Skutull

Árgangur

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Utgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neöstakaupstað, tsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuHmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isaíirni- Laun spdarmnar Hið blóðidrifna framferði rúss- neskra og ungverskra kommúnista gagnvart alþýðu Ungverjalands, ásamt þeirri dæmalausu afstöðu ráðamanna kommúnistaflokka lýðræðislandanna til þeirra at- burða, — þ. e. hvemig þeir hafa haldið uppi vömum fyrir Rússa og lofsungið kúgun þeirra og blóð- stjóm, hefir vakið af dvala sam- vizku og opnað augu fjölmargra fylgismanna þeirra í öllum lönd- um, — manna, sem fram að þessu hafa ekki trúað því eða áttað sig á þeirri staðreynd, að kommúnism- inn á ekkert skylt við sósíalisma, lýðræði eða frelsi. Áreiðanlegar fréttir herma, að í öllum löndum snúi sívaxandi hóp- ur manna baki við kommúnistun- um. Þúsundir verkamanna, bænda og menntamanna yfirgefur þá á degi hverjum. Aðeins þröngtrúuðustu ofstæk- ismennimir em ánægðir, og nú em það þeir, — aðeins þeir, sem mynda uppistöðuna í kommúnista- flokkunum. Hinir, sem samvizkan hefir nú vakið af þyrnirósasvefni kommún- ismans, hafa verið drýgstir í því að laða frjálslynda menn til sam- starfs og stuðning við kommúnista og gerviflokka þeirra, þeir hafa sjálfir látið blekkjast af fagurgal- anum um sovéfSýrðina og sælu- ríki verkalýðsins í austri, og áttu því þeim mun hægara með að villa um fyrir heiðarlegum og hrekk- lausum kjósendum, þar sem ekki var litið á þá, sem kommúnista, heldur aðeins róttæka umbóta- menn. En nú hafa þeir, þessi tálbeita hins alþjóðlega kommúnisma, gengið úr skiprúmi, illa sviknir og niðurbrotnir. Það er kunnugt, að einnig hér á landi, er sama sagan að gerast. Tugir landskunnra manna, sem um árabil hafa fylgt kommúnist- um að málum af trú og dyggð, hafa nú snúizt gegn Sósíalista- flokknum og foringjum hans, — og þeir fara ekki neitt dult með þá stefnubreytingu sína og gagnrýni. Sá einstæði atburður hefir gerzt, að eitt elzta flokksfélag kommún- ista, Sósíalistafélag Húsavíkur, Afmæli. * Albert Itósinkarsson varð fimm- tugur 30. nóvember s.l. Hann er fæddur í Tröð í Súða- vík. Til ísafjarðar fluttist Albert árið 1942 og hefir dvalið hér síð- an. Umsjónarmaður við gagn- fræðaskólann hefir hann verið síð- ustu árin, og hefir haft á hendi gæzlustarfið við verka- mannaskýlið í Neðsta, síðan það tók til starfa. Albert er maður samvizkusamur og vel verkifarinn, hann er hið mesta snyrtimenni og leysir af hendi öll sín störf af kostgæfni og skyldurækni. * Gunnlaugur Halldórsson, full- trúi, átti fimmtugsafmæli 28. f. m. Gunnlaugur er fæddur á Bíldu- dal, en fluttizt hingað árið 1910. Andlát. Helga Guðmimdsdóttir, móðir Guðmundar Snælands, lézt 18. f. m. Hún var fædd 7. apríl 1881. Togaraútgerð lsafjarðar h.f. * Laugardaginn 24. f. m. var haldinn stofnfundur Togaraútgerð- ar ísafjarðar h.f. í Templarahús- inu. Á fundinum voru mættir fulltrú- ar eftirgreindra aðilja: Bæjarsjóðs Isafjarðar, Kaupfé- lags Isfirðinga, Ishúsfélags Isfirð- inga h.f. Súðavíkurhrepps, Neta- gerðar Vestfjarða h.f. og Fiskiðj- unnar h.f., — auk þess fjöldi ein- staklinga, en einstaklingar hafa skrifað sig fyrir hlutafé að upp- hæð 100 þús. kr. Eyrarhreppur og Hraöfrysti- hefir samþykkt á fjölmennum fundi nú fyrir skömmu að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Á fund- inum voru allir helztu forvígis- menn kommúnista í Húsavík mætt- ir. Þar var samþ. harðorð gagn- rýni á afstöðu Þjóðviljans og f lokksst j ómarinnar. Ennfremur er kunnugt, að tveir af blaðamönnum Þjóðviljans hafa sagt upp starfi sínu í mótmæla- skyni. Á þessu má sjá, að nú er sú óstöðvandi alda risin, sem komm- únistarnir íslenzku fá ekki staðizt. Hún mun gera þá að fámennum og áhrifalausum flokki ofstækis- manna, og á Sósíalistaflokknum mun það nú sannast, að laun synd- arinnar er dauði. húsisð í Hnífsdal, sem boðin hafði verið þátttaka, töldu sig ekki geta lagt fram hlutafé í fyrirtækið, þar sem þeir væru nýbúnir að skuld- binda sig til hlutafjárframlags í öðru félagi, — Hafrafelli h.f., — og kváðust því ekki geta gerzt þátttakendur að svo komnu máli í Togaraútgerð ísafjarðar . Birgir Finnsson, sem kjörinn var fundarstjóri, gerði grein fyrir undirbúningi málsins og tildrögun- um að stofnun félagsins. Á fundinum var samþykkt stofn- samningur og lög félagsins. 