Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1966, Blaðsíða 2

Skutull - 01.05.1966, Blaðsíða 2
2 SKUTULL SKIJTIIIL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson, Neðstakaupstað Blaðnefnd: Haraldur Jónsson, Sigurður Jóhannsson, Þorgeir Hjörleifsson, ísafirði, Eyjólfur Bjamason, Suðureyri, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ágúst Pétursson, Patreksfirði. Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3. Alþýðuílokkurinn og unga fólkið Frestur til að skila framboðslistum til bæjar- og sveitar- stjómarkosninganna, sem fram eiga að fara 22. þ.m. rann út 20. apríl s.l. Hér á Isafirði liafa komið fram fjórir listar. Skutull birtir í dag framboðslista Alþýðuflokksins hér á ísafirði, svo og aðra lista sem flokkurinn ber fram eða á aðild að á Vestfjörð- um. Það sem mesta athygli hefir vakið að þessu sinni við fram- boð Alþýðuflokksins, svo að segja um land allt,er sú ánægju- Iega staðreynd, að ungir menn og konur skipa þar sætin að miklum meiri hluta. Þessi þróun er í samræmi við stefnu flokksins og það traust, sem Alþýðuflokkurinn ber til unga fólksins. Þetta traust sannaði flokkurinn á sínum tíma með því að beita sér fyrir lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Hér á lsafirði er meðalaldur frambjóðenda Alþýðuflokks- ins lægri heldur en hjá nokkrum hinna flokkanna, eða 39 ár. Elsti maður listans er aðeins 5G ára og sá yngsti 22 ára, en flestir eru á aldrinum 30—40 ára, eða 8 menn. Þetta unga fólk, sem skipar lista Alþýðuflokksins hefur átt hér heima, hér vill það vera, og með framboði sínu vill Alþýðu- flokkurinn gefa því tækifæri til að hafa áhrif á stjórn og framgang bæjarfélagsins. Alþýðuflokkurinn er því verðugur þess, að hinn ungi kjósandi sýni honum gagnkvæmt traust, og það skyldi hann hafa í huga 22. maí n.k. Jafnaðarmenn eru síður en svo á undanhaldi, þrátt fyrir óskir Framsóknarmanna þar um, manna, sem gjarnan líkja sér við Jafnaðarmenn annarra landa, þegar þeir vinna kosningasigra, þvert á móti eru Jafnaðarmenn hvaivetna í sókn. Og Alþýðuflokkurinn íslenzki hefur svo sannar- lega af miklu að státa eftir hálfrar aldar starf- semi. Fyrir hans tilstilli hafa mörg mestu þjóð- þrifa málin náð fram að ganga og gjörbreytt þjóð- félaginu. Og þannig mun Alþýðuflokkurinn halda áfram að vinna, og hann heitir á alla lýðræðissinn- aða vinstri menn að ganga til samstarfs við sig. Allt hjal Framsóknarmanna um sterkan vinstri flokk er gaspur eitt, því sá flokkur hefir hvað eftir annað sýnt það, að meiri hentistefnu og eiginhags- munapólitík en hann rekur, er ekki hægt að fram- kvæma. Sundlaugarbaðverðir (karlmaður og kven- maður) með einhverja sundkunnáttu, óskast frá 1. maí n.k. SUNDHÖLL ÍSAFJARÐAK. Stangazt vlð staðreyndir Isfirzkir Framsóknarmenn reyna að telja bæjarbúum trú um, að það sé ósatt, að um það hafi verið samið fyrir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar, að þeir ættu að tilnefna bæjarstjóra er tæki við starf inu á miðju kjörtímabili. Að venju beita þeir þeim vopnum sínum, sem þeim eru tiltækust og sem þeir setja allt traust sitt á, en það eru ósannindi og getsakir. En í máli þessu er sann- leikurinn svo augljós og auð- sannanlegur, að ósannindavað all Framsóknar getur engan blekkt, enda á allra vitorði, að umrætt atriði var eitt af / skilyrðum Framsóknarflokks- ins fyrir áframhaldandi sam- starfi vinstri flokkanna. Á sameiginlegum fundum samninganefnda Alþýðuflokks ins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins var þetta mál mikið rætt. Að lok- um varð samkomulag milli aðila um eftirfamndi ákvæði: „Þar sem fyrir liggur yfir- lýsing þess efnis, að Jón Guðjónsson hætti bæjar- stjórastarfinu að tveim ár- um liðnum, skal þá nýr bæjarstjóri kosinn út