Skutull

Årgang

Skutull - 12.06.1974, Side 2

Skutull - 12.06.1974, Side 2
2 S K U T U L L S K UT U L L 3 SKUTULL Útgef andi: Aiþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi. Blaðnefnd: Sigurður Jóhannsson, ísafirði, ábm., Ágúst H. Pétursson, Patreksfirði, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ingibjörg Jónasdóttir, Suðureyri og Kristmundur Hannesson, Reykjanesi. Innheimtum.: Haraldur Jónsson, Isafirði. Jöfnuður í reynd Enn sem fyrr reynir á það í íslensku þjóð- félagi hvort unnt er og verður að framfylgja sannri jafnaðarstefnu. Inntak jafnaðar er algilt, þó svo að tímarnir breytist. í launa- málum hefur jafnaðarhugtakið orðið fyrir töluverðu hnjaski hin síðari ár. Bæði er að fámennir hópar innan starfsfélags há- skólamanna hafa farið fram á hærri laun en þjóðhagslegt eða heilbrigt getur talist og eins er að verkalýðshreyfingin hefur ekki verið nægilega heilsteypt í þessum efnum. Kjararáðstefna Alþýðusambandsins samþykkti í fyrra að framfylgja launajafn- aðarstefnu í kjaramálum en samningarnir í vetur gáfu allt aðra raun. En hvað er launajafnaðarstefna? Það að allir hafi sömu laun án tillits til starfs eða ábyrgðar, er draumsýn sem ekki verður uppfyllt á næstu árum. En markmiðið hlýt- ur að vera tvíþætt. í fyrsta lagi að lægstu laun verði vel rúmlega lífvænleg, og þá ekki samkvæmt útreikningum sem allir vita að eru falskir heldur samkvæmt útreikn- ingum sem er treystandi og byggðir á fólkinu sjálfu, og í öðru lagi að bil hæstu og lægstu launa sé innan siðlegra marka. Nú vita allir menn að mörg Ijón eru í veginum. Allir vita að sumar starfsgreinar eru komnar í bá aðstöðu að þær hafa betri möguleika til þess að fá vilja sínum fram- gengt í launamálum en aðrar starfsgreinar hafa. Þetta ræðst af markaðslögmálum og uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta ræðst ennfremur af samspili og stundum sam- keppni ríkisrekstrar og einkarekstrar. Mikl- ar breytingar verða aldrei gerðar og góðum árangri verður aldrei náð með þvingunar- ráðstöfunum. Það gæti verið að leika sér að eldi. Aukinn launajöfnuður er sennilega eitthvert brýnasta framtíðarverkefni íslenskra stjórn- mála. Við verðum að stefna að góðum tekj- um allra manna en um leið að góðu og geðþekku þjóðfélagi. En sums staðar þarf að brevta hugarfari manna til þess að þessu markmiði verði náð. Og hugarfarsbreyting hlýtur að vera öllum lögboðum og öllum lögbönnum æðri. Inntak iafnaðar er algilt. En nokkurrar hugarfarsbreytingar er þörf og reynslan hefur kennt mönnum að einungis stór Al- þýðuflokkur er þess megnugur að fram- fylgja slíkri stefnu, rækta slíkt hugarfar. Þess vegna er nú stefnt að stórum sigri. Laus staða Staða skrifstoíustúlku í skrifstofu Landssímans á ísafirði er laus nú þeg- ar. — Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöð- um þurfa að berast fyrir 15. þ.m. UMDÆMISSTJÓRI. Nú eiga launþegarnir leikinn Skattstjórinn í Vestfjarða- umdæmi mun vera búinn að ljúka álagningu tekjuskatts og annarra opinberra gjalda til ríkissjóðs og sveitarfélaga. Vestfirðingar munu því senn fá í hendur enn einu sinni skattakveðju frá ,,vinstri“stjórninni, — þeirri stjórn, sem gaf alþýðufólki og launastéttum það fyrir- heit, að „breiðu bökin“ skyldu nú loksins axla þær þungbæru skattklyfjar, sem áður hefðu hvílt á herðum hinna almennu