1 stjórn Togaraútgerðar Isa- fjarðar h.f. voru kosnir: Aðalmenn: Jóhann T. Bjarnason, kaupfé- lagsstjóri, Jón H. Guðmundsson, Rögnvaldur Jónsson, Marías Þ. Guðmundsson, Ragnar Ásgeirsson. Varamenn: Óli J. Sigmundsson, Birgir Finns- son, Guðmundur Sveinsson, Matt- hías Jónsson, Baldur Jónsson. Endurskoðendur: Þorgeir Hjörleifsson, Sigurður Tryggvason. Varaendurskoðandi: Haraldur Jónsson. Á fundinum ríkti mikill og al- mennur áhugi fyrir félaginu og málefnum þess og áformum. Jólatré. * Roskilde, vinabær ísafjarðar í Danmörku hefir sent hingað jóla- tré sem vinargjöf til Isfirðinga. Læknaskipti. * Bæjarbúum skai á það bent, að samkv. auglýsingu frá Sjúkrasam- laginu, þá standa nú yfir lækna- skipti og er fólki heimilt til ára- móta að velja sér lækni. Byggingalóðir. * Oddur Pétursson, Grænagarði, Guðmundur Helgason frá Hnífs- dal og Konráð Jakobsson, Hraun- prýði, hafa sótt um byggingalóðir í framhaldi af efri húsaröð við Engjaveg, þ. e. á erfðafestulandi Jóns Guðnasonar. * Júlíus Veturliðason hefir feng- ið leigða byggingalóðina nr. 29 við Engjaveg. * Gísli Jónsson sækir um lóð við Seljalandsveg. * Jónas Guðbjörnsson sækir um lóð nr. 25 við Engjaveg. * Ingvi Guðmundsson, rafvirki, sækir um lóð nr. 27 við Engjaveg. * Gerald Hiisler sækir um leyfi til að byggja bílskúr fyrir ofan hús sitt við Hlíðarveg. * Guðmundur og Jóhann hafa sent bæjarstjóm erindi, þar sem þeir skýra frá því, að þeir hafi í hyggju að setja upp iðnaðarfram- leiðslu í húsi Ólafs Guðmundsson- ar, Ásgarði við Hnífsdalsveg. Áformað mun vera að setja þar upp vél, sem skelflettir rækjur. Óska þeir eftir því, að lögð verði vatnsleiðsla að húsinu frá vatns- veitu bæjarins. Bæjarstjórn samþ. að fela bæj- arverkstjóra og lóðaskrárritara að athuga og gera tillögur um hvern- ig þetta mál verði bezt leyst. Löggæzla. * Bæjarráð hefir samþykkt sam- hljóða að framlengja til 20. þ. m. umsóknarfrestinn um þær þrjár lögregluþjónsstöður, sem auglýst- ar voru lausar til umsóknar. Tvær umsóknir höfðu borizt um stöðurnar. ----o---- Alþýðan er . . . Framhald af 1. síðu. Þeir buðu minnihlutanum upp á þau smánarboð, að fá einn mann í níu manna sambands- stjórn. Að sjálfsögðu voru það Moskva- kommúnistarnir, sem réðu þessari fáheyrðu ósvífni og háskalegu vinnubrögðum. En Hannibal kaus sér það lilut- skipti, að styðja þá í þessu og sýnir sú afstaða glögglega, að þegar hann og fylgismenn hans eiga um það að velja, að ákveða hvoru megin þeir leggja lóð sitt á vogarskálir, þegar til átaka kemur á milli Moskvamannanna og lýðræðissinna, þá brestur þá kjark til að styggja kommúnist- ana, og aðstoða þá því til óhæfu- verkanna, og er það sannarlega vesælt hlutskipti og óafsakanlegt, ekki sízt þegar það er unnið gegn betri vitund. Svo djúpt beygðu kommarnir Alþýðubandalagsmennina, að þeir neyddu þá til að sparka tveim sínum mönnum úr mið- stjórninni og taka í þeirra stað ákveðna Moskvakommúnista, sem nú eiga þar fjóra fulltrúa í stað tveggja áður Ofríki Moskvumannanna, ásamt vesalmannlegri framkomu fylgi- sveina þeirra, kom því í veg fyrir að víðtæk vinstri samvinna tækist innan heildarsamtakanna. Þess í stað var stofnað til sundrungar og ósamlyndis, sem illt eitt mun af sér leiða og sem torveldar verka- lýðssamtökunum að leysa af hendi á farsælan hátt, þau marg- víslegu verkefni, sem leysa þarf og se'm velferð alþýðunnar byggist á í nútíð og framtíð.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.