Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 11

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 11
SKUTULL 11 Hátíðamessur ÍSAFJÖRÐUR: Aðfangadagskvöld kl. 8,00 Jóladag — 2,00 Jóladag í Sjúkrah. — 3,15 Sunnudagur 28. des. á elliheimilinu — 2,00 Gamlárskvöld — 8,00 IMýjársdag — 2,00 HNÍFSDALUR: Aðfangadagskvöld — 6,00 Gamlárskvöld — 6,00 SÚÐAVÍK: Annan í jólum — 2,00 Öskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Oddur Friíriksson hf. Jólahald í rússneskum fangabúðum: Salemsöfnuðurinn á ísafirði óskar öllum ísfirðingum og Vestfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hátíðasamkomur verða eins og hér segir: Sunnudag 21. des. kl. 11,00 sunnudagaskóli kl. 16,00 almenn samkoma. Jóladag kl. 20,30 hátíð sjómanna. 2. jóladag kl. 16,30 hátíðasamkoma, 28. des. kl. 16,00. hátíð sunnudagaskólans. Gamlárskvöld kl. 23,00 Áramótasamkoma. Nýársdag kl. 16,30 hátíðasamkoma. Sunnudag 4. jan. kl. 11,00 sunnudagaskóli kl. 16,30 almenn samkoma. Fimmtudag 8. jan. kl. 20,30 hátíð saumafunda kvenna. Hjartanlega velkomin Salemsöfnuðurinn í myrkrum Ijómar lífsins sdl ÞETTA er sönn og áhrifarík frásögn um stað- fasta og einlæga ást milli tveggja einstaklinga — og um fórnfúsa baráttu og bróðurtryggð. Danski læknirinn Alexander Tomsen starfaði sem sjálfboðaliði með danska Rauða krossinum í Berlín eftir fall Þriðja ríkisins. Þar vann hann fágætt mannúðar- og hjálparstarf meðal nor- rænna flóttamanna. Rússneska leynilögreglan handtók hann fyrir að hafa hjálpað háttsettum nasistum að flýja borgina. I tíu erfið ár dvaldi hann saklaus í rússneskum fangabúðum. Alexander Tomsen hefir skrifað athyglisverða bók um þær hörmungar, sem hann gekk í gegn um. Bókin heitir: I nafni mannúðarinnar. JÓLATRÉÐ var óásjáleg grenigrein, sem stungið var niður í auðvirðilega glerkrús. Jólaljósið var aðeins flökt- andi kertislogi. Jólamaturinn voru níu þunnar pylsusneiðar skreyttar kartöflusalati. Á borðinu fyrir framan hann lá jólagjöfin, - lítil appelsína. Hugfanginn starði hann á appelsínuna eins og hún væri úr skíragulli. Gjöfin til henn- ar var haglega gerður blikk- stokkurog matskeið. Hún grét af einskærri gleði er hún virti jólagjafirnar fyri sér. Þetta var á jóladagskvöld árið 1947 í rússnesku fanga- búðunum Vorkuta í Síberíu. Þau tvö, sem við borðið sátu, voru danski læknirinn Alex- ander Thomsen og starfsfélagi hans lettneski læknirinn Olíte Priede. Enda þótt þau væru bæði fangar voru þau ham- ingjusöm yfir því að fá að vera saman þessa stund, svo hamingjusöm, að þetta jóla- kvöld er þeim ógleymanlegt. En hamingja þeirra endaði skjótt. Thomsen var skömmu síðar fluttur í hinar illræmdu þrælabúðir við Stalíno, sem voru í 3000 km fjarlægð. Að skilja, er að deyja að nokkru, segja frakkar, og fyrir þessar einmana manneskjur var skilnaðurinn sér og þungbær. Þau grétu bæði er fangalest- in silaðist af stað út í snjó- auðnina og hríðarkófið. Hvorugt þeirra þorði að vona að þau ættu eftir að hittast aftur. Til þess að svo mætti verða þurfti kraftaverk, en það kraftaverk skeði — einmitt á jóladagskvöld átta árum síðar. Á jólunum 1955 — fyrir réttum 20 árum — var Alex- ander Thomsson kominn til Danmerkur. Nokkrum mán- uðum áður hafði honum verið sleppt úr fangabúðunum þar sem hann hafði dvalið í tíu löng ár. Ákærurnar gegn honum voru rangar, en í Kaupmannah. töldu menn enn að fangavist hans hjá rússum væri óræk sönnun þess, að hann hefði unnið með þjóð- verjum. Blöðin töluðu um hann sem vika pilt og hand- bendi þýsku nasistanna. Hann kom alls staðar að lokuðum dyrum og alls staðar mætti annarri í leit sinni að skamm- byssunni. Ein skúffan var mjög stíf í. Hann tók í hana af öllu afli, hún opnaðist og hér lá það, sem hann vantaði — þó ekki byssan, heldur stór skjalapakki, vottorð, yfirlýsingar og bréf, sem allt saman sannaði óvéfengilega þjóðhollustu hans