launþega. Vestfirskir launþegar til lands og sjávar, fólkið, sem nauðugt viljugt þarf að leggja nótt með degi til að draga á land og fullvinna dýnmætan AÐ ATHUG- UÐU MÁLI Sighvatur —- orðhvatur, svo nefnir torgkona vest- firskra stjórnmála, hinn hámenntaði skólameistari á ísafirði, tvo efstu menn A-listans. Orðleikurinn er snjall — og lýsir um leið óendanlegu málefnalegu ríkidæmi. Gagnvart slíkri orðheppni er orðhvatur orðlaus. Kemur þar senni- lega til pólitískt reynslu- leysi, til að mynda það reynsluleysi að hafa aldrei verið samtímis stjórnar- andstæðingur og stjómar- sinni. Þvi slíkt verður sennilega hvergi af vörum numið — nema ef vera skyldi í Menntaskólanum á ísafirði. En á hitt má minna skólameistara á að orð eru til a'lls fyrst — og segir ekki í hinni helgu bók að í upphafi hafi verið orðið? sjávarafla, hefir af eigin raun kynnst þvi hvaða „breiðu bök“ það eru, sem stjórnar- herrar vinstri óstjómarinnar hafa útvaliö til að bera drápsklyfjar skattpíningar- innar. Og innan skarnms tíma munu launþegcirnir á Vest- fjörðum fá í hendur enn einn álagningarseðil frá þessum herrum. Og enn einu sinni stendur þá fólkið frammi fyr- ir þeirri staðreynd, að lengi getur vont versnað þegar úrræðalaus vandræðastjórn heldur um stjórnvölinn á þjóð- arskútunni, því enda þótt beinir neysluskattar — sölu- skattur — hafi stórhækkað í valdatíð stjórnarinnar, verður lítt dregið úr annarri skatt- heimtu þess opinbera. En nú eiga launþegarnir sterkan leik á borði. Þeir fá ekki aðeins í hendur skatt- heimtuseðilinn frá kaupráns- stjórninni. Þeir fá einnig í hendur atkvæðaseðil vegna alþingiskosninganna, sem fram eiga að fara 30. þ.m. Sá seðill á að verða launa- fólkinu biturt og sigursælt vopn, sem losar þjóðina við þá ríkisstjórn, sem einna verst hefir leikið launastéttirnar, og sem hefir sökum sundur- lyndis, úrræða- og ábyrgðar- leysis, leitt þjóðina fram á hengiflug upplausnar og efna- 'hagslegs öngþveitis, — og það mitt í árgæsku og met afla- feng til lands og sjávar. VESTFIRSKIR KJÓSENDUR. Minnist þess á kosningadag- inn, að atkvæðaseðillinn er nú eina tiltæka og virka vopnið, sem þið ráðið yfir í baráttunni gegn vaxandi skattpíningarstefnu og ó- stjórn kommúnista, Fram- sóknarmanna og vikapilta þeirra. Þess vegna kjósið þið A-list- ann X-A Nýjar leiðir... Framhald af 4. síðu. firskir kjósendur sjá. En hitt væri ekki verra, ef það yrði jákvæð afleiðing hinnar póhtísku hringlandi, að ís- lenskri kjördæmaskipan yrði breytt til betri vegar. Alþýðufíokkurinn hefur áður haft forustuhlutverk í kjördæmamálum. Honum ætti að vera treystandi til breytinga enn á ný, sé al- mennur vilji til slíkra breyt- inga. Skutull segir... Framhald af 1. síðu. ar en ástæða var til, og í efnahagsmálum — sem urðu það sprengiefni sem varð stjórninni að falli — blasir við fullkomið vandræðaá- stand, stöðvun atvinnuvega og stórfelld lækkun launa, ef ekki verður gripið til rót- tækra aðgerða. Tekjum fólks og atvinnu er stefnt í bráða 'hættu. Ríkisstjórninni hefur mistekist og Alþýðuflokkur- inn er á móti þeirri stjórn. ÖR KOSNINGASTARFINU Stjórn Fulltrúaráðs 4lþýgu. flokksins á lsaf>rH hef.ur skipað fimm maflt kosn- ingastjórn til þesUg hafa með höndum yfirstJ'ía kosn- ingabaráttunar íyr^álþýðu- flokkinn í bænum. -sninga- stjórnina skipa: Jjörgvin