Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sept 1991, Qupperneq 1

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sept 1991, Qupperneq 1
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ FRÉTTA í REYKJAVÍK Sept. 1991 OG NÁGRENNI BRÉF FÉLAGIÐ ÞITT Á AFMÆLI - ÞAÐ ER ÞRJÁTÍU ÁRA! Og að sjálfsögðu verður haldin vegleg veisla afmælisbarn- inu til heiðurs. Hvar? Jú, í Súlnasal Hótel Sögu. Hvenær? Að sjálf- sögðu föstudaginn 11. október nk. kl. 19. Hvað verður á dag- skrá? Fyrst fáum við okkur góðan drykk í glas. Svo fáum við okkur að borða - nei, ekki síld núna - fyrst kemur lax á diskinn, hann hefur verið meðhöndlaður af sérfræðingum. Svo fáum við lamb - ekki heimaslátrað - með perlum og gorkúlum. í lokin fáum við svo „hnallþóruís"! Hinn vafasami en heimsfrægi - heima, þið vitið - Fílapensla- kór kemur og skemmtir okkur með sinni frábæru reviu- dagskrá - öll heima- löguð. Munið þið: Gautana ‘66, ein- söngvarann í Vísi ‘68, partý frá ‘68, kvenna- kórinn Stjórnandi, Matlock Smælý og kínverskan alþýðu- kór? Þetta getið þið rifjað upp á Hótel Sögu með okkur öllum hinum! Ekki þarf að taka fram að á eftir verður stiginn dans að hætti Siglfirðinga og barinn verður meira að segja opinn. Heiðar formaður ætlar að messa yfir okkur og verður á honum skeiðklukka með tíu mínútna tíma. Veislustjóri verður enginn annar en Jón Sæmundur, sonur Sigurjóns og Ragn- heiðar. Miðaverð? Það verður niðurgreitt úr digrum sjóðum félagsins og því aðeins kr. 5.000,- á mann. Miðarnir verða seldir í anddyri Súlnasalar mánudag 7. og þriðjudag 8. október kl. 16 - 19 og þar verður einnig út- hlutað borðum.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.