Vesturland


Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. VESTURLÁND kemur út einu sinni í víku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafharstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstrœti 11. Sími 37. nægju sinni með stjórn búnaöar- fél. íslands að því er snertir frá- vikningu búnaðarmálastjóra, Sig. Sigurðssunar. Skorar hann á Al- þingi og ríkisstjórn að hlutast til um að öll stjórn búnaðarfélags íslands fari nú þegar frá. b. Fundurinn skorar á Alþingi að hlutasttil um að nægilegt bráða- pestarbóluefni verði til í landinu framvegis og skorar jafnframt á Alþingi að veita nægilegt fé tii að tryggja landsmönnum sem best bóluefni. c. Fundurinn skorar á Alþingi að fyrirskipa útrýmingarböðun á íjá-rkláða sem fyrst og telur nóv- embermánuð heppilegasta tíma til þessa. d. Fundurinn skorar á Alþingi að draga í engu úr fjárframlögum þeim sem veittar eru sainkvæmt jarðræktarlögunum. e. Um leið og fundurinn lýsir ánægju sinni yfir stofnun ræktun- arsjóðs íslands, skorar hann á Al- þingi að hlúa að honum sem best. f. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að sjá um, af fremsta megni, að gin- og klaufnaveikin berist eigi til landsins. V. HÉRAÐSMÁL. a. Símamál. Fundurinn skorar á ríkisstjórn og. landssímastjórn að bæta nú þegar á þessu ári simasambatid ísafjarðarsýslu við Borðeyri nicð því að strengja nýja línu frá Hójmavfk til Arngerðareyrar og fráJsafirði til Ögurs. b. Djúpbáturinn. Fundurinn skorar á Alþingi að veita ríflegri styrk en verið hefir til að halda uppi nauðsynlegum samgöngum á ísafjarðardjúpi. c. Skólamál. Fundurinn skorar á Alþingi að setja á næsta þingi lög um full- kominn gagnfræðaskóla með heimavistum á ísafirði og veita á næstu fjárlögum fé til skólabygg- ingarinnar. Þá var þingmanninumþakkað fyrir komuna með almennri trauts- yfirlýsingu. Stoöipnai*6 ÞaU tiðindi gerðust hér fyrir áramótin, að þrfr stærstu atvmnu- veitendnr bæjarins, Sameinuðu verslanirnar, Jóhann Þorsteinssbn og Jóhann J. Eyfirðingur & Co. hættu atvinnurekstri sínum, og af- hentu tveir síðartöldu lánardrotni sínum eignir þær, er þeir hafa átt og ráðið yfir. Til samans hafa þessir atvinnu- veitendur borið tugi þúsunda af bæjarþörfunum og veitt fjölda manna atvinnu bæði á sjó og landi. Hafa þeir, sem kallaðir eru fhaldsm.nn þessa bæjar, litið svo á, að þeir væru aðalstoðirnar und- ir afkomu bæjarfélagsins semheild- ar og borgaranna langflestra, og hafa þvi talið það lífsnauðsynfyrir bæinn, að þeir gætu rekið atvinnu sína með sem bestri afkomu. A þetta hafa bolsar, sem kaila sig jafnaðarmenn, .litið öðruvfsi. Þeir hafa talið þá höfuðóvini bæj- arfélagsins og bölvun þess, og sem lýðvinir óskað þeim niður fyrir allar hellur. Hafa þeir reynt annarsvegar að kveikja fjandskap til þeirra hjá þeim sem þágu hjá þeim atvinnu, sagt að þeir rökuðu saman fé á sveita verkalýðsins, stælu brauðinu frá munni barna þeirra, en lifðu sjálfir f óhófi á- hyggjulaust og iðjulaust. Hinsveg- ar grafið undan þeim jarðveginn með skattkúgun og með þvf að hefta aðstöðu þeirra til atvinnu- rekstrarins að öllú þvf leyti, sem kiær þess opinbera, bæjarstjórnin, hafa tök á. A fádæma örðugum timum