Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 7
Fílapenslar slá í gegn - uppselt á allar sýningar um páska „Alkubrœöur" úr Skagafiröi m páskana skemmtu hinir landsfrægu Fíla- penslar Siglfirðingum og gestum þeirra í Bíó- salnum og komust færri að en vildu. Merk tíma- mót voru hjá þeim félög- um en þeir héldu upp á 5 ára afmæli sitt. I til- efni af því sungu þeir sögu sína sem byrjaði: „Mamma vildi ...“. Ekki var laust við að manni ditti í hug Lóa Bald þegar flutningur lagsins hófst. Theodór Júlíusson kom heim og kynnti dagskrána. Ekki voru þeir kvenmanns- lausir að þessu sinni þar sem Sigríður Vigfúsdóttir mætti til leiks að nýju. Öll dagskráin var ný og var spaugið vægast sagt stórkostlegt, enda mikið hlegið. M.a. kom við sögu Siglósports- gengið, Álkubræður úr Skagafirði sem buðu húsmæðrum upp á 5 slátur og ástarleik í kaupbæti, „Lömbin þagna“ þáttur úr Skarðinu, landabrugg, ásamt fjölmörgu öðru. Söngurinn var mjög góður (ýmsir höfðu á orði að Tommi Kára ætti að skella sér í söngnám, þar væri hann á réttri hillu), m.a. tók Finni Fiauks Rodger Whittaker og gerði það afburðavel. Fulltrúi yngri kynslóð- arinnar, Gottskálk Kristjánsson, kom einnig fram og flutti lagið „Love rescue me“ með U-2. Að mati undirritaðrar hafa þeir félagar aldrei verið betri og vonandi fáum við að heyra í þeim um hvítasunnu og á Síldarævintýrinu. „Áfram Lílapenslar!“ Brynja Svavarsdóttir Sigga Lína stjómar í Siglósport Fílapenslarnir verða með aukasýningu á þessari frábæru skemmtun sunnudaginn 30. apríl nk. kl. 22:00. Sannleikurinn bíður ekki tjón við það að vera sleginn í andlitið. 7

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.