNSSON k\ I > m\ u i i i i \ i 1 R a f h. f. l^»/ JK JH&i X M ¦fl XXXIV. árgangur. ísafjörður, 21. nóvember 1956 19. tölublað. Greinargerð bæjarstjórnarmeirihlutans: Stofnun Hafrafells h.f. var pólltísk ráðstofnn Ihaldið vildí bvorki frið eða einingu um togarakaupa- máiið, - aðeins meiri völd og öruggari yfirráð i at- vinnumálum bæjarins Á bæjarstjórnarfund 7. þ. m. var þátttaka bæjarsjóðs ísafjarðar í Togaraútgerð ísafjarðar h.f. rædd og sam- þykkt með 5 atkvæðum gegn 4, Jafnframt var því hafnað að bæjarsjóður gerðist hlut- hafi í Hafrafell h.f. v Bæjarfulltrúar meirihlutans -létu bóka eftirfarandi greinargerð, þar sem ljóslega koma fram þær röksemdir og ástæður, sem ákvarðanir Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins í máli þessu eru byggðar á. Að gefnu tilefni og í sambandi við bókanir bæjarfulltr. Matthíasar Bjarnasonar í bæjarráði 5. þ. m., viljum við undirritaðir bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins taka fram eftir- f arandi: Á s.l. vori, þegar líða tók að al- þingiskosningum, höfðu forystu- menn ísfirzkra Sjálfstæðismanna forgöngu um stofnun útgerðarfé- lagsins Hafrafell h.f. Það er flestum kunnugt, að und- irbúningurinn að félagsstofnuninni svo og sá tími, sem valinn var til hennar af hendi þeirra manna, var með þeim einstæða hætti að ljóst var, að hér var fyrst og fremst um hreina pólitíska ráðstöfun að ræða, gerða í þeim tilgangi að hafa áróð- ursgildi í kosningunum. Jafnframt viljum við minna á eftirtalin atriði, sem sýna ljóslega, hvað það var, sem vakti aðallega fyrir þeim mönnum, sem frum- kvæðið höfðu að stofnun Hafra- fells h.f., og hversu gérsamlega þeir virtu að vettugi hinar sjálf- sögðu óskir meirihluta bæjar- stjórnarinnar. Þær ákvarðanir benda sízt til þess, að forsvarsmennirnir hefðu vilja eða áhuga á að skapa frið og einingu um málið, sem bæjarfull- trúi Matthías Bjarnason reynir nú að tala svo fagurlega um: 1. Bæjarstjórnarmeirihlutinn óskaði eindregið eftir því, að frestað yrði að halda stofnfund félagsins þar til togaranefnd bæjarins, sem skipuð var fulltrú- um þeirra þriggja stjórnmála- flokka, sem fulltrúa eiga í bæjar- stjórn, hefði kannað undirtektir ríkisstjórnarinnar varðandi um- sókn bæjarstjórnar um nýjan togara til bæjarins. Þessari eðlilegu ósk var al- gjörlega hafnað. Þó var hverjum manni ljóst, að ekkert jákvætt yrði aðhafst í máli þessu fyrr en að aístöðnum alþingiskosningum og eftir að mynduð hefði verið ný ríkisstjórn. 2. Óskað var eftir því, að fé- lagið yrði stofnað á breiðari grundvelli og fleiri aðilum í bæn- um, t. d. Kaupfélagi Isfirðinga, gefinn kostur á þátttöku í því, Þessu var ákveðið neitað. 