Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1966, Blaðsíða 3

Skutull - 01.05.1966, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Stjórn Baldurs: Sitjandi frá v. Guðm. Eðvarðsson ritari, Sverrir Guðmunds .form., Sigurður Jóhannss. fjármálar. Standandi frá v. Jón Magnússon gjaldk., Pétur Péturs- son varaformaður. Minælisfalnaðiii llalilurs Eins og frá var skýrt í síðasta tbl. Skutuls, átti Verkalýðsfélagið Baldur fimm tugsafmæli 1. apríl s.l. Þessa merkis afmælis minntist fé- lagið með veglegu hófi í Al- þýðuhúsinu 2. apríl. Sigurður Jóhannsson, fjárm.ritari Bald urs stjórnaði hófinu, sem fór hið bezta fram. Aðalræðu kvöldsins flutti Sverrir Guðmundsson, form. Baldurs. Rakti hann aðdrag- andann að stofnun félagsins og í stórum dráttum störf þess á þessum fimmtíu árum. Undir borðum voru ýmis skemmtiatriði: Ungfrú Sigr- íður Ragnarsdóttir lék einleik á píanó, Gísli Kristjánsson, forstjóri, söng gamanvísur við undirleik Ragnars H. Ragnar, frú Ingibjörg Sigmundsdóttir las upp, ennfremur var fjölda söngur undir stjórn þeirna Ragnars og Gísla. Eftirtalin voni gerð að heiðursfélögum Baldurs: Guðný Sveinsdóttir, Einar Jóelsson, Guðmundur G. Krist jánsson, Hannibal Valdimars- son, Helgi Finnbogason, Helgi Hannesson og Stefán Stefáns- son. I hófinu voru fluttar margar ræður og tóku þessir til máls: Björgvin Sighvatsson varafor seti bæjarstjómar, sem til- kynnti að bæjarstjóm ísa- fjarðar hefði ákveðið að gefa félaginu fundarhamar í til- efni afmælisins, Ingimar óla- son, Guðjón Jóhannesson, Garðar Einarsson, Halldór Geirmundsson, Halldór Ölafs- son, Jón Á. Jóhannsson og Kristján Guðjónsson, sem allir fluttu félaginu kveðjur og árnaðaróskir. Félaginu barst og fjöldi heillaskeyta, og tilkynnt var gjöf frá A.S.Í., borðfáni. Jónas Tómasson 85 ára Heiðursborgari ísafjarðar, Jónas Tómasson, er aðeins 15 árum yngri en kaupstaðurinn. Hann er fæddur 13. apríl 1881 á Hróarsstöðum í Fjónskadal, og var áttatíu og fimm ára afmælis hans minnst þ. 7. marz s.l. af ísfirzku kórunum, og ágætu listafólki að sunnan, með frumfluttningi á lögum Jónasar við „Strengleika", ljóðaflokk Guðmundar Guð- mundssonar skálds. Útvarpið flutti síðan þessa ágætu tónleika kvöldið fyrir afmæli tónskáldsins, og .hefir endurtekið þá a.m.k. einu sinni nú þegar. Strengleikar eru gott dæmi þess, hversu mikla alúð og vandvirkni Jónas hefir lagt á tónsmíðar sínar. Ljóðin eru alls 30, en Jóónas hefir samið lög við 21 þeirra. Fyrstu þrjú lögin komu út 1914, en hið síðasta var fullgert 1962, og út voru lögin gefin 1963. Hefir hann þannig unnið að þessu verki af og til um 50 ára skeið, jafnframt öðrum hugðarefnum, sem eru mörg, og brauðstritinu. Skólaganga Jónasar Tómas- sonar var ekki löng, en honum hefir orðið mikið úr því, sem hann lærði, og fyrir það mega ísfirðingar vera sér- staklega þakklátir. Fáir hafa gefið bæjarlífinu meira menn- ingargildi en hann. Kennari Jónasar í tónlistinni var Sig- fús Einarsson, tónskáld og hjá honum tók hann organ- leikara og söngkennarapróf árið 1910. Upp frá því var hann organleikari við ísa- fjarðarkirkju um hálfraraldar skeið, og stjómaði þar söng. Árum saman kenndi hann söng við skólann hér á Isa- firði, og æfði og stjómaði ís- firzku kórunum. Undir hans stjórn komst Sunnukórinn í fremstu röð blandaðra kóra hér á landi, og vakti mikla hrifningu á söngferðum um landiö. Eftir að tónlistarskóli ísa- fjarðar var stofnaður 1948, hefir Jónas kennt orgelleik við skólann, en áður voru einkanemendur hans orðnir margir. Hann hefir lengi verið umboðsmaður söngmála stjóra þjóðkirkjunnar, og víða ferðast til að heimsækja kirkjukóra og leiðbeina þeim, einkum á Vestfjörðum. Mörg sönglög