og fórnfúst starf að mannúðarmálum. Þessi skjöl * afsönnuðu rangar ásakanir blaðanna gegn honum. Það var bróðir hans, Hans Pétur Thomsen, sem hafði fórnað síðustu árum ævi sinnar til að safna sönnunargögnum. Efst í skjalabunkanum var jólakort — þriggja ára gömul jóla- kveðja frá bróður hans: Elsku litli bróðir. Ég veit ekki hvar þú dvelur núna, en ég sendi þér jóla- kveðju til gamla dvalarstaðar- ins þíns, vonandi færð þú hana einhvern tíman seinna. Ég hugsa sterkt til þín á jól- unum og minnist þess enn, þegar við vorum smástrákar og dvöldum hjá Katrínu honum tómlæti og andúð. Hann var peningalaus og hon- um var bannað að stunda læknisstörf. Fyrri vinir hans véku úr vegi fyrir honum. Aftur og aftur óskaði hann eftir rannsókn mála sinna, en því var jafnharðan nieitað. Fullur örvæntingar keypti hann sér farmiða rétt fyrir jólin til Augustenborgar á Als. Hann vissi að þar, á æskuheimilinu, var geymd skammbyssa bróður hans, og hún gat leyst hann frá niður- lægingunni og raununum. Og það aðfangadagskvöld logaði nú Ijós í gamla húsinu þeirra en það hafði ekki skeð í mörg ár. Thomsen sat við gamla og stóra skrifborðið. Hann opnaði eina skúffuna af frænku. Já litli bróðir, það er nú orðið langt síðan, en ef til vill ieigum við eftir að hitt- ast að nýju í gamla húsinu okkar í Augustenborg og tala saman um gömlu og góðu dagana. Gleðileg jól. Hans. Hans og Alexander höfðu misst foreldra sína þegar þeir voru í bernsku. Frænka þeirra, Katrín, tók þá að sér, en er hún lést var þeim komið í fóstur hjá vandalausum. Eftir því sem árin liðu varð kærara milli bræðranna. Þeir áttu engan að, það efldi bræðraböndin. Hans f luttist til Banda- ríkjanna er hann var upp- kominn. Fyrst vann hann á stórum búgarði ien hélt siðan til Wisconsin. Á leiðinni þangað hafði hann ofan af fyrir sér með rakarastörfum Í Wisconsin hóf hann háskóla- nám og lauk prófi í náttúru- fræði með ágætum vitnis- burði. Skömmu síðar giftist hann ungri stúlku af norskum ættum. Þegar styrjöldin skall á, var hann settur til starfa, sökum ágætrar málakunnáttu, í upplýsingadeild bandaríska hersins. Alexander, sem hafði lokið læknisnámi, starfaði síöustu mánuði styrjaldarinnar í Lu- beck. Þar tók hann þátt í hjálparstarfi meðal norrænna stríðsfanga og flóttamanna. Eftir fall þriðja ríkisins hélt hann til Berlínar og gerðist sjálfboðaliði og starfaði með danska Rauða krossinum. Til að komast til Berlínar aflaði hann sér leyfa og skilríkja hjá sænska aðalkonsúlnum í Hamborg. Hann hófst strax handa í hjálparstarfinu og lagði sig fram um að bæta úr þeirri miklu neyð, sem ríkti meðal flóttamanna og fyrr- verandi fanga. Hann þrælaði látlaust 14—15 stundir á hverjum sólarhringi. Dag einn var barið harka- lega að dyrum hjá honum. Þar voru á ferðinni rúss- neskir leyniþjónustumenn. Hann var umsvifalaust hand- tekinn. Skömmu síðar var hann fluttur í Butirkij-fang- elsið í Moskvu. Þar var hon- um tjáð, að í Berlín hefði starfað klíka glæpamanna, sem hefðu rakað saman fé á því að aðstoða háttsetta nasista við að flýja frá borg- inni, ien sá flótti hefði farið fram í sjúkrabifreiðum. Glæpaklíka þessi hefði hag- nýtt Rauðakross bíla í þessu skyni, bílstjórar þeirra, sjúkraliðar og margt annað starfsfólk Rauða krossins hefðu verið í vitorði með glæpaklíkunni, og embættis- menn í sænska sendiráðinu í Hamborg væru samsekir, og hefðu vitað, að mikilla fjár- muna var aflað á þennan hátt. Og það var einmitt sænski embættismaðurinn, sem látið hafði Thomsen í té nauðsynleg skilríki til að komast til Berlínar, sem grunur rússa beindist helst að. Að sjálfsögðu töldu rússarnir, að Alexander hefði hér átt hlut að máli. Hvern einasta dag í meira en eitt ár var hann yfirheyrður af rúss- neskum leyniþjónustumönnum í Moskvu. Þeir beittu marg- vfslegum aðfierðum við yfir-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.