kjör- tímabilið samkvæmt tilnefn ingu Framsóknarflokksins með samkomulagi hinna samstarfsflokkanna“. Þetta samkomulagsatriði, á- samt samningi dags. 27. maí 1962 um bæjarmálasamstarf í bæjarstjóm Isafjarðar kjör- tímabilið 1962—1966, — en það er samningur, sem ekki var birtur almenningi-, var síðan rætt og samþykkt á fundum viðkomandi flokka, enda eins og áður segir, á vitorði allra ísfirðinga. Þess ber þó að geta, að Jón Á. Jóhannsson, sem mætti á samningafundinum er loka- ákvörðunin var tekin, óskaði sérstaklega eftir því, að á- kvæðið um bæjarstjóraskiptin yrði ekki fellt inn í „leyni- samninginn", hann kvaðst full komlega treysta staðfestum loforðum samstarfsflokkanna í þessu efni. Jón Á. Jóhannsson þekkir glöggt liðskost sinn. Hann sá það fyrir, sem raunar flestir máttu vita, að Framsóknar- flokkurinn ísfirzki hafði alls enga möguleika á því að tryggja bæjarfélaginu nothæf- an bæjarstjóra, því bæjar- stjórastarfið útheimtir sannar lega meira, en að viðkomandi sé steinrunninn Framsóknar- maður, þó sú bilun hafi fram til þessa nægt ýmsum til að gegna þeim embættum, sem Framsóknarleiðtogamir telja sig hafa á erfðafestu og ráð- stafa samkvæmt því til á- róðursmanna sinna. Það mun reynast Fram- sóknarmönnum þungt í skauti að breiða yfir getuleysi sitt í bæjarstjóramálinu, því allir bæjarbúar vita hvað um var samið fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Auk þess auglýstu áróðursmenn flokks ins rækilega þetta samkomu- lag. Þá vantaði ekki gorgeir- inn og mannalætin, og óspart kunngert í bænum, að nú mundi Framsóknarbæjarstjóri taka við, og allt fá á sig annan svip. En fagnaðarsöng- urinn hljóðnaði skyndilega þegar hin langþráða endur- lausnarstund rann upp og úr- ræða- og getuleysið blasti við. Það var gæfa Isfirðinga, að Framsóknarflokkurinn gat ekki, þegar á átti að herða, fullnægt skilyrðinu, sem hann setti fyrir áframhaldandi sam- starfi um bæjarmálin, svo bærinn fékk að njóta heiðar- legrar og traustrar stjómar Jóns Guðjónssonar 'kjörtíma- bilið á enda. Óski Framsóknarmenn eftir frekari sönnunum í máli þessu þá eru þær tiltækar Árnað heilla Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðrún Halldórsdóttir, skrifstofu- stúlka, og Árni Sigurðsson, prentari , ísafirði. Nýlega voru gefin saman í hjónaband: Anna Lóa Guðmundsdóttir og Gunnlaugur M. Einarsson, Hrannargötu 6, Isafirði, Elín Þóra Magnúsdóttir og Jón M. Gunnarsson, Norðurvegi 2, ísa firði. Kristín Jósefsdóttir og Friðþjófur Kristjánsson, Hafn ararstræti 1, Isafirði. AFMÆLI Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Silfurgötu 7, ísafirði, átti fimmtugsaf- mæli 11. apríl s.I. DÁNARDÆGUR Jóna P. Sigurðardóttir Aðalstræti 42, Isafirði, and- aðist í Reykjavík aðfaranótt mánudagsins 18. apríl s.l. Jóna var fædd 19. júní 1902. Petrína Jónsdóttir, Fjarðar- stræti 14, ísafirði, andaðist 25. apríl s.l. Hún var fædd 3. sept 1893. Afli IsafjarOarbáta Frá 1. til 26. apríl var afli Isafjarðarbáta, sem hér segir: Netabátar: Guðbjartur Kristján 311 I Guðbjörg ............. 203 - Guðrún Jónsdóttir . . 185 - Stnaumnes ...... 182 - Dan .................. 136 - Samtals 1.017 - Línubátar: Guðný ................ 146 I Hrönn ............... 112 - Gunnhildur .......... 109 - Víkingur ............ 105 - Samtals 472 - Alls liafa því borist liér á land í apríl 1.489 lestir af Isafjarðarhátunum, en auk þess hafa bátar frá Súganda- firði landað hér um 20 lest- um. Frá Bolungavíb Bolungarvík 27. apríl Það sem af er aprílmánuði hefir afli Bolungarvíkurbáta yfirleitt verið góður. Frá áramótum er s aman- lagður afli liæztu báta, sem hér segir: Guðmundur Péturs .... 797 1 Einar Hálfdáns ..... 770 - Hugrún.............. 756 -

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.