Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 7

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 Einn vagninn í skrúðgöngunni að Gimli. unni í járnbrautarvagna, til flutnings á markað. Hápunktur Kanadaferðar- innar var mánudaginin 4. ágús-t, en iþað var síðasti dagur hátíðaíhaldanna að Gimli. Við viildum ekki hafa misst af honum, svo eftir- iminnilegur var hann. Allt hjálpaðisit að, dásamlegt veður miki1!! mannfjöldi og fjöl- breytt dags'krá. Við hittum aftur marga ferðaíélaga, en iangan tíma tók að finna Einar frænda Steindórsson. Það tókst um síðir og urðu þar fagnaðarfundir. Við höfðum talað við hann í síma í Winnipeg og vissum að hann var hjá góðu fólki og hafði víða farið. Þarna hittum við Mka hjónin Guðrúnu Jóns- dóttur og Guðm. Guðmunds- son, Ragnhildi Helgadóttur og Samúel Jónsson, en þá eru Mka upptaldir alMr ísfirðing- arnir, sem vestur fóru til hátíðahaldanna. Að Gimli höfðum við mælt okkur mót við góða kunningja okkar frá Árborg, sem er stuttu norðar, þau hjónin Helgu og Sigurð Wopnford. Svo ótrúlegt sem það er, þá kynntumst við þeim á Kanarí- eyjum í janúar 1974. Þau voru hér í heimsókn hjá skyldfólki sínu, en brugðu sér suðureftir í leiðinni og þar hélt Sigurður upp á 70 ára afrnæli sitt. Þau eru bæði fædd í Kanada, en tala ís- lensku frábærlega vel. Áður en við yfirgáfum Gimli sýndu þau okkur það markverðasta, sem þar er að sjá, og iþá meðal annars stað- inn þar sem fyrstu ísl. lögðu að landi fyrir 100 árum. Síðan ókum við heim til þeirra um kvöldið. Það var gaman að koma til Árborgar og sjá og heyra hversu íslenskur bær hann er. Þegar við komum í verslanir heyrðum við bæði viðsikipta- vini og afgreiðslufólk tala saman á íslensku, en þetta á að vísu fyrst og fremst við eldra fólídð. Við notuðum tímann vel til skoðunarferða um bæinn og nutum góðrar leiðsagnar Sigurðar. Síðari hluta dagsinis héldum við til S'Umarbústaðar, sem þau Helga og Sigurður, ásamt börnum þeirra, eiga við Winnipegvatn. Þar áttum við skemmtilegt kvöld með fjöl- skyldunni ásamt tvennum hjónum að heiman. Við gátum ekki dvalið eins lengi hjá þesisum ágætu vinum okkar og við hefðum kosið, því næsta dag kl. 18,00 var komið að heimferð. Við vorum svo heppin, að sonur þeirra, sem er verkfræðingur og búsettur í Winnipeg, þurfti að mæta til vinnu næsta dag og urðum við honum samferða. Við vöknuðum snemma síðasta dag ferðarinnar, því ýmislegt var eftir að sjá og að heimsækja vini. Allt tekur enda og það var með miklum söknuði, sem við kvöddum hina mörgu vini okkar, er komu á flugvöllinn til þesis að kveðja, en sumlr höfðu ekið um langan veg. AlMr þrá að koma til íslands og vonandi rætist sú ósk þeirra á næstu árum. Kallað er til brottfarar og kl. 18,30 hóf vélin sig til flugs og tók stefnu á Baff- insland, þar sem viðstaða var höfð eins og á vesturleið. Um ferðina heim er ekki margt að segja. Allir voru sæMr og ánægðir og ræddu saman um viðburði síðustu vikna. Ekki voru við heppin með veður er fl'ogið vár yfir Grænland og sama er að segja um að- komuna að landinu, þvi þoka og riigningarsuddi huldi það, en lendingin gekk vel og staðnæmdist véMn kl. 7,10. Við höfum farið hratt yfir sögu í þessari frásögn okkar. Það hefði verið freistandi að segja frá þeim mörgu sam- komum, sem landar okkar vestra buðu til, eða frá ferð- inni til Seattle og sigMngu um höfnina þar, lýsa fegurð Vancouverborgar, mikilfeng- leigheit KlettafjaManna, hversu geysilegt matarforða- búr siétturnar eru, en engu af þessu varð viðkomið að þessu sinni, en við viljum fá að nota þetta tækifæri til þess að koma á framfæri kveðjum, sem við vorum beðin fyrir til fólks hér í bænum. Þær eru frá Hrafn- hildi Kvaran og Sveinbjörgu Haraldsdóttur Guðmunds- sonar, skipstjóra, og Jónínu konu hans, sem báðar eru búsettar í Vancouver og frá Lóu Hinriksdóttur, fóstur- dóttur sömu hjóna, sem bú- sett er í Seattle. Að lokum viljum við færa Þjóðræknisfélögunum í Rvík og á Akureyri, þakkir fyrir að hafa stuðlað að svo fjöl- merrnri þátttöku fólks héðan í hátíðahöldum vesturislend- inga,- því við erum sannfærð um, að það hefur verið mikill styrkur fyrir það fólk vestra, sem vinnur að auknum sam- skiptum þjóðarbrotsins í Kanada við heimalandið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.