Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 6

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 6
6 SKUTULL UNA HALLDORSDOTTIR OG ÞORGEIR HJÖRLEIFSSON: Kanadaferö sumarið 1975 Þegar ritstjóri Skutuls bað okkur að segja frá ferð okkar með Þjóðræknisfélaginu til Kanada á s.l. sumri, var það með hálfum huga að við samþykktum það, því svo mikið hefur verið sagt frá þessari ferð í fjöl- miðlum, en við létum tilleiðast. Við viljum þá fyrst greina frá því hversvegna við fórum þessa ferð. En })ar er til að taka, að ungur maður, Sigurður Bjarnason, fæddur í Engidal, afa- bróðir Unu, fluttist til Iíanada um 1890. Hann giftist þar ísl. konu og eignuðust þau 10 börn, sem öll komust til fullorðinsára. Eru 8 þeirra á lífi og hefur þeim öllum vegnað vel. Þrjú þeirra, aulc tveggja af þriðja ættlið, hafa komið hingað til Isafjarðar og var til- gangur fararinnar að endurgjalda þær heimsóknir. Una skoðar eitt húsanna í Indíánagrafreitnum. Við tókum okkur far með fyrsta hópnum, en hans ferða- áætlun var í stuttu máli sú, að fljúga til Vancouver á vesturströndinni og dvelja þar á átta daga, fara síðan með bifreiðum til Winnipeg á sjö dögum, dvelja svo þar og í nágrenni til loka ferðar- innar. Að morgni 16. júlí hófu 2 flugvélar frá Air Viking sig tíl flugs frá Keflavikurflug- velli með 300 manns innanr borðs. Ferðin tíl Vancouver gekk vel og er ekki mikið um hana að segja utan það, að við lentum í eskimóabyggð á Baffinsiandi til eldsneytistöku. Við fengum að fara út úr vélinni og versia í kaup- félagi staðarins, sem hedtir „Eskrno Coop”. í Vancouver var svo lent kl. 13,00 að staðartíma í dásamlega góðu veðri. Mikill mannfjöldi var mættur til að. fagna gestunum „að heiman” þvá íslendingar eru orðnir fjölmennir á vesturströndinni. Konur á ísl. búningi afhentu okkur stórt umslag með áletruninni „Verið velkomán til Vestur- strandarinnar”! í því var mikið af bæklingum um borgina og dagskrá næstu daga. Við fengum innilegar mót- tökur á heimili Marthins frænda Unu, en hjá honum og fjölskyildu hans gistum við. Hann er sá eini af syst- kinum, sem býr á þessum Slóðum, hdn búa öll í Winne- peg og nágrenni. Næstu dagar fóru 1 skoð- anaferðir um borgina, heim- sókndr í eliheimili, sem ísl. hafa komið upp og ýmsar samkomur bæði úti og inni. Þá var farið í dagsferð til Seattle á Bandaríkjunum, en þar eru ísilendingar -fjöl mennir. Það yrði of langt mál að lýsa ölu þvi, sem gert var fyrir ofckur þessa dásamlegu daga í Vancouver, þvi við áttum eftir að koma víða við áður en haldið yrði heim. Við kvöddum með söknuði okkar kæru vini fimmtu- daginn 24. júlí og héldúm áleiðis til Winnepeg. Þátt- takendum ferðarinnar hafði verið skipt í tvo hópa og lagði sá fyrri af stað daginn áður. i Ekið var í þrem stórum „Greyhound” bílum og var fyrstí áfangastaðurinn bær- inn Salman Anm, en þangað er 530 fcm. Náttúrufegurð er mikil, dalirnir þröngir, en fjölUn há og tígnarleg. Veðrið var eins og best varð á kosið, að vísu nokkuð heitt þegar við vorum ekki í kældum bílunum. Nú verðum við að fara hratt yfir sögu og s'leppa frekari lýsingu á umhverf- inu þvá næsti áfangastaður