Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1971, Blaðsíða 5

Skutull - 16.09.1971, Blaðsíða 5
SKUTULL 5 Birgir Finnsson: Ávarp til vestfirzkra kjósenda Kosningarnar til Alþingis þ. 13. júní sl. urðu mikil von- brigði fyrir Alþýðuflokkinn. Það, sem síðan hefur gerst, er svo alkunnugt, að óþarfi er að rifja það upp hér. Þjóð- in hefir fengið nýja stjórn- endur — sigurvegarana í kosningunum og hlýtur reynsl an að skera úr hvorutveggja, hvernig þeim tekst að stjórna, og því, hversu lengi samstarf þeirra og stjórn endist. Kosningarnar leiddu til þess, að því er sjálfan mig varðar, að endir er nú bundinn á 12 ára feril minn sem fulltrúa Vestfirðinga á Alþingi. Þann- ig er gangur mála í lýðræðis- legu þjóðfélagi, að þeir, sem á annað borð gefa kost á sér í frjálsum kosningum, geta alltaf átt von á því að tapa. Ég hefi því ekkert um þessa útkomu kosninganna að segja annað en það, að ég óska nú- verandi þingmönnum Vestfirð inga allra heilla í þeirra störf um fyrir kjördæmið og þjóð- ina. Þeim þeirra, svo og fyrr- verandi þingmönnum Vestfj.- kjördæmis, sem voru mér samtíða á Alþingi, þakka ég góða viðkynningu og ágætt samstarf um málefni Vest- fjarða, þótt skoðanir féllu ekki alltaf saman um önn- ur málefni. Á þessum tímamótum á mín um starfsferli vil ég ekki hvað sízt þakka þeim kjósend- um, sem á liðnum árum hafa veitt Alþýðuflokknum og frambjóðendum hans lið í kosningum til Alþingis. Ég vona, að þrátt fyrir ófarirn- ar í vor, láti Alþýðuflokks- fólk og aðrir Vestfirðingar, sem stutt hafa málstað Al- þýðuflokksins, ekki hugfall- ast. Stefna Alþýðuflokksins er slík, að aðrir vilja — a.m.k. fyrir kosningar — láta líta svo út, að þeir séu hlynntir henni. Þessi áróður var á ný- liðnu vori það sterkur, að hann átti drjúgan þátt í því, sem skeði. — Málstaður Al- þýðuflokksins og starfsfer- ill er einnig með þeim hætti, að ef rétt er skoðað, þá hafa ekki aðrir og stærri flokkar haft meiri og hollari áhrif á uppbyggingu íslenzks þjóðfé- lags á liðnum áratugum. Andstæðingar Alþýðuflokks- ins þurftu þessvegna að af- flytja þennan málstað, og ó- frægja starfsferil flokksins, einkum í samstarfi hans við Sjálfstæðisflokkinn á undan- förnum árum, til þess að ná þeim árangri í vor, sem raun ber vitni. Þetta mun koma enn skýrar í ljós, þegar frá líður, og þeim mun fyrr og skýrar, ef Alþýðuflokksfólk og stuðningsmenn flokksins standa saman sem einn mað- ur gegn áróðri af því tagi, sem ég nú hefi nefnt. Að öðru leyti þarf flokk- urinn að draga ýmsa lærdóma af kosningunum í júní sl., að því er varðar skipulagningu flokksstarfs og upplýsinga- starfsemi um flokkinn. Skal ég ekki fara frekar út í það efni, en í því viðreisnarstarfi, sem framundan er, óska ég Alþýðuflokknum góðs árang- urs. Það er sannfæring mín, að flokkurinn eigi fyrir sér að eflast á ný. Svo þakka ég það traust, sem mér hefir ver ið sýnt á liðnum árum til ýmissa starfa sem fulltrúa A1 þýðuflokksins, m.a. í bæjar- stjórn ísafjarðar og á Al- þingi. Frá þeim starfsárum á ég margar góðar endurminn- ingar, bæði um samherja og andstæðinga. Þær minningar mun ég ætíð varðveita, og þau sterku bönd, sem binda mig og fjölskyldu mína við Vestfirði munu seint rofna. Að lokum þetta: Nú eru framundan í næsta mánuði aukakosningar á ísa- firði og í Eyrarhreppi í til- efni þess, að þessi sveitarfé- lög hafa ákveðið að samein- ast. Að mínu viti er sú á- kvörðun tvímælalaust hyggi- leg, og getur orðið báðum sveitarfélögunum til góðs, ef rétt er á haldið. Það veltur því á miklu, hvernig til tekst um skipun bæjarstjórnar fyrir hið nýja sveitarfélag, sem leysa á tvö þau eldri af