Sighvatsson, Siga’ipr j. Jóhannsson, Gestt- jja^- dórsson, GunnlaUgJ1 quq. mundsson og -’%frígur Magnúsdóttir. , . Kosningastjórnii mun halda fundi að jarr5ði ann. an hvern dag. Trúnaðarmenn á Patreksfirði: Ágúst H. Péturssof, Urðargötu 17, sr'i 1288. Bjarni Þorsteinssot Brunnum 5, S1TI111254. Björn Gíslason, Strandgötu 15, st’íi i38o. Gunnar R. Pétuf8^, Hjöllum 13, simll367. Jóhann SamsonarsC; Aðalstræti 7, sl'i 1161 Magnús Friðriksson Hólum 15, sími 1315 Páll Jóhannesson, Aðalstræti 47, sími 1260. Páll Janus Pálsson, Hlíðarvegi 2, sími 1236. Ólafur H. Hansen, Stekkjum 14, sími 1238. Flokksfólki og öðrum stuðn- ingsmönnum A-listans er foent á að hafa samband við eiinhverja af ofangreindum mönnum varðandi upplýsing- ar og ábendingar. í ráði er svo að opna kosningaskrif- stofu á Patreksfirði föstu- daginn 21. þ.m. Verður skrifstofutími og sími skrif- stofunnar auglýstur síðar. T rúnaðrmenn í Súgandafirði: Guðni Ólafsson, Eyrargötu 2, sími 6118. Ingibjöng Jónasdóttir, Aðalgötu 16, sími 6134. Jón Ingimarsson, Túngötu 12, sími 6180. Þórður Pétursson, Eyrargötu 3, sími 6193. Þórir Axelsson, Aðalgötu 35, sími 6179. Trúnaðarmenn á Flateyri: Emil R. Hjartarson, Drafnargötu 7, simi 7645. Magnús Jónsson, Brimnesvegi 20, sími 7652. Trúnaðarmenn í Hnífsdal: Jens Hjörleifsson, ísaf jarðarvegi 4, sími 3617. Geirmundur Júlíusson, Strandgötu 17, sími 3626. Trúnaðarmenn á Þingeyri: Björn Jónsson, Brekkugötu 24, sími 8156. Sveinbjörn Samsonarson, Fjarðargötu 51, sími 8159. Flokksfólk og aðrir stuðn- ingsmenn A-listans er beðið að hafa samband við ofan- greinda trúnaðarmenn A- listans og veita upplýsingar. Þá veita þeir einniig upplýs- ingar um kosningastarf og kosningaundirbúning. FRAMBOÐSFUNDlk ■4 SAMKOMULAG hefur orðið um sameiginlega framboðs- fundi í Vestfjarðakjördæmi. Fundirnir hef jast n.k. sunnu- dag — 16. júní — og þeim lýkur með fundi á ísafirði þann 24. júní. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Sunnudagur 16. júní: Kl. 15,00 í Árnesi og á Hólma- vík og kl. 20,30 í Króks- fjarðarnesi. Þriðjudagur 18. júní: Kl. 15,00 í Reykjanesi N.-ís. Fimmtudagur 20. júní: Kl. 20,30 á Patreksfirði og í Tálknafirði. Föstudagur 21. júní: Kl. 20,30 á Bíldudal og Þingeyri. Laugar^%r 22. júní: Kl. 15,00 í SU«W. og kl. 20,30 á Flateyr^ knnu_ dagur 23. júní: J 20,30 í Bolungarvík og ^treyri í Súgandafirði. M* álagur 24. júní: Kl. 20,30 a\firði. Þeim fundi verður u kpag. Ræðutími hvers tlokhs verður 45 mín. vptist hann í þrjár umfeiir _ 20 mín., 15 mín. og I mín_ Að lokinni fyrstu %ferð veruðr fundarmönn11 hejm. ilað að bera fra.m fyrjr. spurnir til frarnS? ^ftnna og er hámarkstin. sem leyfður er fyrir hve myrir- spurn, 3 mín. Hvers eiga Vestiirðingar.. Framhald af 4. síðu. sem skyldi. Ástæðan er ekki sú, að fulltrúar þeirra á Al- þingi viti ekki af þessum hlutum. Ástæðan er frekar sú, að þeir hafa lítt hirt um að ráðgast við sína umbjóð- endur — kjósendur á Vest- fjörðum — og fylgja mál- stað þeirra eftir af nauðsyn- legri festu. Frambjóðendur Alþýðu- flökksins á Vestfjörðum eru ekki þeirrar skoðunar — eins og þingmenn Vestfirð- inga s.l. kjörtímabil virðast hafa verið — að þeir sitji inni með alla visku um það, hvernig hagsmunamálum kjördæmisins sé best borgið og þurfi engin samráð að hafa við fólkið á Vestfjörð- um um þau mál. Þvert á móti