Skutull

Árgangur

Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 21.11.1956, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Fimmtugur: Eysteinn Jónsson, ráðherra Hjónaband. * Gefin hafa verið saman í hjóna- band í Reykjavík Selma Samúels- dóttir frá Isafirði og Ketill Jens- son, óperusöngvari. * Flóra Ebenezersd., Bolungavík og Kjartan Jakobsson, Reykjar- firði voru gefin saman í hjóna- band 12. október af sóknarprest- inum í Hólssókn. * Ásthildur Geirmundsdóttir, Hnífsdal og Kristófer Edilonsson frá ólafsvík, voru gefin saman í hjónaband 7. þ. m. * Salbjörg Þorbergsdóttir og Kjartan Geir Karlsson, bæði í Súðavík voru gefin saman í hjóna- band 18. þ. m. * Birna Valdimarsdóttir, Isafirði og Heiðar Guðmundsson, rafvirki, Bolungavík, voru gefin saman í hjónaband 17. þ. m. Sóknarprest- urinn hér gaf brúðhjónin saman. Hjónaefni. * Opinberað hafa trúlofun sína Ingibjörg ólafsdóttir, ísafirði og Höskuldur Bjarnason, Hátúni Ár- skógsströnd, Eyjafirði. * Hansína Einarsdóttir, Hnífsdal, og Kristján Jónasson, Isafirði. * Kristín Hermundsd., verzlun- armær, Akureyri, og Guðmundur Kjartansson, bankagjaldkeri, Isa- firði, hafa fyrir nokkru opinberað trúlofun sína. * Sigfríð Lárusdóttir, Hnífsdal og Stefán Björnsson, skrifstofumaður Aðalvík. * Kristín Einarsdóttir, ísafirði og Guðmundur Sigurðsson, Hnífsdal. * Sigríður Guðjónsdóttir, skrif- stofumær, Reykjavík, og Haraldur Hamar, blaðamaður, frá Isafirði. * Charlotte Rist, saumakona, Isa- firði, og Þórarinn Sighvatsson, Höfða, Dýrafirði. Andlát. * Guðmundur Sigurgeir Katarín- usson, lézt í Sjúkrahúsi Isafjarðar 5. þ. m. Hann var fæddur 23. ágúst 1878. * Rósinkar Kolbeinsson í Hnífs- dal, áður bóndi á Snæfjöllum, lézt í Sjúkrahúsinu 5. þ. m. * Einar Halldórsson, Sólgötu 3, lézt 17. þ. m. í Sjúkrahúsi Isaf jarð- ar. Hann var fæddur 26. maí 1868. * Eiríkur Finnsson, fyrrv. verk- stjóri, lézt í Reykjavík 12. þ. m. rösklega áttræður að aldri, en hann var þar staddur til lækninga. Með Eiríki Finnssyni er fallinn í valinn einn kunnasti borgari bæj- arins, maður, sem um áratugi gegndi umfangsmiklu verkstjóra- starfi hjá athafnasömu fyrirtæki. * Kristján Guðmundsson, sonur Guðmundar Jónatanssonar, lézt af völdum umferðarslyss aðfaranótt 4. þ. m., 18 ára að aldri. Afmæli. * Guðbjörg Magnúsdóttir, varð sjötug 10. þ. m. Hún er fædd á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði, dóttir hjónanna Guðrúnar Mikaels- dóttur og Magnúsar Kristjánsson- ar, sem þar bjuggu. Ung að aldri fluttist hún til Bolungavíkur, þar kynntist hún manni sínum Pétri Sigurðssyni skipstjóra, en hann lézt 1939. Þau eignuðust eitt barn, sem dó á unga aldri. Guðbjörg hef- ir reynzt börnum Péturs frá fyrra hjónabandi hin bezta og umhyggju- samasta móðir. Dóttir hennar, Halla Einarsdóttir, kona Krist- jáns Leóssonar, er búsett hér í bæ. * Guðjóu Sæmundsson, bóndi í Vogum í ísafirði, varð sjötíu og fimm ára 14. þ. m. Hann er fæddur að Galtarhrygg í Reykjafjarðarhreppi, en fluttist á unga aldri með foreldrum sínum að Ilörgshlíð, þar sem hann hóf Klukkan 7,20 að morgni 14. þ. m. sökk b.v. Fylkir frá Reykja- vík, en hann var að veiðum á Hornbanka, 30 mílur út af Horni. Dimmt var og nokkuð hvasst og úfinn sjór. Fylkir var búinn að vera 8 daga á veiðum. Verið var að taka inn botnvörpuna. Skip- verjar, sem voru við vinnu á þil- fari, urðu varið við að tundurdufl var í vörpunni, en hún var þá við síðuna. Skipti nú e'ngum togum. Annaðhvort slengdi öldugangur- inn duflinu á mitt skipið, eða það valt á duflið, með þeim afleiðing- um að duflið sprakk. Sprengingin var mjög mikil. Hurðir sviftust af hjörum, loftnet- ið slitnaði niður, ljósavélin stöðv- aðist. Fylkir kastaðist á stjórn- hliðina og lagðist alveg á brúar- væng og flæddi sjórinn yfir þá, sem