Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 5
SKTTTULL
5
Börnin afhenda þingforsetum blóm. Efst til vinstri sézt Langlielle, þá Alv Kjös, varaforseti Stórþingsins, Nils
Hönsvahl forseti lagaþingsins, Per Borten, forseti óðalsþingsins og síðan varaforsetarnir Einar Hareide og Jakob
Petterson. Bömin eru nemendur Rosenhofsskóla.
an kominn að Eiðsvelli, marg-
ir um langan veg. Framan af
degi hafði verið skýjað, og
fremur kalt í veðri, en nú
glaðnaði til, og sólin setti á
hátíðina sinn blessaða svip.
Stórþingið, ríkisstjórnin og
gestirnir gengu í fundarsal-
inn, þar sem stjórnarskrá
Noregs var samin. Það var
þröngt um rúmlega 200 manns
í þessum litla sal, en enginn
lét það á sig fá. Flestir sátu
á mjóum trébekkjum, sem eru
þeir sömu og fyrir 150 áram,
en margir urðu að standa.
Þegar konung og krónprins
bar að garði, gengu þingfor-
setamir allir til móts við þá
og fylgdu þeim til sætis.
Síðan flutti Nils Langhelle
ræðu. Hann er kennari að
menntun og sögufróður, og í
fáum en skýrum dráttum lýsti
hann því sem gerðist á Eiðs-
velli fyrir 150 árum. Eftir
friðinn í Kiel hafði Kristján
Friðrik, prins, mikinn hug á
að gera tilkall til konungs-
erfða í Noregi, en konungar
voru þá allir einvaldir. Fyrri-
hluta ársins ráðfærði hann sig
tvisvar við vini sína á búgarð-
inum Eiðsvelli, sem vinur
hans Carsten Anker átti. í
síðara skiptið kveður prófess-
or Georg Sverdrup upp úr með
það, að ekki geti verið um
neitt erfðatilkall að ræða,
heldur beri að kalla saman
stjórnlagaþing til að setja
landinu stjórnarskrá, og fela
hverjum, sem þingið álíti hæf-
astan, framkvæmdavaldið. —
Hins vegar lét hann það jafn-
framt í ljós, að hann efaðist
ekki um, að Norðmenn mundu
velja prinsinn fyrir konung,
ættu þeir frjálst val.
Prinsinn féllst á álit Sverd-
rups, og þriðji Eiðsvallarfund-
urinn hófst á páskadag. Þar
mæta þjóðkjörnir fulltrúar, en
ekki útnefndir af prinsinum.
Danakonungur hafði afsalað
sér tilkalli til Noregs, og
prinsinn Kristján Kriðrik og
norski herinn stóðu gegn því,
að landið yrði sameinað Sví-
þjóð. Það lá mikil spenna og
óvissa í loftinu, og alls konar
orðrómur var á kreiki, en
þjóðfundurinn kaus 15 manna
nefnd til þess að semja stjórn-
arskrá. Formaður nefndarinn-
ar var aðeins 31 árs, Magnus
Falsen. Hann naut þá þegar
mikils álits, og nú er hann
kallaður „faðir stjórnarskrár-
innar“. En þama lögðu margir
fleiri mætir menn hönd að
verki, og á þeirra tíma vísu
varð norska stjórnarskráin ó-
venjulega lýðræðisleg. Með
henni fær þjóðin æðsta vald
í ríkinu. Hún felur Stórþinginu
að setja lög og fjárlög, og
jafnframt verður konungsríkið
Noregur frjálst, óháð, óskipt-
anlegt og fullvalda ríki.
Þann 17. maí 1814 var
Kristján Friðrik síðan kjörinn
konungur Noregs, og áður en
þingfulltrúarnir skildu að
Eiðsvelli tókust þeir í hendur
undir kjörorðinu: „Enig og
tro til Dovre faller“.
En margt fer öðruvísi en
ætlað er, og þannig varð um
sögu Noregs. Það upphófst
nýtt stríð, og konungurinn
varð að segja af sér og fara
úr landi. Norðmenn gengu síð-
an í konungssamband við Sví-
þjóð, og stóð það til 1905. En
þetta skeði með samningum,
og í þeim samningum var það
styrkur Noregs að vera sjálf-
stætt ríki, með sérstaka
stjórnarskrá, þing og stjórn,
og mikla hæfileikamenn eins
og Christie, stórþingsforseta,
í fylkingarbrjósti.
