Skutull

Árgangur

Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Minningarorð: Anna Björnsdóttir SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sírni 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isaíiröi. flver er ástæðan? Biskup Islands, herra Ásmund- ur Guðmundsson, beindi þeirri ósk til allra þjónandi presta landsins, að þeir bæðu fyrir ungversku þjóð- inni og um frið með- öllum þjóð- um við mesugerð sunnud. 11. þ. m. Ekki hefir annað heyrzt, en að prestarnir hafi orðið við þessum sjálfsögðu tilmælum biskupsins, enda mun óhætt að fullyrða, að þessi ósk hans var jafnframt ein- læg ósk almennings, sem hefir ríka og ynnilega samúð með hetjubar- áttu Ungverja og.xþeim þungu raunum og ósegjanlegu þjáningum, sem þeir nú búa við sökum grimmdaræðis Rússa, — enda mun það mála sannast, að íslendingar hafa óskipta samúð með öllum þeim þjóðum, sem slíkar fórnir færa og við álíka ógnir eiga að búa, hver sem ógnvaldurinn er. Og vandfundinn mun sá íslend- ingur vera, sem ekki óskar þess af alhug, að friður ríki þjóða á milli. Þátttaka fólks í messugjörðum þennan dag var almenn og sýndi .glöggt hug íslenzku þjóðarinnar. Sumir prestar lögðu á sig mikið erfiði til þess að safnaðarfólk ætti kost á að sækja guðshús þennan drottinsdag. En það var ekki messað í Isa- fjarðarkirkju þennan dag og vakti það mikla undrun og sára gremju fjölmargra. Pó ærin ástæða sé til að ræða þetta mál frekar, þá verður það ekki gert, en þeirri sjálfsögðu ósk er hér beint til háttvirtrar sóknar- nefndar Isafjarðar, að hún geri grein fyrir þeim ástæðum, sem réðu því, að þessi liörmulegu mis- tök, sem seint munu gleymast, áttu sér stað. ——o----- AOstoO við nöttamenn Á fundi ríkisstjórnarinn- ar 8. þ. m. var samþykkt að láta athuga möguleika á því að veita ungverskum flótta- mönnum landvistar- og at- vinnuleyfi á Islandi, svo og aðra þá aðstoð, sem til greina gæti komið, og yrði hún ekki minni hlutfalls- lega, en aðstoð hinna Norð- urlandanna í sama skyni. Það má ekki minna vera en að frú Önnu Björnsdóttur, handa- vinnukennara, sé lítillega minnzt í ísfirzku blaði, — jafnvel þótt seint sé, þegar hún að loknu löngu dagsverki hér í bæ og víðar, hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Hún andaðist að heimili sínu, Skólagötu 8, þann 6. september s.l. og var útför hennar gerð 15. sama mánaðar. Anna heitin Björnsdóttir var ágæt kona í þess orðs beztu merk- ingu. Henni var margt vel gefið og ýmislegt til lista lagt. Hún var ein af þeim manneskjum, sem ánægjulegt var að umgangast og skemmtilegt var að starfa með. Þess vegna munu allir samstarfs- og samferðamenn hennar eiga um hana fagrar og góðar minningar. Einhver fegursta höfuðprýði Önnu heitinnar var sú milda og hlýja hógværð, sem einkenndi svo áberandi persónuleika hennar, hvar sem hún fór. Og það er vissulega listrænn hæfileiki að geta spunn- ið svo gullin þátt í skapgerð sína samhliða heitum tilfinningum og einbeittum skoðunum, en hvort tveggja átti Annan heitin einnig í ríkum mæli. Fyrir þetta hlýtur hún að verða okkur hugstæðust — og jafnframt hugþekkust. Anna Björnsdóttir var austfirzk að ætt og uppruna. Fædd þann 27. janúar 1885 að Engilæk í Hjalta- staðaþinghá, í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Anna Björnsdóttir og Björn Pétursson, hjón að Engilæk. Þegar Anna var tveggja ára fór hún í fóstur til móðursystur sinn- ar, Guðbjargar Björnsdóttur, sem þá átti heima að Bóndastöðum. Síðar fluttist Guðbjörg með Önnu til mágs síns, Halls bónda á Rang- á, og ólst Anna þar upp að mestu leyti. Guðbjörg var ógift alla ævi, en sá að öllu leyti um uppeldi önnu og kappkostaði að hún fengi notið þeirrar menntunar, sem þá var kostur á fyrir ungar stúlkur. Árið 1906 giftist Anna Vil- hjálmi Marteinssyni, gullsmið og áttu þau heimili sitt á Seyðisfirði. En eftir aðeins fimm ára sambúð missti hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið, en árið 1909 tóku þau í fóstur systur- dótt'ur Vilhjálms, Rögnu Jónsdótt- ur, þá aðeins viku gamla, og gengu þau henni algerlega í foreldra stað. Árið 1912 fluttist Anna með Guðbjörgu fóstru sína og Rögnu fósturdóttur sína til Reykjavíkur. Vann hún þar við Sápuhúsið og hafði jafnframt á hendi kennslu við unglingaskóla Ásgríms Magn- ússonar að Bergstaðastræti 3. En í maímánuði 1916 fluttu þær fóstrurnar hingað til Isafjarðar, þar