Skutull

Volume

Skutull - 16.09.1971, Page 2

Skutull - 16.09.1971, Page 2
2 SKUTULL SKUTULL tltgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördœmi Blaðnefnd: Sigurður Jóhannsson, ísafirði, ábm.. Ágúst H. Pétursson, Patreksfirði, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ingibjörg Jónasdóttir, Suðureyri og Krist- mundur Hannesson, Beykjanesi. Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3. Prentstofan ísrún hf. Framboöslistinn... Framhald af 1. síðu. er hún eina konan, sem möguleika hefur á því, að verða kjörin bæjarfulltrúi. Önnur ný nöfn á lista flokksins eru: Jens Hjörleifsson og Geirmundur Júlíusson, Hnífsdal og Gestur Halldórsson og Jón B. Sigvaldason, Isafirði. Allir eru þessir menn kunnir í héraði og því óþarfi að fara mörgum orðum þar um. Alþýðuflokkurinn væntir stuðnings bæjarbúa í þessum kosningum. Listi flokksins er skipað- ur ungu fólki að megin hluta, konum og körlum, sem tekið hafa virkan þátt í bæjarmálum og hin- um almennu félagsmálahreyfingum bæjarfélags- ins. Þetta unga fólk hefur sýnt það og sannað, með þeim trúnaði, sem því hefur verið sýndur, að því er treystandi til að láta hagsmuni bæjarfé- lagsins sitja í fyrirrúmi er til alvörunnar kemur. Komi Alþýðuflokkurinn sterkur út úr kosning- unum er það lóð á þá vogarskál, að takast megi að mynda styrka stjórn í hinum nýja ísafjarðar- kaupstað. Fnndur þingmanna Ofl sveitastjórna í samþykktum bæjarstjórn- ar ísafjarðar og hreppsnefnd- ar Eyrarhrepps varðandi sam einingu sveitarfélaganna var ákveðið að efna til fundar með alþingismönnum Vest- fjarðakjördæmis, um málefni og framtíðarverkefni kaup- staðarins. Þessi fundur var haldinn í fundarsal Kaupfélags ísfirð- inga mánudaginn 6. þ.m. Helztu málaflokkar, sem rætt var um, og framsögu- menn voru þessir: Sig. J. Jóhannsson. Samgöngumál. Jón Guðl. Magnússon: Hafnarmál. Högni Þórðarson: Heilbrigðismál. Menntaskólalóðin, ríkisá- byrgð vegna kaupa á mann virkjum. Jón Páll Halldórsson: Atvinnumál og skólamál. Aage Steinsson: Raforkumál og vatnsmál. Guðmundur H. Ingólfsson: Málefni Eyrarhrepps. Ennfremur var rætt um framkvæmdaáætlun fyrir kaupstaðinn, Vestfjarðaáætl- un, skipulagsmál og staðsetn- ingu ríkisstofnana út um land. Allir alþingismennirnir tóku þátt í þessum umræðum og tjáðu sig reiðubúna, til þess að vinna að framgangi mál- efna kaupstaðarins. Fundur þessi var mjög gagn legur og var rætt um að halda slíka fundi með alþingis mönnum a.m.k. árlega. Síðar verða einstök mál, sem til umræðu voru, tekin til meðferðar hér í blaðinu. Jón B. Sigvaldason Geirmundur Júlíusson Níels Guðmundsson Ástvaldur Björnsson Sigþrúður Gunnarsdóttir Bjarni L. Gestsson Halldór M. Ólafsson Hákon Bjarnason Björgvin Sighvatsson Beðið fyrir Fiðlukennsla við Tón- r listarskóla Isafjarðar Aage Það væri synd að segja, að hann Aage þyrfti að örvænta um sinn hag. „Samtökin" hafa fallið á kné og biðja þess nú, að honum auðnist að fá fylgi út fyrir raðir eigin flokks. Út af fyrir sig er þetta fag- ur hugsunarháttur. Hitt er svo annað, að viðkomandi frambjóðandi mun hálft í hvoru draga í efa, að hugur fylgi máli. Hvort það svo getur kallast vanþakklæti eða ekki látum við öðrum eftir að dæma. Tónlistarskóli ísaf jarðar tek ur til starfa um næstu mán- aðamót og hefst innritun nem enda í næstu viku. Sú nýbreytni verður á starf- semi skólans að ráðin hefur verið fiðlukennari frú Aldís Jónsdóttir. Hún var í átta ár við nám hjá Birni Ólafs- syni, en leikur einnig á píanó og hefur stundað tónfræði ofl. er að tónlistarfræðum lýtur. Skólinn og Verzl. Jónasar Tómassonar mun verða vænt- anlegum nemendum hjálpleg að kaupa sæmileg en ódýr hljóðfæri. Gert er ráð fyrir að frú Aldís verði a.m.k. ráð- in til þriggja ára svo að þeir, sem nú hefja námið geta treyst því að fá tilsögn fram- vegis er þessum vetri lýkur. Ólafur Kristjánsson mun annast stjórn Lúðrasveitar skólanna, en vinsældir hennar voru miklar sl. ár. Skólastjóri verður Ragnar H. Ragnar og flestir hinir sömu kennarar, en þó má vera að einhverjar breytingar verði á kennaraliðinu, en það er ekki fullráðið ennþá. Þá mun verða söngkennsla og hefur frú Hanna Bjarna- dóttir hin velþekkta söng- kona lofað að kenna á tveim ur námskeiðum fimm vikur hvert.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.