munu frambjóðendur A-listans á Vestfjörðum heita því að gera sér far um að hafa náið persónulegt samband við fólk á Vest- fjörðum um þau mál, sem ÞAÐ vill fá framgengt, leita leiðsagnar þess og á- bendinga og hafa fyllsta samráð við það um lausn þeirra hagsmunamála, sem almenningur á Vestfjörðum telur brýnust. Slíkt á að vera hlutverk þeirra, sem fólk velur sem fulltrúa sína, og það hlut- verk munu frambjóðendur A-Iiistans svikalaust rækja. Lífeyrissjóður Vestfirðinga \lýtt síma- númer: 3980 ÓVÆNT INNSKOT Óvænt innskot kom í flokkakynninguna í útvarp- inu á mánudagskvöldið. I miðjum klíðum skaut þar skyndilega upp kollinum „Útvarp Matthildur" undir stjórn Davíðs Oddssonar, sem átti þátt í gerð þess þáttar á meðan hann var fas-tur liður í dagskrá út- varpsins. Sviðsettir voru „Matthild- ingar,, til þess að vitna með foringja sínum, en nú brá svo við að þeir höfðu týnt kímnigáfunni, enda voru þeir orðnir íhalds- menn. Leikþáttur Davíðs Oddssonar, sem hófst með forspjalli Gunnars Thorodd- sen, varð því hvorki mikill að efni né inntaki — skop- skynið höfðu „Matthilding- ar“ augsýnilega látið í skipt- um fyrir félagsskírteinin í Sjálfstæðisflokknum. ísafjarðarkaupstaður ÚTBOÐ Hafnarmálastofnun ríkisins óskar eftir tilboði í steypta þekju á hafskipakanti ísafjarðarhafnar. Öll útboðsgögn fást á skrifstofu Tæknideildar ísa- fjarðar gegn 2000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Tæknideildar fyrir kl. 14,00 14. júní 1974. Tilboð verða opnuð, að viðstöddum bjóðendum, sama dag kl. 17,00. BÆJARTÆKNIFRÆÐINGURINN ÍSAFIRÐI. Hvers vegna kýst þú. Framhald af 1. síðu. Suðureyri í Súgandafirði. Ég tel, að skattalög núver- andi ríki-sstjórnar hafi stór- lega aukið á ójöfnuðinn í skattamálum, enda er það nú svo, að lágtekjufólk er látið borga skatta eftir sömu stigum og hátekju- fólk. Ég treysti Alþýðu- flokknum til þess að leið- rétta þetta. Þá treysti ég Alþýðu- flokknum einnig til þess að leiðrétta ýmislegt annað, sem mér þykir hafa miður farið í þjóðfélaginu. M.a. tel ég, að stórauka þurfi ríkisafskipti af atvinnu- málum og að ríkisvaldið eigi að beita sér fyrir sam- einingu oliufélaganna og annari hagræðingu í einka- rekstri. Þá vil ég einnig, að fiiskihafnir verði gerðar að landshöfnum og ríkisrekn- ar á sama hátt og sam- göngukerfið. Ég treysti því, að frambjóðendur A- listans muni berjast fyrir framgangi þessara mála og þvi styð ég þá. Ölafur Sigurvinsson, Isafirði: Menn af minni kynslóð — Ég kýs A-Mstann á Vestfjörðum vegna þess, að þar eru í framboði í efstu sætunum menn af minni kynslóð, sagði Ólaf- ur Sigurvinsson, Iögreglu- þjónn á ísafirði. Þetta eru menn á svipuðum aldri og ég er sjálfur, með svipuð áhugamál og svipuð við- horf og ég. Alþýðuflokksmaður er ég vegna þess, að jafnaðar- stefnan er sú stjórnmála- skoðun, sem ég aðhylMst. Til þess að efla þá stefnu styð ég Alþýðuflokkinn — flokk dslenskra jafnaðar- manna — og kýs A-Mst- ann. FRETTIR ÚR BÆNUM Fyrstu stúdentar frú Mennta skólanum ú Isafirði ÞANN 3. júní — á annan dag í Hvítasunnu útskrifað Menntaskólinn á ísafirði sinn fyrsta stúdentahóp. í hópnum vor 30 nýstúdentar úr þremur deildum — eðlisfræðideild, náttúrufræðideild og félags- fræðideild. Nýstúdentunum voru af- hent skírteini sín við hátíð- lega athöfn í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Við það tækifæri flutti menntamálaráðherra á- varp og skólameistari M.