Siglfirðingablaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 2

Siglfirðingablaðið  - 01.04.1992, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ t REYKJAViK OG NÁGRENNI FRÉTIA œ BRÉF Útgefandi: Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ritnefnd: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Guðmundur Stefán Jónsson Hlín Sigurðardóttir Sólveig Ólafsdóttir Steingrímur Lilliendahl Um47%greiddu félagsgjaldið Gíróseðlar voru sendirtil 1140 félagsmanna fyrir árið '91 og hafa 536 greitt, eðaum47%. Öllum félagsmönnum í SÍRON voru sendir seðlar nema 67 ára og eldri sem er í sjálfs- vald sett hvort þeir greiða eður ei. Fólki er bent á að ef það af einhverjum ástæðum vill ekki vera skráð í SÍRON getur það haft samband í póshólfið eða við Önnu Laufey Þórhallsdóttur. Fjölskyldudagurinn verður 17. maí n.k. Hinn árlegi fjölskyldudagur verð- ur að Kirkjuhvoli í Garðabæ þann 17. maí n.k. Sú nýbreytni í fyrra að dekka borð í hliðarsal og minnka þrengslin sem hrjáð hafa þessa 300 sigl- firðinga mæltist vel fyrir. Allir fengu sæti strax og gátu byrjað að gæða sér á gómsæt- um tertum og brauði sem siglfirskar konur undir stjórn Ástu Einars hafa séð um að baka í gegnum tíðina. Eins og annarsstaðar kemur fram í blaðinu lætur Ásta nú af formennsku nefndar- innar sem hefur séð um Fjölskyldudaginn og Kittý Gunnlaugs tekur við. Starfsemi fjölskyldudags- nefndarinnar byggist á sjálfboðavinnu og er leitað til kvenna í SIRON um tertubakst- ur. Fréttabréfið vill hér með hvetja alla baksturshæfa siglfirð- inga að gefa sig fram, og leggja sitt af mörk- um til þessarar stærstu samkomu SÍRON. Frá Siglfirðingakaffi 1988.

x

Siglfirðingablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingablaðið
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.