Vesturland


Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 12.01.1927, Blaðsíða 4
VÉSTURLAND. Leiðrétting. Herra ritstjóri. í grein yðar „Ellefu dögum skot- ið undan" i Vesturlandi no. 49, 5. þ. m. haldið þér því enn fram, að eg hafi greitt útsvar mitt 8. nóv., en ekki 28. okt. eins og eg hefi sagt. Þér viðurkennið, að i dagbók bæjarins, sem jafnframt er sjóð- bók, standi að eg hafi greitt út- svarið þ. 28. okt. Nú er dagbók- in vitanlega færð daglega, en sið- an fært úr henni i aðrar bækur. Dagbökin er frumbók. Hún er því óræk sönnun þess að eg hefi sagt' satt um þetta. Þetta skilur hver maður, eða að minsta kosti þeir sem eitthvað hafa fengist við bókhald. Til þess að taka af allan vafa um þetta hefi eg fengið eftírfar- andi vottorð hjá bæjargjaldkera, sem tók við greiðslunni, og að- stoðarmanninum, sem var þar við- staddur: Samkvæmt ósk lýsum við undirrilaðir þvi yfir, að Finnur Jónsson póstmeistari greiddi síðari hluta útsvars sins á þessu ári, svo og lóðarleigu, hinn 28. október s. 1., eins og dagbók bæjarsjóðs einnig berlega sýnir. Þetta erum við reiðubúnir að staðfesta fyrir rétti. ísafirði 7. desembef 1926. Ingólfur Jónsson, bæjargjaldkeri. Jón M. Pétursson, aðstoðarmaður. Eg finn ekki ástæðu til að ræða um hinar lítilvægu tilraunir yðar til að sýna að skýrsla min hafi verið röng. Það, sem lögreglan hafði innheimt af útsvörum, en ekki skilað á bæjarskrifstofuna, gat eg ekki vitað um. En kröf- urnar sem þér nefnið eru mér ýmist, að einni undanskilinni, ó- kunnar eða ekki viðurkendar af bæjárstjórn. Þessa leiðréttingu krefst eg að þér birtið i blaði yðar samkv. prentfrelsislögunum. ísafirði 7. desember 1926. fc! Finnur Jónsson. Athugasemd. „Leiðrétting" þessi er komin mér í hendur fyrir nokkru, eins og um var getið í VI. 12. des. s. 1., en hefir ekki getað birst fyr sö.k- um rúmleysis. Ætla eg henni sjálfri að bera vitni um það fyrir les- endum blaðsins, hvort höfundur hennar hefir Hðið nokkurn baga við dráttinn, og hvort hans mál- staður hefði mist mikils, þótt hún hefði aldrei birst. Það er ekki af löngun til að traðka á föllnum manni, að eg læt þessa athugasemd fylga, held- ur af því, að P. J. og helst sem flestum þarf að verða minnisstæð sú hirting, sem hann hlaut. Að ððrum kosti gæti það vel komið fyrir, að annaðhvort hann eða ein- hverjir álíka grandvarir menn yrðu til þess að fremja á borgurunum samskonar verk, og hann hefir hér verið víttur fyrir. En slfkt má ekki koma fyrir f siðuðu bæjar- félagi. Af því að F. J. er hlaupinn al- gerlega frá aðalatriðunum, verð eg að rifja þau upp. Það, sem cg fyrst af öllti vitti F. J. fyrir, var það, að hann birti í opinberu blaði nöfn um hundr- að igjaldenda kaupstaðarins og sakaði þá þar, eins og áður á tveim opinberum fundum, um van- skil. Þetta, sem er höfuðatriðið og ekki einungis er fáheyrt heldur dæmalaust, hefir F. J. ekki reynt að forsvara. Hann gengur í vörn sinni aigerlega fram hjá því, eins og það hefði aldrei verið átalið. í öðru lagi vítti eg það, að skýrslan var röng bæði beint og óbeint. Óbeint á þann hátt, að F. J. gat þess ekki, að gjaldend- ur þeir, er hann taldi upp, væru búnir að borga neitt af útsvör- um sínum, en þeir voru þá bún- ir að borga nær því helming þeirra. Hér var því um eftirstöðv- ar útsvara að ræða. Þetta reynir F. J. ekki að verja. Hann lætur bara eins og hann hafi ekki heyrt það. Beinlínis var skýrslan röng á þann hátt, að