Vesturland


Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 3
véstorland. SJötta skilningarvitið Hinn 22. mars 1918 sat hinn þá 16 ára gamli Arisiide Serre, ásamt móður sinni, heima hjá þeim, f baenum Orne á Norður- Frakklandi, þegar hann alt i einu segir: „Mamma, eg sé að hann pabbi er nauðulega staddur. Það blæðir úr honum! Guð hjálpi mér hann er að deyja!" Móðir hans stóð upp, yfirkomin af skelfingu, þvf maður hennar var í striðinu, og hélt hún að sonur sinn væri orðinn brjálaður. — Þú mátt ekki tala svona, sagði hún; þú gerir mig dauð- hrædda. Tveim dögum síðar fengu þau þá döpru tilkynningu, að faðirinn hefði fallið hinn 22. mars. Siðan fluttu þau út á búgarð, sem faðir hennar átti, og Aristide, sem átti að ganga landbúnaðar- veginn, ráfaði þar hálfdreymandi um engi og skóga. Hann var ein- kennilegur piltur og kyrlátur. Fólk- ið þar nærlendis áleit hann smá- geggjaðan, en hann var hreint ekki neitt smágeggjaður samt. Hann skrlfaði niður drauma sina og hugboð, sem altaf komu fram. En presturinn þar i bygðarlaginu hnéykslaðist á þessu djöfulsins at- hæfi og vildi iáta loka drenginn inni. En þá skeði það, að dular- fult morð var framið þar i sveit- inni, og morðmálarannsóknar- nefndin frá París var að því kom- in að leggja árar í bát, þegar lög- regluþjónninn þar á staðnum vakti athygli þeirra á Aristide Serre. Þeir hittu hinn unga mann úti á akrinum, og þegar hann var spurð- ur, hvort hann gæti gert sér hug- mynd um, hver væri morðinginn, sagði hann: — Eg hefi séð hann og veit hvar hann er! — Hversvegna hafið þér þá ekki sagt frá því? — Ef eg segi nokkuð, þá lok- ar prestúrinn mig inni! Þegar þeir höfðu lofað því að láta prestinn ekki fá vitneskjuum málið, fylgdi hann þeim ýmsar krókaleiðir að helli nokkrum langt inni í skóginum. Og þar fundu þeir morðingjann, umferðarsala, sem hafði falið sig og ránsfé sitt þarna í þessum örugga felustað. Þegar Aristide var spurðurum, hvar hann hefði séð hann, svar- aði hann: — f draumi, nóttina sem verk- ið var framið. Það stendur í dag- bókihni minni. Ýmsar tilraunir voru siðan gerð- ar með þetta einkennilega ung- menni, og hann gat sagt frá hvað var i vösutn hvers fyrir sig og lesið upp bréf sem þar voru. Sið- an földu þeir silfurpening undir heysátu og hann fann peninginn. Lögrelgan vildi fá að taka hann með sér til Parísar, en móðir hans tók þvert fyrir. Loks þegar hann nýskeð var beðinn um að koma til Parísar til þess að ráða fram úr svo að segja óviðráðan- legu glæpamáli, þá fór hann ög móðir hans með honum og réði hann þegar gátuna. Visindafé- lagið hefir nú klófest manninn með sjötta skilningarvitið; því það. litur svo á, að hann sé eitt hið mesta undur þessarar aidar og að gáfa hans geti orðið franska rfkinu tii ómetanlegs gagns. (Lausl. þýtt). NQjársgjöfin. Vesturland óskar til hamingju með nýjársgjöfina til bæjarins, þá er auglýst var f siðasta Skutli. Þarf víst ekki að örvænta um hag bæjarins og bæjarbúa eftir slikar gyligjafir. Búnaðarmálastjóri Sigurður Sigurðsson hefir kraf- ist þess að hann yrði með dómi settur aftur inn i stöðu sína, sök- um þess að stjórn Búnaðarfélags- ins væri ólöglega kosin og þvi ekki fær um að vikja sérúrstöð- unni. Undirréttur komst að þeirri nið- urstöðu, að við kröfunni mætti ekki verða. Fer mál þetta fyrir hæstarétt. Fréttir. Spanska veikin. Heilbrigðisstjórnin hefir gert þær ráðstafanir til varnar gegn spönsku veikinni, sem nú herjar viða i vestanverðri Norðurálfunni, að engir þeir er koma frá útlöndum mega hafa samband við iand hér