er auðvelt að ráða niðurlögum þeirra, er áður áttu f vök aö verjast. Hefir meirihluti bæjarstjórnarinnar hér neitt þessa. En nú verða það ekki þessir atvinnurekendur einir, sem rógburðurinn og ofbeldis- verkin koma á kné, heldur einnig þeir, sem sóttu til þeirra atvinnu sína. Kannske sjá nú fleiri en áður, hvert happaverk það var, að banna Jóh. Þorsteinssyni notkun bryggj- unnar. Kannske sjá menn nú, þegar þessir atvinnuveitendur, sem byrj- uðu með góð efni, gefast upp snauðir og með stóra skuldabyrði, að þeir hafa ekki stolið ogsnuð- að alveg eins mikið og bolsa- foringjarnir hafa predikað. Kannske minnist nú margur þess, að Jóh. Þorsteinsson og Jóh. Eyfirðingur og félagar hans hafa stundum verið þrautalending, ekki einungis með atvinnu, heldur ýmsa hjálp, þegar á Iá. Og kann- ske skilja þeir það nú, að það hafi oft verið gert, ekki minna af vilja en getu. Það er langt frá Vesturlandi að vfsa þeim, sem nú eiga erfitt upp- dráttar, til Vilmundar, sr. Guð- rnundar eða Finns. Það eru ó- þokkar einir, sem gleðjast yfir bágindum annara, eða vfsa f geitahús til ullar. En það vill óska þess, að allir leggi fram 'iyggjuvit sitt og óeigingjarnan vilja til að byggja upp aftur, það sem lagt hefir verið í rústir. Það verður hver að gera út um við sjálfan sig, hvort nag- íennur þær, bolsevismatrúboðarn- ir, sem kappsamlegast hafa unnið að því að naga sundur stoðirnar undan atvinnulifi bæjarins, eru lfk- legastar til að byggja það upp aftur og koma hag bæjarins f gæfusamlegra horf, eða aðrir séu til þess líklegri. BæjarstJ.kosningin. Engin kosning fer fram. í hinum nýju lögum um kosn- ingar í málefnum sveita og kaup- staða er framboðsfrestur bæjar- fulltrúa ákveðinn 14 dagar i stað tveggja, er eldri lögin ákváðu og meðmælendur minst 20. Kosning- in skal auglýst með hæfilegum fyrirvara „i blöðum eða með þeim hætti, er almennar auglýsingar eru þar birtar á staðnum". S. 1. föstudagsmorgun gaf að lita auglýsingu, er klest hafði ver- ið á búðarhorn hér í bænum. Tjáði kjörstjórn þar borgurunum, að bæj- arstjórnarkosning ætti hér fram að fara 22. þ. m. og yrðu kosnir þrir fulltrúar til 6 ára. í kosningalögunum stendur, að fulltrúar f bæjum skuli vera 6—15 og ákveður atvinnumálaráðuneyt- ið tölu þeirra samkvæmt tillögu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn ísafjarðar hefir enga tillögu gert um tölu bæjarfulltrú- anna hér og hefir því ráðuneytið ekki getað ákveðið hana enn. Á þessu vakti ritstj. VI. athygli á sfðasta bæjarstjórnarfundi í des- ember, þeim sama og kaus kjör- stjórnina. í kosningalögunum stendur, að kjósa skuli helming bæjarfulltrú- anna á þriggja ára fresti, én meirihlutann fyr, ef á ójöfnu stend- ur. En f niðurlagsákvæðum stend- ur, að þeir fulltrúar, sem ekki hafa setið út sitt kjörtfmabil, þegar lög- in öðiast gildi, skuli halda um- boði sínu. Þessi tvö atriði var ekki hægt að samræma hér, nema tala full- trúa yrði ákveðin 12 eða 13, því sex af núverandi fulltrúum hafa ekki enn setið sinn kjörtfma út. Kjósendur hér vissu þvf ekki hve marga fulltrúa skyldi kjósa, fyr en þeir sáu áður umgetna auglýs- ingu um kosninguna með eins dags fyrirvara. Blað bolsevfka hér í bænum