hólmi. Eftir sameininguna þarf að taka mál in öðrum tökum en áður, og henni fylgja enn óleyst vanda- mál. í þessum efnum hefir Al- þýðuflokkurinn borið fram at- hyglisverðar tillögur, sem sýna, að hann lítur á samein- inguna af fullu raunsæi. í sveitarstjórnarmálum hefir flokkurinn jafnan, eins og á öðrum sviðum, tekið mál- efnalega afstöðu, og er það kunnara Isfirðingum og Eyr- hreppingum en frá þurfi að segja. Þess vegna er ærin ástæða til að mæla með þeim lista, sem flokkurinn býður fram við kosanngarnar þann 3. okt. n.k, en tg vil bæta því við, að cfa tel hvert særi list- ans sé skipað afbragðs fólki, sem verðskuldi fyllsta traust. Mæli ég eindregið með því, að ísfirðingar og Eyrhrepp- ingar fylki sér um A-listann í bæjarstjórnarkosningunum þann 3. næsta mánaðar, og láti þar með ásannast sem rækilegast, að Alþýðuflokkur inn og Vestfirðingar eigi sam- leið nú sem fyrr. Hinu nýja sveitarfélagi og í- búum þess óska ég alls vel- farnaðar í bráð og lengd. Birgir Finnsson Nýtt skip Um síðustu mánaðamót bætt ist skip í ísfirzka bátaflotann m.s. Siglfirðingur. Það eru fyrirtækin Gunn- vör hf., Hrönn hf. og íshús- félag ísfirðinga hf., sem keyptu skipið frá Siglufirði. M.s. Siglfirðingur er 275 smá lestir, búinn 750 Deuts-aðal- vél ásamt hjálparvélum og siglingatækjum eins og nú bezt gerist í skipum af þess- ari stærð. Þá fylgir skipinu „netauga" fyrir flottroll, sem ekki er algengt í íslenzkum skipum. M.s. Siglfirðingur er í tlotann byggður í Noregi og er fyrsta skuttogskipið, sem byggt er fyrir íslendinga. Skutull óskar eigendum og áhöfr. allra heilla og lýsir ánægju sinni með þetta fram tak til eflingar atvinnulífs í bænum. Skipstjóri á skipinu verður Arnór Sigurðsson, reyndur og dugmikill skip- stjórnarmaður. Þess skal að lokum getið, að skipið kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir hina nýju eig- endur sl. mánudag og var afli þess um 40 smálestir. „Forspár og íyrirbæri“ í Vesturlandi, sem út kom 10. þ.m. var vitnað í „Vestra", málgagn „Samtakanna" sem út hefði komið sama dag. Þrátt fyrir nefnda tilvitnun var það samt svo, að hinn almenni bæjarbúi átti þess ekki kost, að líta augum hið síðar nefnda blað. Vissu menn því eigi, hvort hér var um forspá Vesturlands að ræða, eða hitt, að Vestra gamla hefði verið kippt til baka. Jafnvel á laugardagsmorgunn að vísu skömmu eftir að búð- ir voru opnaðar, var blaðið Um eins árs skeið hefur verið unnið að undirbúningi samninga um kaup á nýjum skipum til bæjarins. Er þar um skuttogskip að ræða, búin á þann hátt, sem nú bezt þekkist. Samningar hafa nú verið gerðir við skipasmíðastöð í hvergi sjáanlegt. Væntanlega er þó til skýring til handa venjulegum mönnum. Noregi um smíði á 5 skip- um. Stærð skipanna er rétt innan við 500 rúmlestir, lengd um 46 metrar. Skipin eiga að koma til landsins á næstu tveimur árum. Þrjú skipanna eru keypt til ísafjarðar af Gunnvöru hf., Hrönn hf. og Norðurtanganum hf., eitt til Súðavíkur af Álftfirðingi hf. og eitt til Þingeyrar af Kaup- félagi Dýrfirðinga. Skutull telur þetta einn hinn merkasta atburð í atvinnu- sögu bæjarins og þeirra byggðarlaga er hlut eiga að máli og fagnar djarfhuga framtaki. Munum við síðar gera þessum merku og stór- huga kaupum á atvinnutækj- um nánari skil. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að blöð þau, sem komu út í síðustu viku sáu ekki ástæðu til að segja frá þess- um merku tíðindum í atvinnu sögu bæjarins einu orði. Er vonandi, að það gefi ekki rétta mynd af áhuga viðkom- andi blaða og forsvarsmanna þeirra á undirstöðu atvinnu- vegi okkar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.