Skutull

Árgangur

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 1
XXXIV. árgangur. ísafjörður, 5. desember 1956. 20. tölublað. 25. þing Alþýðusambands Islands AlÞýOan er rejinslunni ríkari * Kosningar til 25. þings A.S.Í. einkenndust af vaxandi vilja verka- lýðsins fyrir einingu og réttlátu samstarfi alþýðunnar innan verka- lýðssamtakanna. * Kommúnistarnir hafa enn einu sinni rofið einingu alþýðunnar og stofnað til alvarlegrar sundrungar innan heildarsamtakanna. * Öll loforð Alþýðubandalagsins um vinstra samstarf reyndust auð- virðileg svik og blekkingar, þegar á reyndi. * Kommúnistarnir og hin vilja- lausu vérkfæri þeirra hagnýttu sér nauma meirihlutaaðstöðu til að koma I veg fyrir samstarf vinstri flokkanna og tryggja sér þar með algjör yfirráð innan A.S.I. * Þeir höfnuðu algjörlega sam- komulagi við lýðræðissinna — buðu Alþýðuflokknum að fá aðeins einn fulltrúa í niu manna sam- bandsstjórn. * Þessi gerræðisfulla framkoma kommúnistamia leiðir til þess, að núverandi miðstjóm A.S.f. nýtur ekki stuðnings íslenzkrar alþýðu, — aðeins sanntrúaðir kommúnist- ar og viljalaus verkfæri þeirra bera traust til hennar. ÞaS, sem einkenndi fulltrúakosn- inguna á 25. þing A.S.I., sem ný- lokið er í Reykjavík, var það, að - undantekningarlítið var fullt sam- komulag milli vinstri manna, stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar, um kosningarnar. Enda var ráð fyrir því gert, og því jafnvel lofað, að þessir sam- starfsaðilar stæðu í sameiningu að miðstjórn A.S.Í. næsta kjörtíma- bil. Á það má og minna, að forseti A.S.Í., Hannibal Valdimarsson, hefir seint og snemma predikað það, hvílík nauðsyn það sé fyrir ísl. verkalýð, að náið samstarf tak- izt á milli vinstri flokkana um stjórn heildarsamtakanna og jafn- framt um stjórn landsins. Eins og kunnugt er gerði hann uppreisn í Alþýðuflokknum fyrir næst síðasta sambandsþing, sökum þess, að honum fannst ekki flokks- stjórnin nógu taumliðug til sam- starfs við kommúnista innan A.S.Í. í áframhaldi af þessari „sam- einingarbaráttu verkalýðsins" klauf Hannibal Alþýðuflokkinn á s.l. vori og stofnaði, ásamt komm- únistum, nýjan ,,einingarflokk“, Alþýðubandalagið, sem, samkv. margyfirlýstri stefnu sinni, átti fyrst og fremst að vinna það nauð- synja verk, að bera sáttarorð milli vinstri flokkanna og binda bönd einingar og samstarfs þeirra á milli og fá þá til að taka höndum saman á jafnréttisgrundvelli innan stéttarsamtakanna og í ríkisstjórn. Þessi ótvíræðu fyrirheit um samstarf og einingu innan A.S.l. leiddu til þess, að kosningarnar til A.S.Í. -þingsins fóru fram átaka- lítið. Afleiðing þess samkomulags varð því sú, að fjölmargir komm- únistar og fylgismenn þeirra voru kjömir fulltrúar, menn, sem hefðu ekki haft minstu möguleika til þingsetunnar, að öðrum kosti. Má þar tilnefna t. d. sjálfan forseta A.S.I., Hannibal Valdimarsson. Fullyrða má, að hinn naumi meirihluti, sem kommúnistamir og bandamenn þeirra höfðu á þinginu, — sem var 6 atkvæði, hafi unnizt á þessum blekking- um þeirra og samstarfsloforðum. Á þinginu áttu kommúnistarn- ir sannarlega kost á að sýna ein- lægni sína og samstarfsvilja í verki, en þegar á reyndi þá brast þá drenglund og heiðarleika til að standa við loforð sín og eigin samþykktir, og völdi verri kost- inn og hagnýttu sér illafenginn og knappan meirihluta til að fremja freklegt ofbeldi á samherjum sín- um í verkalýðsfélögum víðsvegar um landið. Þeir neituðu algjörlega að stuðla að heiðarlegri og sanngjarnri ein- n ' — s = ' r VINDUUÓLDJ N 1 GLUGGARHF- \ \ A , N, nKlfH01TLt.