Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI 3 Siglfirsk útgáfa með miklum blóma Myllu -Kobbi forlag ætlar með haustinu að endurvekja hinar vinsælu Siglfirðinga- bækur sem komu út á árunum 1975-76. í árbók '91 verður meðal efnis: Saga Gautanna, Blý- kerlingarmelur, Upp- boðið mikla 1890, Roaldsstöðin o.m.fl. Ritið verður einungis selt í áskrift og eru Siglfirðingar hvattir til að sýna þessu framtaki verðugan áhuga. HELLAN - Siglfirskt fréttablað Þann 22. febrúar sl. hóf göngu sína óháð bæjarblað á Siglufirði. Blað þetta hlaut nafnið HELLAN, en það er dregið af örnefni út af Siglunestá og vonast aðstandendur blaðsins til „að þetta blað eigi eftir að vera sjálfsagður þáttur í tilveru okkar" allra, eins og fram kemur í grein Óla J. Blöndal þar sem hann fjallar um nafngift blaðsins. Hellan mun koma út einu sinni í mánuði, a.m.k.tilað byrjameð, og flytja ykkur ýmsan fróðleik, bæði úr gamla og nýja tímanum. r Utgefandi er Siglfirska útgáfufélagið hf. ábm. Óli J. Blöndal og Páll Helgason, ritstjórn: Páll Helgason, Örlygur Kristfinnsson, Sigurð- ur Hlöðversson, Birgir Sigmundsson og Brynja Svavarsdóttir. Móttökur blaðsins hafa verið mjög góðar og viljum við hér með koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gerst hafa áskrif- endur og jafnframt átt við okkur hin skemmtilegustu samtöl. Það er greini- legt að þó Siglfirðingar flytji af staðnum eru þeir áfram Siglfirðing- ar og hugsa hlýtt til okkar sem kjósum að dvelja hér áfram. r Askriftarsími blaðsins er 96-71288. Góður morgunverður og Morgunblað eiga margt sameiginlegt. Gelðu þér tima á morgnana lyrir hvorttveggja, það er svo sannarlega þess virði. Kjarngóður lestur er ómissandi við morgunverðarborðið. — Góðandaginn Vertuséður MERKTII TOLVUSKORNIR LÍMSTAFIR H mmBSM BHÉlff ALHLEÐA SKILTAGERÐ SKEMMUVEGI 6L - 200 KÓPAVOGI 760 75 AUGLÝSINGASKILTI - UÓSASKILTI UMFERÐARSKILTI BÍLAMERKINGAR - HÚSAMERKINGAR GLUGGAMERKINGAR BJÓÐUM HÓNNUN OG FÓST VERÐTILBOÐ HEILDARLAUSNIR FYRIR STOFNANIR OGFYRIRTÆKI.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.