Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 4
Sögulegt af flutningi séra Ragnars Fjalars o Mig langaði til að lýsa einni af vetrarferðum mínum á milli Reykjavíkur og Siglufjarðar og geri það eftir besta minni. Ferð þessi sem lýst er hér á eftir var farin í byrjun árs 1968. Þannig var að vegurinn til Siglufjarðar hafði ekki verið opnaður frá því fyrir áramót og var nú kominn 5. janúar. Bíllinn sem ég ætlaði að nota í ferðina var inni í Fljótum og þurfti ég þess vegna að bíða eftir að veg- urinn yrði opnaður. Það var ekki búið fyrr en undir mið- nætti. Sótti ég þá bílinn og kom honum til Siglufjarðar í sæmi- legasta veðri. Morguninn eftir var ákveðið að lesta búslóð fyrir séra Ragnar Fjalar Lárusson og frú Herdísi Helgadóttur en þau voru þá að flytja búferlum til Reykjavíkur og hann að taka við prestsem- bætti í Hallgrímskirkju. Átti að vígja hann eftir hádegið þann 7. janúar. Morguninn þann 6. var iða- laus grenjandi stórhríð. Hagaði þetta þannig til að bakka varð upp Hvanneyrarhólinn að sunn- anverðu. Stóð bíllinn þá opinn í norður, á móti veðrinu. Því snjó- aði inn í bílinn og hætt var við að dótið skemmdist. I samráði við séra Ragnar var ákveðið að bíða með lestun fram eftir degi og sjá hvort veðrinu slotaði ekki. Veðrið lagaðist ekkert. Upp úr hádegi korii séra Fjalar að máli við mig og ákveðið var að lesta. Mikill mannskapur var þá mættur til að hjálpa til, þ.á m. voru allir Kambsbræður. Vel gekk að lesta bílinn enda vinna margar hendur létt verk. Þegar leggja átti af stað kom Birgir Runólfs- son og bað um að beðið eftir yrði bíl frá sér sem var líka á suðurleið. Bíl- stjóri hans var Eðvarð. Ákveð- ið var að verða við þessari bón, því betra var að vera í samfloti við svona aðstæður. Nú var farið með farþegana sem ætluðu suður með Nokkuð aðrar aðstœður voru þegar þessi mynd var tekin heldur en eins og frá greinir hér að framan. bílnum, séra Ragnar, Herdísi og yngstu dóttur þeirra, Halldóru, í Suðurgötuna í kaffi meðan beðið var. Þar var þá gestkomandi kunn siglfirsk kona, Bryndís Jónsdóttir, „Binna Jóns“. Lá dæmalaust vel á henni og vildi hún endilega spá fyrir ferðinni. Tók hún bollana þeirra fyrst, lýsti fyrir þeim erfiðleikum á leiðinni en allt fari vel og Fjalar verði settur inn í embættið á réttum tíma. Síðan tók hún minn bolla og lýsti ferðalaginu í smáatriðum, fyrst erfiðleikum í tvígang en loks gangi allt klakklaust. Strax á ströndinni vildi það óhapp til að bíllinn frá Birgi fór útaf í tvígang. Vel gekk þó að ná honum upp á veginn aftur með hjálp jarðýtu. Veðrið hafði ekk- ert lagast og færið var vont. Leist mönnum ekkert á blikuna og talað var um að snúa við. Ekki var viðlit að snúa bílunum við þarna. Er komið var út að Stráka- göngum þurfti ég að bregða mér út úr bílnum en ekki var hlaupið að því, slíkur var veðurhamur- inn. Finnst mér ég þá heyra skruðninga innan úr göngunum. Er ég opna litlu dyrnar, stendur þá ekki Trausti á Sauðanesi þar fyrir innan en hans verk var að kynda göngin með gasofnum, annars mynduðust grýlukerti því göngin voru lek. Gegnum göngin fórum við og síðan áfram. Veðurhæð var mik- il og blint, en þegar komið var vestur fyrir Herkonugil datt á blíðuveður. Séra Fjalar hafði mælt sér mót 4 Að þekkja það, sem mögulegt er, frá því sem ómögulegt er, það er vísdómur.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.