3. Þá má minna á þau áhrif og aðild, sem áformað var að Isafjarðarbær, hluthafi, sem leggja átti fram 200 þús. krónur í fyrirtækið, átti að fá um stjórn Hafrafells h.f. í 8. gr. stofnsamn- ings félagsins, sem sendur var bæjarstjórn 1. maí s.l. segir svo: „Hlutafjárframlagi Hraðf^ysti- hússins h.f., Hnífsdal, Hraðfrysti- hússins Norðurtangi h.f., Isafirði, Isfirðings h.f. og lshússfélags ís- firðinga h.f. fylgja því skilyrði, að hver þessara aðila tilnefni einn mann í aðalstjórn og einn til vara, en fimmti stjórnarmað- urinn skal kosinn á aðalfundi." Grein þessi, um tilnefningu sjálfskipaðrar stjórnar, tekur af öll tvímæli í þessu efni. Isaf jarð- arbæ var ætlað það eitt að leggja fram hlutafé, en átti engu að fá að ráða um yfirstjórn félagsins. Hún skyldi örugglega véra í ann- arra höndum. 4. Um ásakanir Matthíasar Bjarnasonar þess efnis, að stærsta útgerðarfélagi bæjarins hefði ekki verið boðin þátttaka í Togaraútgerð Isafjarðar h.f. er raunar óþarft að ræða mikið. Nýafgreitt erindi lsfirðings h.f. til bæjarstjórnar Isafjarðar um 600 þús. kr bæjarábyrgð til að tryggja áframhaldandi rekstur togaranna, a. m. k. til n. k. ára- móta, ásamt meðfylgjandi grein- argerð, talar glöggt sínu máli um efnahag þess og getu. 5. 1 frv. að samþykkt Togara- útgerðar Isafjarðar h.f. er fram tekið, að félagið sé stofnað í þeim tilgangi að afla fiskvinnslustöðv- um í bænum og nágrenninu hrá- efnis, og er hraðfrystihús Isfirð- ings h.f. þar ekki undanskilið og er því. ástæðulaust með öllu að óttast að það verði afskipt í því efni. Að endingu skal það f ram tekið, að það er skoðun bæ j arst j órnar meirihlutans, að sú lausn þessa mikilvæga atvinnumáls, sem hér ligg- ur fyrir til afgreiðslu, verði bæjarfélaginu og bæjarbú- um almennt happadrýgst. Löndunarbannið leyst Tekizt hefir, á grundvelli tillagna, sem óformleg nefnd, er OEEC tilnefndi, lagði fram að fá aflétt löndunarbanni því, sem brezkir stór- útgerðarmenn settu á íslenzka togara. B.v. Goðanes var síðasti togarinn, sem seldi ísvarinn fisk í Bretlandi. Það var árið 1952. ' Samkvæmt samningunum milli brezku og íslenzku togaraútgerðar- mannanna, sem gekk í gildi 15. þ. m. geta landanir hafizt nú þegar Útflutningur fisksins háður leyfi ísl. stjórnarvalda. 1 sambandi við lausn deilunnar fluttu fulltrúar Islands og Bret- lands ráðinu yfirlýsingar um önn- ur atriði, sem deiluna varðar, þ. e. varðandi fiskveiðitakmörkin og öryggi fiskiskipa, sem leita inn fyrir þau vegna illviðris eða bil- ana. Utanríkisráðherra Islands lýsti yfir, að samkv. mati hans sé það ætlun íslenzku ríkisstjórnarinnar að engin ný skref verði stigin í sambandi við útfærzlu fiskveiði- takmarkanna við Island, fyrr en umræðum sé lokið á þingi Samein- uðu þjóðanna, er nú situr, og að hún muni tilkynna ráði OEEC nið- urstöður þær, sem hún hefur kom- izt að, þegar hún hefir haft að- stöðu til að endurskoða málið, þeg- ar næsta þing Sameinuðu þjóð- anna hefir afgreitt skýrslu alþjóða- laganefndarinnar. Ríkisstjórn Islands hefir lýst yf- ir, að sömu reglum verði fylgt sem hingað til um öryggi fiski- skipa, er leita inn fyrir fiskveiði- takmörkin, þ. e. að lagaákvæði um búlkun veiðarfæra innan þeirra og reglur, er banna sölu á afla úr er- lendum skipum, verði ekki beitt gagnvart skipum, sem leita í var vegna illviðris eða bilunar, enda tilkynni þau Landhelgisgæzlunni fyrir fram um ferðir sínar. Framhald á 3. siðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.