hafði þó getið um það, að fram væri kominn framboðslisti frá þeim, hvaðan sem þeim hefir kom- ið véfréttin um það, hvernig haga ætti kosningunni. Að kvöldi sama dags og aug- lýsingin kom upp, komu nokkrir fhaldsmenn sér saman um full- trúaefni af sinni hálfu, og settu þeir á lista sinn: Matth. Ásgeirsson ftr. bæjarfógeta, Jón S. Edwald konsul og Ingvar Pétursson verkstjóra. Lögðu þeir listann inn á laug- ardagsmorguninn, þegar skrifstofa fðgeta var opnuð, þvf framboðs- frestur var aðeins til hádegis þess dags. Sama dag tilkynti efsti maður listans, Matthfas Ásgeirsson bæj- arfógetafulltrúi, meðmælendunum það, að bæjarfógeti gerði það að frávikningarsök á hendur sér, ef hann yrði kosinn 1 bæjarstjórn. Var þá framboðsfrestur útrunninn og ekki unt að breyta listanum. Ekki getur til mála komið að meðmælendur listans láti fulltrú- ann missa stöða sína fyrirþessar sakir, og verður listinn því að sjálfsögðu afturkallaður. Fer þá engin bæjarstjórnarkosning fram að þessu sinni og verða fulltrúa- efni' þeirra bolsanna sjálfkj'örin. Munu víst margir Uta svo á, að forsjá þeirra bolsanna hafi þarna komist á vitsmuni við fhaldsmenn. Hér á ísafirði hefur árum sam- an reynst stórfega örðugt að fá menn úr flokki fhaldsmanna til að taka sæti i bæjarstórn. Þykir það hvorki sæmdarauki né ánægja að setjast á bekk með Þeim full- trúum, sem þar eru f meirihluta. Matthias Ásgeirsson er einn þeirra manna, sem fastlega hefir færst undan þvf að taka sæti f bæjarstjórninni, þótt hann álfti mjög fjarri fara þvf, að það komi á minsta hátt f bága við starf sitt hjá bæjarfógeta. En það er borgaraleg skylda að taka við kosningu f bæjarstjórn og liggja við þung víti ef við er brotist. Á hverjum stað utan ísafjarðar mundi það þykja nýlunda alló- sennileg, ef vinnuveitandi tækí svo hart á þvf, að þjónn hans inti af höndum lögboðna þegn- skyldu, að hann léti verða brott- rekstrarsök, og nokkru nýstárlegra þó að sjálfsögðu, ef slfkt gjörði sá, sem gæta á þess, að borgar- arnir geri skyldu sína, og refsa fyrir, ef út af er brugðið. En ísafjörður er ekki af engu frægur. Hann hefir átt marga þá konungsgersemi, er aðrir bæir mega lengi biða slikra. Um undirbúning kosningarinn- ar þarf ekki að deila, að hann er hvorki eftir anda né bókstaf lag« anna. Símfréttir. IJtlendar. Kaupmannahöfn. Jakob Gunnlaugsson kaupmað- ur er látinn. Danska rikisþingið hefir sam- þykt iög um gullinnlausn seðla. London. Þráðlaust viðtalssamband milli New York og Englands verður opnað i þessum mánuði. Kostar tíminn, þrjár mínútur, 15 sterlings- pund (rúml. 330 kr.) Ástandið f Kina afar alvarlegt. Hafa Kínverjar ráðist inn á con- cessionssvæði Breta og ofsækja íbúana. Kyrrahafsfloti Breta hefir verið sendur til hjálpar. Berlin. Spanska veikin geysar í Þýska- landi, Frakklandi, Sviss og á Spáni. Hafa allmargir dáið úr henni f Frakklandi. Innlendai*: Atvinnumálaráðuneytió hefir skip- að nefnd til að athuga síldarmatið. í desember nam útflutningur kr. 4 146 280. Útflutningur alls á árinu nemur 39 095 130 gullkróna. En árið 1925 kr. 50 500 000. Fiskibirgðir i landinu teljast vera nál. 69 þúsund skippund.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.