sumir þeir, er I henni eru taldir að standa í van- skilum við bæinn, voru þegar búnir að borga honum, ýmist beinlfnis eða á þann hátt, að þeir áttu innieignir hjá bænum, jafn- vel meiri en fyrir útsvörum sinum. Þetta viðurkennir F. J. en seg- ist bara ekki hafa vitað betur, nema um einn (hvers sem sá hef- ir átt að gjalda). Nú getur það að sönnu verið afsakanlegt að vita ekki, en menn eiga helst ekki að tala mikið um þau efni, sem þeir vita lítið eða ekki um, síst með þeirri frekju, sem F. J. við- hafði. Og það að vita ekki er engin afsökun, þegar þekkingar- skorturinn stafar af þvf, að sá vill ekki vita, eins og hér hlaut að vera, þvf hvar bar að spyrjast fyrir um innheimtuna, ef ekki hjá þeim, sem innheimtuna hafði á hendi og F. J. var kunnugt um að var lögregiustjóri? Eitt af því, sem eg nefndi í sambandi við víturnar til F. J. var það, að hann hefði sjálfur verið sekur um það sama og hann lagði öðrum svo freklega til lasts, þ. e. að hann hefði skuldað bæn- um síðari hluta útsvars síns. F. J. viðurkennir að hann hafi átt þennan útsvarshluta ógreidd- an einmitt fram yfir þann tíma, er hann hóf ádeiluna á samborg- ara sína. En það eina, sem hann reynir að halda fram er það, að hann hafi skuldað útsvarshlutann 11 dögum skemar, en eg sagði. í þessari síðustu „leiðréttingu", minnist F. J. ekki á annað en þcssa 11 daga, eins og aldrei hafi verið um annað deilt. Er að sönnu bert af þessu, að hann reystir sér ekki til að halda uppi vörn í megin efni málsins, og getur það þar með verið útrætt 'íka af minni hálfu. En undarlegt sýnist það í fljótu bragði, að eftir að eg hefi sann- ið það með staðfestri útskrift úr tveim bókum bæjarskrifstofunnar, að útsvarshluti F. J'. er greiddur 8. nóv., skuli aumingja maðurinn enn vera að kliða á þessari dag- setningu, vitandi líka það, að hver maður hefir frá úpphafi séð og skilið, að það var í rauninni þýð- ingarlaust fyrir það mál, sem um var rætt, hver dagsetningin var sú rétta. Ástæðan er þó bersýnileg. F. J. er hér að leika sama leikinn og þeir flokksbræður altaf leika, þegar þeir komast i rökþrot, þann, að hlaupast burt frá því, sem um er deilt og skvaldra endalaust um aukaatriði eða óviðkomandi atriði, i þeirri von, að þeir sem á hlýða, gleymi að lokurn, um hvað var deilt. En það þýðir ekki fyrir F. J. að sprikla. Eg sleppi honumekki úr gapastokknum, hvorki á fölsku dagsetningunni, né heldur þessari hundatyllu, sem bróðir hans ætl- ar að skjóta undir hann. Vottorðið. Það er I senn bæði hryggilegt og skoplegt að sjá trúnaðarmenn bæjarins gefa yfirlýsingu um það, að ein bókin á skrifstofu bæj- arins sé'rétt færð. En þaðskop- lega verður alveg ofan á, þegar F. J. bætir því við, að hver mað- ur sem fengist hafi við bókhald skilji það, að sjóðbókin (er hann gefur þrjú nöfn, líklega til að gera hana ægilegri) sé rétt færð. Eg get sagt þeim kumpánum það, að engir meðalgreindir menn, hvorki þeir sem fengist hafa við bókfærslu né aðrir, munu skilja annað, en að löggiltar bækur á opinberum skrifstofum eigi allar að vera rétt færðar. Þar til þeim félögum skilst þetta, ættu þeir að yfirgefa bæjarskrif- stofuna. Þeir gætu þá opnað vott- orðaskrifstofu fyrir flokkinn sinn. Veldur því eflaust lággengi, hvað sú seðlaþörf er mikil innan flokks- ins. Á þeirri skrifstofu er ekki hætt við að bækurnar stæðu hver uppi f hárinu á annari. Þar þyrfti sem sé enga bók að færa, þvf seðl- arnir þeir