Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1991, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1991, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI FRÉTIA ^ BRÉF Útgefandi: Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Orðsending frá félagatalsnefnd Nú eru félagar 1144. Gíróseðlar voru sendir út með fréttabréfi síðasta vors. Enn hefur aðeins lítill hluti félagsmanna borgað félagsgjöldin og hvet ég hina til að greiða sem íyrst. Einnig er mjög áríðandi að þeir sem skipta um heimilisfang láti okkur vita. Upplýsingar um breytt heimilis- fang má annaðhvort senda til SÍRON, P.O.box 8584,128 Reykjavík, eða hringja í Önnu Laufeyju Þórhallsdóttur í síma 616342 eða vinnusíma 624020. Einnig, ef einhver óskar að ganga í félagið, að hafa samband á sama hátt. Þær upplýsingar sem þarf eru: Kennitala, nafn, heimilisfang og póstfang. F.h. félagatalsnefndar, Anna Laufeg Þórhallsdóttir Formaður skemmtinefndar: Rakel Pálsdóttir Umsjón með miðasölu: Jóna Bára Hauksdóttir, sími 32054 Hlín Sigurðardóttir, sími 72794 Teikning eftir Braga Magnússon AÐALFUNDUR SÍRON 1991 Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skálanum á Hótel Sögu miðvikudaginn 16. október nk. kl. 20 stundvíslega. Dagskráin verður hefðbundin: Skýrslur, reikningar, stjórnar- og nefndakjör o.s.frv. Fjölmennið að venju. Frá Myllu Kobba! Vegna óviðráðanlegra orsaka kemur fyrirhuguð árbók ekki út í ár Ritstjóri.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.