-Sim &228T S VALBJÖRK H.F. - ISAFIRÐI ingu og samstarfi um stjórn A.S.Í. Jón H. Guðmundsson var einn af fulltrúum Alþýðuflokksins í uppstillingamefndinnin. Hann gat þess í ræðu sinni, að hann hefði vænzt þess, að nú yrði hagnýtt tækifærið margumtalað um vinstra samstarf innan samtakanna. Lýsti hann því yfir, að Al- þýðuflokksmenn væru reiðubúnir til samstarfs við Alþýðubandalagið og aðra vinstri menn um samvinnu innnan verkalýðssamtak- anna. Taldi hann eðlilegt að Alþýðubandalagið hefði meirihluta í sambands- stjórninni eða fimm full- trúa í níu manna stjórn. Benti hann á, að öll sann- girni mælti með því, að minnihlutinn fengi fjóra sambandsst j órnarmenn. En við þessum eðlilegu óskum, byggðum á fyllstu sanngirni og raunverulegum einingarvilja ís- lenzkrar alþýðu, snemst „eining- ar“-prédikararnir við, fullir hroka og þvermóðsku. Framhald á 2. síðu. arstjórnarfundi 7. f. m. og í síð- asta tbl. Vesturlands, þar sem ráð- izt er að mætum mönnum með strákslegum svívirðingum og mátt- vana reiðihrópum geðstirðra of- stækismanna, sem missa stjórn á illa tömdu skapi sínu í hvert sinn, sem þeir fá ekki vilja sínum fram- fyigt. Þessum persónulegu illyrðum Vesturlandsstrákanna verður ekki svarað frekar, en í allri vinsemd skal Matthíasi og Ásberg á það bent, að það vinnst ekki allt með frekjunni, stóryrðunum eða hót- unum, — það hafa þeir þegar reynt í máli þessu. Bæjarbúar almennt. fagna því, sem gert hefir verið í þessu mikil- væga atvinnumáli bæjarins af hendi bæjarstjórnarinnar, því flestir gera sér grein fyrir þeim sannindum, að þessi lausn er bæj- árbúum og bæjarfélaginu í heild hagkvæmust og happadrýgst. \ Togaraútgerð ísafjarðar h.f. stofnuð: Efling atvinnulífsins Stofnfundur Togaraútgerðar Isafjarðar h.f. var haldinn í Templ- arahúsinu á lsafirði 24. f. m. Bæjarsjóður er aðalhluthafinn. Fjölmarg- ir einstaklingar lögðu fram hlutafé að upphæð 100 þús. kr. Skutull hefur áður sagt frá á- formum og ákvörðunum meirihluta bæjarstjórnarinnar í togaramálinu, og verður það því ekki rætt frekar að þessu sinni. Á það skal þó minnt, að forráða- menn Hafrafells h.f. höfnuðu ákveðið öllum samstarfsóskum bæjarstjórnarinnar í þessu þýðing- armikla máli. Þeir útilokuðu Kaup- félagið frá þátttöku í Hafrafelli, m. a. á þeim forsendum, að þá væri ekki unnt að láta eins mikinn fisk burt úr bænum til Hnífsdals. Þeir ætluðu bæjarsjóði að leggja fram 200 þús. kr., en hann átti engu að ráða um stjórn fyrirtækisins Undirbúningurinn að stofnun Hafrafells h.f., svo og öll vinnu- brögð ráðamanna sýndu að þeir ætluðu sér tvennt: að ráða því einir hvernig málið yrði leyst hér heima, að tryggja þar með, að væntan- legir togarar yrðu algjörlega í þeirra höndum og sköpuðu þeim frekari ítök í atvinnu- málum ísafjarðar. Þegar ljóst var, að engu fékkst um þokað í samstarfsáttina og að íhaldið var staðráðið í að hundsa allt samstarf við bæjarstjórnina, ákvað meirihlutinn að stofna til togaraútgerðar á breiðum grund- velli þar sem bæjarsjóður ísafjarð- ar væri stærsti hluthafinn, en öll- um fiskvinnslustöðvum, sem lík- legt var talið að gætu lagt fram hlutafé, boðin þátttaka á jafnrétt- isgrundvelli. Þegar íhaldsleiðtogarnir sáu uppskeruna af ósanngirni sinni og yfirgangi fylltust þeir máttvana bræði, sem þeir gáfu útrás á bæj-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.