Jónasar hafa orðið ástsæl meðal þjóðar- innar, og af tónverkum hans, sem út hafa komið á prenti má nefna þessi: Helgistef, 12 smálög, útg. 1941. Strengja- stef I, 32 sönglög fyrir sam- kóra, útg. 1951, Strengjastef II, 40 sönglög fyrir einsöng, tvísöng, kvennakór og karla- kór. útg. 1956, Helgistef, sálmalög og orgelverk, útg. 1958, og loks Strengleika, sem áður var getið. Tónlistarstarf Jónasar er þannig orðið mikið og gott, og honum er annt um að á- framhald verði á tónmenntun bæjarbúa. Þegar hann fann að hann yrði fyrir aldurs sakir að láta af ýmsum þeim störfum, sem hann hafði gegnt um áraraðir, beitti hann sér fyrir því, að fá hingað Ragnar H. Ragnar, alla leið vestan frá Ameríku, og það hefur sannarlega verið vel ráðið. Tónlistarskólinn er m.a. ávöxtur þessarar ráð- stöfunar Jónasar, sem hann og aðrir hafa síðan haft ríka ástæðu til að gleðjast yfir. Hér hefir aðallega verið dvalist við tónlistarstörf Jón- asar, en fyrir þau er hann þekktastur, og fyrir þau hefir hann hlotið þá viðurkenningu að vera gerður að heiðursfé- laga í Tónskáldafélagi Islands En á margt fleira hefir hann lagt gjörfa hönd: Rekið bókaverzlun, stofnað prent- smiðju, fengist við útgerð, verið bæjarfulltrúi fyrir Al- þýðuflokkinn, starfað í góð- templarareglunni o. fl. fé- lögum, og alls staðar þótt góður liðsmaður. Jónas er hvorki hár í lofti, né kraftalega vaxinn, en hann hefir á langri starfsævi búið yfir óvenjulega miklu starfs- þreki og hrífandi áhuga og einbeitni, en allt þetta er góð- um söngstjóra nauðsynlegt og hefir einnig komið Jónasi í góðar þarfir á öðrum svið- um. Menningarstarf Jónasar verður seint metið sem vert væri, en samborgarar hans gerðu hann að heiðursborgara ísafjarðar árið 1960, og hann hefir tvívegis verið sæmdur Fálkaorðunni. Árið 1921 kvæntist Jónas Önnu Ingvarsdóttur, gáfaðri og glæsilegri konu, og var hjónaband þeirra ástríkt og farsælt. Anna andaðist 6. okt. 1943. Synir þeirra eru: Tómas Árni, læknir í Reykjiavík, Ing- var, fiðluleikari í Kópavogi, og Gunnlaugur, bóksali hér á ísafirði. Áttatíu og fimm ár er að vísu hár aldur, en ég vil að 1. maí fridagur I hófi, sem Eggert Þor- steinsson, félagsmálaráð- herra, hélt miðstjórnum A1 þýðuflokksins og Alþýðu- sambands Islands I tilefni 50 ára afmælis samtakanna hinn 12. marz s.l. tilkynnti hann, að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því, að hátíðisdagur verkalýðs- ins, 1. maí verði lögfestur sem almennur frídagur. Fyrir 43 árum var 1. maí fyrst haldinn hátíð- legur hér á landi. Alla tíð síðan hefur það verið eitt helzta baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar að fá daginn viðurkenndan sem almennan frídag. Núverandi ríkisstjórn hef ir ákveðið að verða við þessum langþráðu óskum samtakanna. Þeir sletta skyrinu sem eiga Frásagnir Skutuls af furðu- legri afstöðu Framsóknarleið- toganna til samstarfs vinstri flokkanna um bæjarmálin hafa ýtt óþyrmilega við við- komandi mönnum. Þeir hrukku upp úr dýrðardraum- um sjálfsánægjunnar með hinum mestu andfælum, og láta nú öllum illum látum. Og er þeir áttuðu sig á að þeir eigi ekki að fá óátalið að skrökva að bæjarbúum, glötuðu þeir með öllu sinni takmörkuðu sjálfsstjórn. Skemmtilegasta sýnishornið af þessum lasleika kom fram í grein sem einhver G. Þ. skrifaði í næst síðasta tölu- blaði Isfirðings. Umrædd grein er höfundi sínum veg- legt minnismerki, jafnframt því, sem hún sannar hið forn- kveðna, að þeir sletta skyrinu, sem eiga. x A lokum láta þá von í ljósi, að Jónas Tómasson eigi enn eftir að dvelja lengi meðal samborgara og vina. Hafi hann þökk fyrir langt og heilladrjúgt starf. Birgir Finnsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.