ofanþilja voru. Við sprenging- una þeyttist varpan og slitur úr henni, ásamt með ,,bobbingum“ beygluðum og brotnum inn yfir Eysteinn Jónsson Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, varð fimmtugur 13. þ. m. búskap sinn. Ennfremur bjó hann um skeið í Heydal, en lengst af búskap sínum hefir hann búið í Vogum. Guðjón er tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Runólfsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn, sem lét- ust í æsku. Seinni kona hans er Salvör Friðriksdóttir. Þau hafa átt þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi, Guðbjörg, kona Guðmundar Lúd- vigssonar, skrifstofustjóra, og Friðrik, sem býr í Vogum ásamt foreldrum sínum. Nýr kaupfélagsstjóri. * 1 enduðum ágústmánuði s.l. mennina á þilfarinu. Einn þeirra flæktist í rifrildi úr vörpunni, og var sá maður lengi í sjó og mjög þrekaður eftir volkið. Ljósavélin fékkst fljótt í gang aftur og létti það mjög björgun- arstörfin. Mikill leki kom upp og sýnt var að skipið mundi brátt sökkva. Samband náðist strax við skip, sem var í nágrenninu. ógjörlegt var, sökum hallans á skipinu, að koma bakborðsbjörg- unarbátnum út, en skipverjum tókst, með erfiðleikum þó, að sjó- setja stjórnborðsbátinn. I hann fóru þeir svo allir, 32 að tölu. Eftir y2 klst. var togarinn Haf- liði frá Siglufirði kominn á slys- staðinn og tók hann mennina úr björgunarbátnum og hélt áleiðis til Isafjarðar. Fylkir sökk á ca. 45 mínútum. Skipsbrotsmennirnir komu hing- að kl. 13,30 og héldu síðan kl. 17 til Reykjavíkur með varðskipi. Ekkert manntjón varð og er það Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Finnsson, prestur á Djúpavogi og Sigríður Hansdóttir Beck. Að afloknu námi í Samvinnuskólan- um árið 1927 hóf Eysteinn störf í Stjómarráðinu. Skattstjóri í Reykjavík var hann 1930—1934. Þingmaður Sunn-Mýlinga hefir hann verið síðan árið 1933. Fjár- málaráðherra var hann 1934— 1939, en síðan viðskiptamálaráð- herra til 1942. Menntamálaráð- herra 1947—1949, og fjármála- ráðherra síðan 1950. Eysteinn Jónsson er einn kunn- asti stjórnmálamaður landsins. Hann er starfsamur maður og harðduglegur og nýtur trausts langt út fyrir raðir samherja sinna, en hann er, eins og kunnugt er, einn helzti foringi Framsóknar- flokksins. samþ. stjórn K. I. að ráða Jóhann T. Bjarnason, kaupfélagsstjóra við Kaupfélag ísfirðinga. Hann hefir verið kaupfélagsstjóri í Vest- mannaeyjum síðan 1953. Jóhann T. Bjarnason er fæddur á Þingeyri 15. febrúar 1929. Hann hefir, þótt ungur sé, unnið mikið og gott starf innan samvinnuhreyf- ingarinnar, og er þekktur fyrir at- orku og samvizkusemi. Hann vann hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga á árunum 1943—1947. Prófi úr framhaldsdeild Samvinnu- skólans lauk hann 1951. Þá hélt Jóhann til Englands og stundaði nám í brezka samvinnuháskólanum og lauk þaðan prófi 1952. Á skrif- stofum SÍS vann hann sumarið 1952, en um haustið réðist hann til Kf. Hafnarfjarðar og starfaði þar þangað til hann varð kaupfé- lagsstjóri í Vestmannaeyjum. Bú- izt er við því, að Jóhann taki við starfi sínu fyrir áramót. Frá Alþýðuflokksfélaginu. Framhaldsaðalfundur Alþýðu- flokksfélags Isafjarðar var hald- inn 15. þ. m. I stjórn voru kosnir: Formaður: Björgvin Sighvatsson, Varaform.: Páll Sigurðsson. Meðstjórnendur: Matthías Jónsson, Óli J. Sigmunds- son og Finnur Finnsson. I varastjórn voru kjörnir: Guð- mundur Ludvigsson og Páll Guð- mundsson. Fulltrúar á 25. þing Alþýðu- flokksins voru kosnir: Framhald á 2. síðu. einstakt lán að svo giftusamlega skyldi til takast. Einn maður slas- aðist lítilsháttar. B.v. Fylkir var byggður árið 1948, ágætt skip og aflasælt. Skip- stjóri var Auðunn Auðunsson. B.v. Fylkir sekkur Mannbjörg varð.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.