var Calgary í Alibertafylki 510 km akstur frá Salman Arm. Við komum til Calgary síðla kvölds og var búin gist- ing 'í góðu hóteli i miðborg- inni. Þarna áttum við eftir að dvelja fjórar nætur og þrjá ánægjulega daga. Farið var í skoðunarferðir um borgina og nágrennið. Önnur var til bæjarins Markerville, byggðar skáldsáns Steþhans G. Það •hefur svo mikið verið sagt frá þeim degi í fjöimiðlum hér, að þar væri ekki á bæt- ,andi, en dagurinn var okkur ógleymanlegur og þá ekki sást fyrir það, að við hús skáldsins hittum við tvær systur, sem fæddar voru hér á ísafirði og fluttu til Kanada með móður sinni sem var ekkja, þegar þær voru fimm og níu ára gamlar. Við sáum að þær gengu á mffii fóliksáns og spurðu 'hvort nokkrir væru með frá ísafirði. Við gáfum okkur því fram við þær. Það var engu lákara en að þær hefðu hitt nákomna ættingja svo innilega fögnuðu þær okkur og margs þurftu þær að spyrja, en gaman var að heyra þær rifja upp löngu- 'liðna atburði og leiðrétta hvora aðra þegar þær voru að segja frá. Þær sögðust haf a átt heima ‘ í Brunngötu 12, og fannst ótrúlegt að heyra að húsið stæði enn. Það yrði þeim eflaust von- brigði ef þær ættu eftír að koma hingað og sjá að nú er búið að rífa húsið. Syst- urnar komu seinna fram í útvarpsþætti frá bændaför- innii til Kanada og sögðu þá frá uppruna sínum. Það væri freistandi að segja meira frá dvölinni í Calgary og því dásamlega fólki, sem við kynntumst þar, en áfram verður að halda. Nú er kominn 29. júlí og 1320 km akstur fyrir höndum til Winnipeg með næturgist- ’ ingu á borginnii Regina. Þegar hingað er komið erum við komin á sléttur Kanada, en Klettafjöllin blasa við í vestri. í Winnipeg vorum við aftur hjá frændfólki og ferðuðumst á milli þess næstu f jóra daga. Carl, sem er einn af systkin- unum, skipulagði heimsókn okkar svo vel, að ókkur tókst að hitta þau öll og eiga með þeirn ánægjulega daga. Við förum eins og fyrr fljótt yfir sögu, en lesi þetta einhverjir, sem þekkja til, þá l'á leið okkar fyrst suður til bæjarins Morten, sáðan norður til Portage la Prairie. Þaðan heilsdagsferð með við- komu á mörgum stöðum, sem þekktir eru úr sögu ísl. í Kan- ada t.d. bæjanna Baldur og Brandon. Eitt það sérkenni- legasta, sem við sáum, var indíána-grafreiitur. Hann var ógirtur í stóru og skjólsælu skógarjóðri, en eins og sést á mynd, sem fylgir frásögn- inni, þá smiða þeir látil hús yfir leiðin og skreyta þau með margskonar skrauti t.d. perlúfestum, blómum o.fl. En furðulegast við grafreitinn fannst okkur það, að gróður- inn, isem er þarna mikill, er 'látinn vaxa yfir húsin, svo að eftir nokkur ár sjást þau ekki lengur, þó leggja þeir í töluverðan kostnað í leg- steina, sem við isáum þama marga haglega gerða. Eftir þennan ánægjulega dag gistum við á bænum Oakville. Þar gafst okkur tækifæri til þess að skoða akra og fræðast um al'lar þær mörgu korntegundir, sem ræktaðar eru. Við komum i nýja og stóra kommyllu, en þar stjórnaði aðeins einn maður vinnslunni frá iþvá bóndinn kom með komið og þar til. það rann úr geyrnsl- Skoðuð hin frjósama mold Kanada.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.