Í., Jón Baldvin Hannibalsson, ræðu. Þá söng Sigríður E. Magnúsdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og þeir Jónas Tómasson, séra Gunnar Björnsson og Jakob Hallgrímsson fluttu kammer- músík. Fyrstu stúdentarnir, sem M.í. útskrifaði, voru: Eðlisfræðideild: Einar Jónatansson Bolung- arvík. Friðbert Traustason, Flat- eyri. Guðmundur Stefán Marías- son, ísafirði. Halldór Jónsson, ísafirði. Jón Guðmundsson, Flateyri. Kristján G. Jóhannsson, ísafirði. Örn Leós, Hólmavík. Félagsfræðideild: Ársæll Friðriksson, Kópa- vogi. Bergrós Ásgeirsdóttir, Rvík. Bjarni Jóhannsson, ísafirði. Gísli Ásgeirsson, Þúfum N.-ís. Haraldur H. Helgason, Akranesi. Helgi Kjartansson, Unaðs- dal. Herdís Hubner, Kópavogi. Ingibjörg Damíelsdóttir, Tannastöðum, Hrútafirði. Jóhannes Laxdal jr„ Eyja- firði. Lilja Stefánsdóttir, ísafirði. Margrét Gunnarsdóttir, ísa- firði. Sigurbjörg Raínsdóttir, Sauðárkróki. Snorri Grímssoin, ísafirði. Snæbjörn Reyniss0' Pat_ reksfirði. Sigurður Grímsson,^firg. (utan skóla). Náttúrufræðideild: Ásgeir Ásgeirssoft %fjrðL Einar Hreinsson, Guðmundur Guðjónsson, Akranesi. Guðni K. Þorkelsson, Bol- ungarvík. Jón G. Guðbjartsson, ísaf. Jón S. Jóhannesson, Isaf. Matthías Stefánsson, ísaf. Þórarinn Hrafn Harðarson, Reykjavík. HÁhDAHÖLD sjómáHnadagsins var um. Þá var haldin róðrar- keppni milM kvennasveita Norðurtangans og Rækju- stöðvarinnar — Norðurtang- inn vann bikarinn til eignar. Svo réru Iandsisveitir karla og Norðurtanginn vann ednnig þá keppni. Keppni í beitningu vann Guðjón Loftsson og var það í þriðja sinn, sem hann vann þá keppni. Vann hann því bikarinn til eignar. Einnig fóru fram ýmis önnur atriði. Á Sjómannadaginn var svo vígt minnismerki drukknaðra sjómanna, sem reist var í grafreitnum í Hnífsdal. Sigur- linni Pétursson gerði minnis- varðann. Um kvöldið var dansleikur í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Sjómannadagurinn hald- inn hátíðlegur á Is * 1 eins og venjan hefur vel ^dan- farin ár. , Hátíðahöldin með því, að Kristjan J for_ maður SjómanJ1 ,,Afáðs, setti hátíðina. SíðaI1 1 þrír aldraðir sjómann heiðraðir. Þeir voru EMert Eiríksson, Annas Kristmundsson og Guð- mundur Guðjónsson. Að því búnu hófst róðrar- keppni. Áhöfnin af Mb. Guð- nýju vann róðurinn og til eignar bikarinn, sem keppt Menntaskólínn ú ísafirði auglýsir innritun nýrra nemenda. Innritun nýrra nemenda lýkur 15. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, sem er opin mánudaga—föstudaga kl. 10—5. Sími 3767. SKÖLAMEISTARI. DÁNARDÆGUR Sigurður Magnússon, sjómaður lézt af slysförum er hann var í eggjatöku í Hælavíkurbjargi 21. maí sl. Iðunn Eiríksdóttir, frú, Túngötu 7 lézt í sjúkrahúsi í New York 24. maí sl. Elísabet Samúelsdóttir, frú, Túngötu 5 lézt í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 25. maí sl. Tryggvi J. Jóakimsson, framkvæmdastjóri, Seljalands- vegi 28 lézt að heimili sínu 29. maí sl. Ingvar Jónsson, skrifstofumaður, Reykjavík, sem um langt árabil var búsettur hér á ísafirði, lézt hér í bæ 3. þ.m. Ólafur Sigurðsson, skipstjóri, Aðalstræti 8 lézt að heim- ili sínu 6. þ.m. Guðrún Guðmundsdóttir, Túngötu 5, — lézt 9. þ.m. Hún var háöldruð, fædd 8. október 1884.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.