fyr en sex dögum eftir það að þeir létu úr erlendri höfn; og þó því aðeins þá, að ekki hafi orðiö vart á skipinu sjúkleika, er ætla mætti að væri spanska veikin. Taugaveiki kom upp á Sauðárkróki fyrir nokkru og breiddist ört út. Sýkt- ust um 30. Talið er að veikin hafi breiðst út með mjólk, er seld var í þorpið. Veikin er fyrir nokkru stöðvuð. Kíghósti. Þeirrar veiki hefir orðið vart i Reykjavik, en hefir lftið breiðst út. Híisbruni. Á gamlárskvöld brann hús Geirs kaupm. Thorsteinsson í Reykja- vík. Kviknaði frá jólatré og brann húsið svo skjótt, að litlu eða engu varð bjargað, utan fólki. Frá ísafirði. Togarinn „Hafstein" sigldi á mánudaginn með isfisk til Englands. Hafði hann um 1100 kits, og keypti það mest af vél- bátum hér. Fékk hann þvi nær ailan aflann á þrem dðgum næstu áðyr en hann fór. Hráolíu-hreyfillinn „GREI" * frá A Gullowsen A.S. Oslo er tvigengisvél, traustbygð, úr úr- valsefni,'óbrotin gangviss og olíu- spör. Hefir hverfistillir, aðskiljan- leg rammastykki og heilt botnhylki. Er hitaður með glóðarhaus, en fæst líka með rafkveikju.' Skrúfan ineð sviftiblöðum eða snarvend. Hreiflarnir fást í öllum stærðum til hverskonar notkunar á sjó og landi. Einnig fást margskonar akkeris- nóta- og lóðaspil af nýjustu og fullkomnustu gerð. Hreiflasmiðja Gullowsens er hin elsta og langstærsta í Noregi. Hefir þegar sm.fðað 4000 véiar og hlotið 30 verðlaun frá ýmsra landa sýningum. Biðjið um veðlista með myndum og fáið tilboð áður en þér festið kaup annarstaðar. Ábyggilegir umboðsmenn óskast. Aðalumboð fyrir ísland hefir P. A. Úlafsson . Reykjavík. Símn. Pedro. Brauðvðrusala (frá Norskabakaríinu) fer frám í Mjólkurbúðinni í Fjarð- arstræti 29. Jón Jónsson. Bátalugtir. Ný gerð af bátalugtum mjög vönduðum, ábyggilegum í vindi nýkomin i Versl. Björninn (Ól. Kárason.) „Hávarður ísfirðingur" seldi afla sinn í Grimsby fyrra þriðjudag fyrir 1175 pund. Kom hann hingað heim í gærmorgun. Enskur togari hefir legið hér síðustu daga og keypt fisk af lóðabátum hér. Hef- ir Kristján Torfason á Sólbakka umsjón hans. „Cape Crozier", enskur togari, kom hér inn ný- lega með slasaðan mann. Hafði maðurinn lent undir vir og mist fótinn. Hann komst aðeins á sjúkrahúsið hér áður en hann dó. Vel unnið. G. s. „Bro" tók hér fisk hjá Jóh. Þorsteinssyni kaupm. Var skipað fram 1100 skp. á tæpum 11 klst. í eina lest. Þykir það með afbrygðum vel unnið. Leiðrétting. Kristján Söðbech, (ekki Jón) heitir unnusti Sigriðar Tryggva- dóttur á Kirkjubóli. Vesturlandi var sagt rangt til um nafn hans þegar það birti trúlofun þeirra. Halldór B. Halldórsson kaupmaður kom frá útlöndum með „Hávarðí ísfirðing". Undirrituö tekur að sér að hreinsa gera við og pressa karlmannaföt. Kristín Kristmundsdóttir. Hafnarstrœti 17. Isafirði. Skóvidnustofa min gerir við reiðtýgi og ak- ) týgi yfir mánuðina jan., febr. og mars — aðra tíma helst ekki. Sendið þvi strax reið- týgi yðar. Ó. J. Stefánsson. ???????????? +Skófatnaöurinn+ ?í verslun M. Magnússonar^ ^ Ísafirði, ^^ ?cr traustur fallcgur og ódýr.^ ? J Ávalt miklu úr að velja. ???????????? LÍKKISTUR, LÍKKLÆÐI hjá Árna Olafssyni. ^i||||||lllll||IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIllll!lllllllllllll!lllllinlllllllllJIIIII|.JIIŒ | Alt raflagningaefni fyrir-1 liggjandi. = Sent gegn eftirkröfu um land alt. g I Jón Sigurðsson | 1 Austurstr. 7. Reykjavik Simi 386. 1 = s liRp Rúilugardinur halda hitanum inni og kuldanum úti. Fást í mörgum lítum hjá Finnbirni málara.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.