Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 21

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 21
SKUTULL 21 Gdðar þykja mér gjafir þínar Byggðasafni Vestfjarða hafa nýlega borist dýrmætar gjafir, það er fagurlega útskorinn brúðarbekkur og kirkjustóll, — brúðarbekkurinn er úr Hraunskirkju í Kieldudal í Dýra- firði og sennilegast er talið að kirkjustóllinn sé úr sömu kirkju. Gefandinn er frú Marta von Spreckelsen í Randes í Dan- mörku og elsti sonur hennar, Mogens. Frú Marta er dóttir Laurits J. Berg, er rak hvalveiðistöð á Framnesi í Dýrafirði á árunum 1894—1906. Marta er fædd á Framnesi 1894. Meðan faðir hennar rak þar hvalveiðistöðina dváldi hún þar löngum og battst þá traustum tryggðarböndum við ísland og íslenska leikfélaga sína. Meðal þeirra var Jón Jónsson, klæðskeri, ísa- firði. Tryggð frúarinnar til íslands kemur gleggst í Ijós með þeirri ágætu og dýrmætu gjöf, sem hún hefir látið afhenda Byggðasafninu, en það hafði leitað eftir að fá gripina keypta. Þessir fögru gripir munu vera gerðir af Sumarliða Þor- valdssyni, Sveinseyri í Dýrafirði. Sumarliði lést 59 ára að aldri árið 1794. Form. Byggðasafns Vestfjarða, Jón Páll Halldórsson, bauð nýlega blaðamönnum að skoða listaverkin. Hann gerði þar glögga grein fyrir gefandanum, svo og sagði hann frá því, sem vitað er um sögu gripanna. Þeir sem vilja fræðast frekar um þetta mál, ættu að lesa grein Jóh. Gunnars Ólafssonar í Ársriti Sögufél. ísfirðinga 1974. Hjálmur hf. FLATEYRI óskum öllum vestfirðingum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Hruðfrystihúsið Skjöldur hf. PATREKSFIRÐI Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum liðið ár. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Bílaverkstæði Isafjarðar Búðanes hf. ÍSAFIRÐI Óskar skipverjum og viðskiptaaðilum gleðilegra jóla og farsæls nýjárs. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. IViðursuðuverk- smiðjan hf.Torfnesi

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.