Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 1

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ f FRETm í REYKJAVÍK Apríl 1991 OG NÁGRENNI BRÉF Síldarball eða árgangaendurfundir? Enn og aftur steðjum við á SÍLDARBALL í Félagsheimili Seltjarn- arness nú þann 27. apríl n.k. Fyrir dansi leikur hljómsveitin Sambandið sem hefur getið sér gott orð á dansleikjum víða, og menn muna frá Stapa sl. haust. Miðaverðið er kr. 1.500,- sem er í anda þjóðarsáttar. Veitingar verða síldarréttir eins og verið hefur. Það færist sífellt í vöxt að heilu árgangarnir taki sig saman og noti síldarballið sem upp- hitun fyrir fyrirhugað- ar ferðir til Siglufjarðar í tilefni alls konar afmæla sem þessi og hinn árgangurinn á. Þessir árgangaendur- fundir á Siglufirði hafa færst svo í vöxt að heita má að Hóll sé upppantaður á hverju ári strax að vori. Fréttabréfið vill hvetja alla þá árganga sem eru að hittast og ætla að hittast að láta vita til að hægt sé að koma því í vorblaðið. Einnig má minna forráðamenn árganga á að gera nú skoðana- könnun á Hóli eða Höfninni hvort allir í viðkomandi árgangi eru í Siglfirðingafélag- inu því þá er auðveld- ara að ná til allra gegnum blaðið. Fréttabréfið vill að sjálfsögðu hvetja alla Siglfirðinga og velunn- ara þeirra að taka nú tangógallann og dreifbýlis- diskóblöðrurnar út úr skáp og skella sér á enn eitt villt, tryllt og taumlaust síldarball og geta geymt í minningunni gömul kynni sem gleymast ei. Félagsgjald endurvakið 3. grein laga Sigl- firðingafélagsins í Reykjavík og ná- grenni, sem stofnað var 14. okt. 1961 hljóðar svo: „Félagar geta allir Siglfirðingar og aðrir velunnarar Siglufjarðar orðið, sem búsettir eru í Reykjavík og ná- grenni. Árstillag hvers félaga skal vera kr. 50.00,-." Þetta árstillag mun ekki hafa verið innheimt.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.