halda eflaust áfram að vera óinnleysanlegir á rússneska vísu. s. K. Viðskifti við Bolsa. Hr. ritstjóri „Vesturlands" viljið þér leyfa mér rúm í blaði yðar, aðeins nokkur orð. Reikningur sá er Bolsar (Vilm. J. coliega minn er formaður) sam- þyktu að væri fyrndur, er frá 1918. Þá Iagði eg hann fram. Að hann ekki var greiddur þá, var eftir til- mælum fátækrafulltrúa, vegnaþess, að sumir þeirra er bærinn átti að greiða læknishjálp fyrir, voru einn- ig þurfalingar annara sveitarfé- Iaga. Sumt af þessu á bærinn samkv. lögum að greiða sjálfur, en með því að um bæjarfélag var að ræða, þá taldi eg mér óhætt að biða eftir því, er því bar að greiða, þangað til það hefði „in- casserað" það er það átti að fá greitt frá öðrum. Auðvitað gat eg heimtað það, er bæjarsjóði bar að greiða strax, en sökum þess, að mér var lofað þvi, að það er hrepparnir skulduðu mér, skyldi innheimtað jafnframt þvi, er þeir skulduðu bæjarsjóði, varð eg við þessari bón, og féll frá þvi að bæjarsjóður greiddl mér þá þegar það, er hann skuldaði mér beint, egn þvi að hann innheimti hitt Eg fól bæjarsjóði að „incassera" fyrir mig, en sýndi aftur á móti þá ívilnan að láta dragast að hann greiddi það, er hann skuldaði mér. Síðan hef eg engi bréf um þetta fengið. Eg hef oft minst á þetta við fátækrafullfrúana, en fengið loðin svör. Eg tel að bærinn hafi fengið reikiiingana greidda og þá háfa runnið í bæjarsjóð penihgarnir er eg á og bærinn hefur hafttil „in- casso" fyrir mig. Hefði „prívat- maður" hagað sér gagnvart mér, eins og bæjarstjórn ísafjarðar hef- ur gert þ. e. a. s. neitað að greiða reikning, sem falinn er til „incasso" og hlýtur að hafa verið greiddur, en neita sfðan að greiða upphæð.- ina vegna þess að reikningurinn, sé „fyrndur" þá hefði eg talið þann prívatmann hafa gert sig sekan í glæpsamlegu athæfi, „fjár- drætti" og eg hygg, að hefði eg kært einstaklinginn, þá hefði „hrykt í tukthúsdyrnnum", en sumir kunna ef til vill vel við það hljóð. Annars munu dómstólarnir skera úr þvi, hvort bænum beri að greiða reikninga þá, er eg hef sent bæjT arsjóði. Þó skal þess getið, að hafi Vilm. Jónsson fengið greidd- ar 1048 kr. á 7 áfum fyrir 24, sjúklinga, þá er það tvöfallt gjald á sjúkling við það sem eg héfí,, krafist (sjá grein Vilm. Jónss. f „Vesturlandi"), en það er e. t. v. afsakanlegt úr þvf hann telurvkon- una með. Én að endingu skai þess getiö að eg hef engi reikningsskil feng- iÖ fyr eða siðar frá bænum fyrir því fé, er mér var lofað að hann „incasseraði" fyrir mig, en til þess hefði hann átt að háfa tfma ein- hvern tfma á 9 árum. E. Kjerulfc Vesturlandi hafa verið sendar þessar: EFTiRMÁLI. Eftir Sigurð Þórðarson fyrv. sýslumann. Gerir höf. þar að umtalsefefni umræður þær, er urðu um bók hans Nýja sáttmála. Éru aðalkafl- ar ritsins um svokallað Quðjóns-. mál, og umræðurnar á Alþingi um Nýja sáttmála. Ritið fæst hjá höfundinum og hjá útsölumönnum vfða um land. Bókaútgáfa Þorsteins M. Jóns-.. sonar hefir sent þessar bækur i bókamarkaðinn nýlega: ÓSKASTUNDIN leikrit eftir hina merkilegu skáldkonu Kristínu! Sigfúsdóttur, og VIÐ YSTAHAF, eftir Huldu. . Þá hafa blaðinu verið sendarr ÁSTIR. Eftir Staniey Meiax, Eru það tvær sögur: Æska og. ást og Tvennir elskendur. Og GUNNHILDUR DRÓTNING OG ADRAR SÖGUR. Eftir F. A. Brekkan. Þessar tvær siðasttöldu fást einn- ig hjá bóksölum. Prentsmiðja Vesturlands fsafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.