Þannig urðu ákvarðanir
Eiðsvallarfundarins varanleg-
ar. Fulltrúarnir unnu afrek, er
jafnan mun stafa ljómi af í
sögu Noregs. Stjórnarskráin
opnaði dyrnar inn í framtíð-
ina.
Eitthvað á þessa leið sagðist
Langhelle frá, og að lokinni
ræðu hans var þjóðsöngurinn
sunginn. Þessi látlausa athöfn
var mjög áhrifarík. Að henni
lokinni hófst útisamkoma á
palli, sem reistur hafði verið
á hlaðinu á Eiðsvelli.
Þar flutti Langhelle aðra
ræðu, Ólafur konungur flutti
ágæta ræðu, flutt voru kvæði
og leikin norsk lög.
Mannfjöldinn skipti þúsund-
um, og sólin skein. Ég minnist
þess m.a. úr ræðu konungs, að
hann benti á, að til þess að
skilja, hvílíkt afrek Eiðsvallar
fulltrúarnir hefðu unnið, yrðu
menn að kynna sér ástandið í
Noregi eins og það var 1814.
Landið var í hafnbanni, og lá
við sulti. Fjárhagur þess var
í molum, og dýrtíð í vexti.
Þjóðbanki var ekki til, og ekk-
ert sem tryggði það, að norska
ríkið gæti staðið undir þeim
útgjöldum, sem það kynni að
taka á sig. Og sigurvegararn-
ir í Napoleonsstyrjöldunum
beittu sér allir gegn því að
Noregur fengi sjálfstæði.
Þrátt fyrir alla þessa erfið-
leika gengu feður stjórnar-
skrárinnar á Eiðsvelli ó-
trauðir til verks, fullir af
bjartsýni, og þess vegna hljót-
um við að dást að þeim í hæsta
máta, sagði Ólafur konungur.
Við erum í dag hamingjusöm
þjóð, og höfum fengið föður-
land í arf frá liðnum kynslóð-
um, er byggir tilveru sína á
stjórnarskrá, sem tryggir
frelsi og réttlæti öllum Norð-
mönnum til handa. Fyrir þetta
skulum við vera Eiðsvallar-
fulltrúunum þakklátir að ei-
lífu, og minnast þeirra í dag
og alla daga með ást og virð-
ingu.
Já, þannig var þetta vissu-
lega þann 17. maí s.l. Það
leyndi sér ekki, að Norðmönn-
um þykir afar vænt um stjórn-
arskrána frá 1814, og þeir dá
mjög þá menn, sem hana
sömdu.
Að lokinni útihátíðinni
bauð sveitarstjóm Akerhus
konungi, krónprinsi, Stór-
þinginu, ríkisstjórn og erlend-
um gestum til matar, og við
það tækifæri þakkaði konung-
ur boðið fyrir hönd komu-
manna, með skemmtilegri
ræðu. Síðan var haldið til
baka til Oslóar. Þar sátum við
um kvöldið ágætt boð ríkis-
stjómarinnar í Akershuskast-
ala. Þar var kyrrlátt og gott
að vera innan þykkra múra
fornrar byggingar. Þaðan
nutum við útsýnis út á Osló-
arfjörð, lygnan og vinalegan
í kvöldrökkrinu.
Á þessum stað gátum við
hæglega ímyndað okkur, að
enn mætti heyra fótatak horf-
inna kynslóða, — svo vel
fundum við það fyrr um dag-
inn, hversu náin tengsl em
milli fortíðar og nútíðar hjá
frændum okkar Norðmönn-
um.
■ lllllllllllllilllllllllllllllllllllllll II111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
aupfélag Isfirðinga leggur áherzlu á, að 1
í jólamánuðinum, ekki síður en á öðrum 1
tíma árs, fái viðskiptamenn þess sem allra |
mest af vörum fyrir hverja krónu. |
Við senchim starfsfólki okkar og viðskipta-
mönnum beztu óskir um gleðileg jól og i
ánægjulegt ngtt ár. |
/CaupfjéUý