sem Anna tók við verzlun þeirra Guðrúnar Jónasdóttur og Gunnþórunnar Halldórsdóttur. Síðar vann hún i nokkur ár í verzl- uninni Dagsbrún. Þrátt fyrir þessi verzlunarstörf hér á ísafirði og í Reykjavík má þó segja, að kennslan hafi verið hennar aðalævistarf. Fyrst gerðist Annan farkennari í Hróarstungu í N. Múlasýslu árin 1904—1906, síðan var hún bama- kennari á Seyðisfirði 1906—1911, og þá kennari við unglingaskólann að Bergstaðastræti 3, eins og áð- ur segir. Hér á ísafirði kenndi Anna heit- in handavinnu stúlkna í barnaskól- anum um 25 ára skeið, og sömu kennslugrein við Gagnfræðaskóla ísafjarðar í 12 ár. Með þessum kennslustörfum sín- um hefur Anna heitin vissulega lagt traustan grundvöll og iðju- semi og vandvirkni fjölmargra kvenna, yngri og eldri. En þessi vinnuglaða og iðjusama kona átti vítt starfsvið utan þeirra verkefna, sem hér að framan er getið. Margvísleg og fjölþætt félags- mál nutu hæfileika, mannkosta og fórnfýsi Önnu Björnsdóttur, með- an heilsa hennar entist. Hún var ötull og einlægur liðs- maður Góðtemplarareglunnar allt frá þv í, er hún bjó á Seyðisfirði og til hinztu stundar. 1 kvenfélaginu Ósk var hún meðlimur og sat þar í stjórn og einnig í stjórn hús- mæðraskólans, sem félagið rak um mörg ár. Þá var Anna heitin söngelsk og haíði góða söngrödd, enda var hún ein af stofnendum Sunnukórsins og í Kirkjukór ísafjarðar söng hún um langt skeið. Anna starfaði enn- fremur í Slysavarnadeild kvenna á Isafirði og í barnaverndarnefnd bæjarins átti hún sæti um skeið. Anna heitin var gædd ágætum leiklistarhæfileikum, og tók hún nokkurn þátt í leikstarfsemi, bæði í Reykjavík á fyrri árum og síð- an hér á ísafirði. Hafði hún án efa hið mesta yndi af slíku starfi og mótaði með alúð sinni og hæfi- leikum hugþekkar og minnisstæðar leikpersónur. Frá upphafi var Anna heitin ein- lægur liðsmaður jafnaðarstefnunn- ar og Alþýðuflokksins. Hún trúði því af heilum huga, að bræðra- lagshugsjón jafnaðarstefnunnar ætti eftir að fara sigurför um heiminn og frelsa hið sundraða mannkyn frá styrjaldarböli, kúgun og örbyrgð. Þess vegna lét hún aldrei sitt eftir liggja, þegar sá málstaður átti í hlut, og þess vegna vék hún aldrei um hársbreidd, þótt á ýmsu ylti um gengi Alþýðu- flokksins. Að síðustu átti frú Anna heitin við erfiða vanheilsu að stríða auk þess sem heyrnarleysi bagaði hana mjóg siðustu árin. En umhyggja þeirra hjóna, frú Rögnu, fóstur- dóttur hennar, og Sigmundar Fals- sonar, hefur án efa gert þær byrð- ar hennar bærilegri Og nú hefur Anna Björnsdóttir hvatt okkur hinztu kveðju með sinni alkunnu mildu hógværð. Það verður sjaldnast héraðs- breztur, „þótt ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum.“ En ís- firðingar hafa samt sem áður ennþá einu sinni orðið ágætum borgara fátækari. Því að þessi smávaxna kona með sína stóru mannkosti og ágætu hæfileika, sem um langan veg kom hingað til Isafjarðar fyrir fjörutíu árum, hefur átt sinn drjúga þátt í því að móta huga og hönd Isfirðinga á liðnum áratugum. Þess vegna þökkum við frú Önnu Björnsdóttur fyrir komuna hingað til bæjarins, — fyrir öll störfin hennar hér, og fyrir hina hug- þekku og ágætu sambúð. Jón. H. Guðmundsson. ------o----- Ur heimahögum Framhald af 4. síðu. Aðalmenn: Birgir Finnsson, Jón H. Guðmundsson og Stefán Stef- ánsson. Varamenn: Páll Sigurðsson, Sverrir Guðmundsson og Óli J. Sigmundsson. í árshátíðarnefnd voru kosnir: Þorgeir Hjörleifsson, Finnur Finnsson og Páll Sigurðsson. * Á bæjarráðsfundi 12. þ. m. var lagt fram mat dómkvaddra manna, þeirra Daníels Sigmundssonar og Sigurðar Guðjónssonar, á þeim hluta lóðarinnar Hafnarstræti 3 — Fellslóðin — hér í bæ, sem fyrir- hugað er að fari til breikkunar göt- unnar. Stærð umrædds lóðarhluta er 94,6 ferm. Matsverð þéssa hluta lóðarinnar var kr. 31.218,00. Eig- andi lóðarinnar er Finnbjörn Finn- björnsson, málarameistari. * Þórunn Finnbogadóttir, sem undanfarin ár hefir verið forstöðu- kona Elliheimilis Isafjarðar, hefir sagt upp starfi sínu sökum veik- inda. Bæjarráð leggur til samhljóða að María Benediktsdóttir, sem um langt árabil veitti Elliheimilinu forstöðu, og sem einnig hefir nú undanfarið gegnt starfinu vegna veikindaforfalla forstöðukonunnar, verði ráðin í starfið. * Kristján Bjarnason, Sólgötu, hefir fengið lóðina nr. 31 við Hlíð-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.